Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. júlí 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir skrifstofa umbóta og þróunar

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Varmár­vell­ir - út­boð vegna vall­ar­lýs­ing­ar202209235

    Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 2. áfanga vegna vallarlýsingar aðalvallar við íþróttamiðstöðina að Varmá.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um að heim­ila að fara í út­boð á 2. áfanga vegna vall­ar­lýs­ing­ar að­al­vall­ar við íþróttamið­stöð­ina að Varmá.

    • 2. Hlé­garð­ur - end­ur­bæt­ur 2024202407035

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í endurbætur á Hlégarði.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fara í end­ur­bæt­ur í Hlé­garði í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      • 3. Krika­skóli - end­ur­bæt­ur 2024202407036

        Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í breytingar á opnu rými á 1. hæð Krikaskóla.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um end­ur­bæt­ur í Krika­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

        • 4. Korputún Blikastað­ir - þjón­ustu- og at­hafna­svæði, gatna­gerð202208665

          Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um 1. áfanga gatnagerðar og lagna við Korputún, athafnasvæði við Blikastaði.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

          Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 10 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

          • 5. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög 2022-2024202203831

            Lagt er til að veitt verði heimild til að gera viðauka við gildandi samstarfssamning milli Mosfellsbæjar og Aftureldingar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila gerð við­auka við gild­andi sam­starfs­samn­ing milli Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

            • 6. Gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um202407100

              Tillaga um um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Mosfellsbæjar frá 1. ágúst 2024.

              Fund­ar­hlé hófst kl. 08:37. Fund­ur hefst aft­ur kl. 09:18.

              **
              Bók­un D lista:
              Út­færsl­ur á fram­kvæmd ókeyp­is skóla­mál­tíða fyr­ir grunn­skóla­börn í Mos­fells­bæ liggja ekki end­an­lega fyr­ir.

              End­an­leg­ur raun­kostn­að­ur ligg­ur ekki fyr­ir, né held­ur hvern­ig stemma eigi stigu við mat­ar­sóun.

              Ekk­ert hef­ur ver­ið rætt eða upp­lýst um hvaða kröf­ur verða gerð­ar varð­andi hrá­efni þess mat­ar sem verð­ur á boð­stóln­um í nýju ókeyp­is kerfi, því mjög mik­il­vægt er að gæði mál­tíða minnki ekki við breyt­ing­una.

              Mik­il­vægt er að þessi at­riði ofl. verði rædd og til­lög­ur kynnt­ar í bæj­ar­ráði þeg­ar end­an­leg út­færsla verk­efn­is­ins verða tekn­ar fyr­ir eft­ir sum­ar­leyfi bæj­ar­ráðs.

              Bók­un B, S og C lista:
              Fyr­ir ligg­ur ít­ar­legt minn­is­blað frá svið­stjóra fjár­mála- og áhættu­sviðs sem lagt var fyr­ir bæj­ar­ráð þann 27. maí sl. Þar kem­ur fram að áætlað tekjutap bæj­ar­ins vegna gjald­frjálsra mál­tíða verði 6 m.kr. á árs­grund­velli. Í þessu máli sem og öðr­um þá eru ákvarð­an­ir tekn­ar á grund­velli áætl­ana og raun­kostn­að­ur ligg­ur svo fyr­ir í lok reikn­ings­árs.
              Það hef­ur kom­ið fram í um­ræðu um mál­ið að eng­ar breyt­ing­ar eru fyr­ir­hug­að­ar á gæð­um mál­tíða, hrá­efni eða fyr­ir­komu­lagi.

              Hins veg­ar er mik­il­vægt þeg­ar mál­tíð­irn­ar eru orðn­ar gjald­frjáls­ar að enn frek­ar sé gætt að því að breyt­ing­in stuðli ekki að auk­inni mat­ar­sóun.

              ***
              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að skóla­mál­tíð­ir nem­enda í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar verði gjald­frjáls­ar frá 1. ág­úst 2024. Bæj­ar­full­trú­ar D lista sitja hjá við at­kvæða­greiðsl­una. Jafn­framt er fræðslu- og frí­stunda­sviði fal­ið að út­færa breyt­ing­una þ.á m. upp­færslu á gjald­skrám og við­eig­andi regl­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð til sam­þykkt­ar.

            • 7. Betri sam­göng­ur - sam­göngusátt­máli202301315

              Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.

              Sex mán­aða skýrsla Betri sam­gangna ohf. um stöðu og fram­gang verk­efna lögð fram.

            • 8. Fjölsmiðj­an - þjón­ustu­samn­ing­ur202012174

              Erindi frá SSH þar sem lagt er til að endurnýja þjónustusamning við Fjölsmiðjuna til allt að fimm ára á grunni núverandi samnings og viðauka við hann í samræmi við niðurstöðu fundar stjórnar SSH.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að end­ur­nýja þjón­ustu­samn­ing við Fjölsmiðj­una til allt að fimm ára á grunni nú­ver­andi samn­ings og við­auka við hann.

            Fundargerðir til kynningar

            • 9. Fund­ar­gerð 396. fund­ar stjórn­ar Strætó bs.202407099

              Fundargerð 396. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar.

              Fund­ar­gerð 396. fund­ar stjórn­ar Strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1633. fundi bæj­ar­ráðs.

            • 10. Fund­ar­gerð 49. eig­enda­fund­ar Strætó bs.202407096

              Fundargerð 49. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.

              Fund­ar­gerð 49. eig­enda­fund­ar Strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1633. fundi bæj­ar­ráðs.

            • 11. Fund­ar­gerð 580. fund­ar stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202407097

              Fundargerð 580. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

              Fund­ar­gerð 580. fund­ar stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 1633. fundi bæj­ar­ráðs.

            Gert er ráð fyr­ir að næsti fund­ur bæj­ar­ráðs verði 15. ág­úst nk.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30