11. júlí 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
- Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Varmárvellir - útboð vegna vallarlýsingar202209235
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 2. áfanga vegna vallarlýsingar aðalvallar við íþróttamiðstöðina að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að heimila að fara í útboð á 2. áfanga vegna vallarlýsingar aðalvallar við íþróttamiðstöðina að Varmá.
2. Hlégarður - endurbætur 2024202407035
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í endurbætur á Hlégarði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fara í endurbætur í Hlégarði í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
3. Krikaskóli - endurbætur 2024202407036
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í breytingar á opnu rými á 1. hæð Krikaskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum endurbætur í Krikaskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
4. Korputún Blikastaðir - þjónustu- og athafnasvæði, gatnagerð202208665
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um 1. áfanga gatnagerðar og lagna við Korputún, athafnasvæði við Blikastaði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
5. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024202203831
Lagt er til að veitt verði heimild til að gera viðauka við gildandi samstarfssamning milli Mosfellsbæjar og Aftureldingar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila gerð viðauka við gildandi samstarfssamning milli Mosfellsbæjar og Aftureldingar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
6. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum202407100
Tillaga um um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Mosfellsbæjar frá 1. ágúst 2024.
Fundarhlé hófst kl. 08:37. Fundur hefst aftur kl. 09:18.
**
Bókun D lista:
Útfærslur á framkvæmd ókeypis skólamáltíða fyrir grunnskólabörn í Mosfellsbæ liggja ekki endanlega fyrir.Endanlegur raunkostnaður liggur ekki fyrir, né heldur hvernig stemma eigi stigu við matarsóun.
Ekkert hefur verið rætt eða upplýst um hvaða kröfur verða gerðar varðandi hráefni þess matar sem verður á boðstólnum í nýju ókeypis kerfi, því mjög mikilvægt er að gæði máltíða minnki ekki við breytinguna.
Mikilvægt er að þessi atriði ofl. verði rædd og tillögur kynntar í bæjarráði þegar endanleg útfærsla verkefnisins verða teknar fyrir eftir sumarleyfi bæjarráðs.
Bókun B, S og C lista:
Fyrir liggur ítarlegt minnisblað frá sviðstjóra fjármála- og áhættusviðs sem lagt var fyrir bæjarráð þann 27. maí sl. Þar kemur fram að áætlað tekjutap bæjarins vegna gjaldfrjálsra máltíða verði 6 m.kr. á ársgrundvelli. Í þessu máli sem og öðrum þá eru ákvarðanir teknar á grundvelli áætlana og raunkostnaður liggur svo fyrir í lok reikningsárs.
Það hefur komið fram í umræðu um málið að engar breytingar eru fyrirhugaðar á gæðum máltíða, hráefni eða fyrirkomulagi.Hins vegar er mikilvægt þegar máltíðirnar eru orðnar gjaldfrjálsar að enn frekar sé gætt að því að breytingin stuðli ekki að aukinni matarsóun.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að skólamáltíðir nemenda í grunnskólum Mosfellsbæjar verði gjaldfrjálsar frá 1. ágúst 2024. Bæjarfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Jafnframt er fræðslu- og frístundasviði falið að útfæra breytinguna þ.á m. uppfærslu á gjaldskrám og viðeigandi reglum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.7. Betri samgöngur - samgöngusáttmáli202301315
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna lögð fram.
8. Fjölsmiðjan - þjónustusamningur202012174
Erindi frá SSH þar sem lagt er til að endurnýja þjónustusamning við Fjölsmiðjuna til allt að fimm ára á grunni núverandi samnings og viðauka við hann í samræmi við niðurstöðu fundar stjórnar SSH.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að endurnýja þjónustusamning við Fjölsmiðjuna til allt að fimm ára á grunni núverandi samnings og viðauka við hann.
Fundargerðir til kynningar
9. Fundargerð 396. fundar stjórnar Strætó bs.202407099
Fundargerð 396. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 396. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 1633. fundi bæjarráðs.
10. Fundargerð 49. eigendafundar Strætó bs.202407096
Fundargerð 49. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 49. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 1633. fundi bæjarráðs.
11. Fundargerð 580. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202407097
Fundargerð 580. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 580. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 1633. fundi bæjarráðs.
Gert er ráð fyrir að næsti fundur bæjarráðs verði 15. ágúst nk.