13. febrúar 2025 kl. 07:31,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
- Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bifreiðar og tæki 2025202502230
Þjónustustöð umhverfissviðs óskar eftir heimild bæjarráðs til kaupa á bifreið í samræmi við fjárfestingaráætlun 2025.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum kaup á bifreið fyrir Þjónustustöð Umhverfissviðs í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
3. Varmárvellir - nýframkvæmdir202209235
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út 4. áfanga endurnýjunar aðal- og frjálsíþróttavallar við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Afgreiðslu málsins frestað.
4. Varmárvellir - nýframkvæmdir202209235
Framvinduskýrsla framkvæmda við aðalvöll Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar.
Framvinduskýrsla 1 vegna endurnýjunar aðalvallar við Íþróttamiðstöðina að Varmá lögð fram og kynnt.
5. Stafræn vegferð Mosfellsbæjar202308184
Kynning á verkefnum stafrænnar vegferðar Mosfellsbæjar.
Samantekt um verkefni tengd stafrænni vegferð Mosfellsbæjar lögð fram og kynnt.
Gestir
- Sif Sturludóttir, leiðtogi upplýsingastjórnunar
6. Gagnatorg Mosfellsbæjar202502219
Kynning á Gagnatorgi Mosfellsbæjar á mos.is/gagnatorg þar sem safnað hefur verið gagnlegum mælaborðum og tölfræðilegu efni er varðar starfsemi og þjónustu Mosfellsbæjar og sveitarfélaga almennt.
Lagt fram og kynnt.
7. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2025202501539
Tillaga varðandi aðgang að skammtímafjármögnun lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs heimild til að undirrita viðauka við samning við Íslandsbanka í samræmi við framlagða tillögu.
8. Beiðni um afgreiðslu á endurfjármögnun láns2025011303
Beiðni Sorpu bs. um samþykki sveitarfélagsins fyrir endurfjármögnun eingreiðsluláns sem er hluti af frjárfestingaáætlun Sorpu bs. fyrir árið 2025.
Lovísa Jónsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins. Anna Sigríður Guðnadóttir tók við stjórn fundarins undir þessum dagskrárlið.
***
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að samþykkja beiðni stjórnar SORPU bs. um heimild til að endurfjármagna lán hjá Íslandsbanka nr. 505200687, frá 20. febrúar 2019, að fjárhæð kr. 666.666.670. Lánið gjaldfellur þann 5. júní 2025 og eru núverandi vaxtakjör upp á 10,75%. SORPA bs. hefur tryggt sér lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga (LSS) með eftirfarandi hagstæðari kjörum:
Vaxtakjör: 4,2% verðtryggt.
Lánstími: 15 ár.
Heildarkostnaður: 872 milljónir króna að viðbættum verðbótum.
Árleg greiðslubyrði árið 2026: 72 milljónir króna að viðbættum verðbótum.9. Hlíðavöllur 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202411195
Beiðni um afnot af óskiptu landi til uppsetningar veðurathugunarmasturs.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag með fimm atkvæðum og felur bæjarstjóra að undirrita það.
10. Aurora Nest, Lynghólsvegi 17 - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202501288
Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Hreinna Lagna ehf. um leyfi til reksturs gististaðar Aurora Nest í flokki II- H Frístundahús að Lynghólsvegi 17.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa beiðninni til umhverfissviðs til frekari úrvinnslu og umsagnar.
11. Opin samráð um áform um lagasetningu - mat á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa á sveitarfélög202502301
Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á opnu samráði sem stendur yfir um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum, n.t.t. á 129. gr. laganna um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög. Markmiðið með lagabreytingunni er að bæta gæði endanlegs áhrifamats á sveitarfélög og leggja til leiðir til að skera úr um ágreining ríkis og sveitarfélaga vegna kostnaðarauka sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til og með 17. febrúar nk.
Lagt fram og kynnt.