30. apríl 2025 kl. 15:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 5. áfangi Helgafellshverfis - úthlutun lóða Úugötu202212063
Opnun tilboða í byggingarrétt einbýlishúsalóða við Úugötu.
Opnun tilboða í byggingarrétt lóða við Úugötu.
Á fundinum voru framkomin tilboð í lóðirnar opnuð. Alls bárust 57 tilboð.Tilboðin verða tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þegar þau hafa verið skráð og flokkuð nánar
Gestir
- Ómar Karl Jóhannesson, lögfræðingur
2. Varmárvellir - nýframkvæmdir202209235
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði á lagningu gervigrass á knattspyrnuvöllinn sem er 4. áfanga endurnýjun aðalvallar að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda um lagningu gervigrass á aðalvöllinn að Varmá í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að því gefnu að viðkomandi uppfylli skilyrði útboðsgagna.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.3. Lágafellsskóli endurbætur 2025, nýframkvæmd202504241
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í endurbætur í Lágafellsskóla með það að markmiði að bæta loftgæði og lýsingu í húsnæðinu ásamt því að endurgera innréttingar í heimilisfræðistofu skólans.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við þjónustuverktaka skv. rammasamningi um framkvæmd verksins í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
4. Markholt Lágholt - endurnýjun lagna202111306
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboðinu "Lágholt - Endurnýjun veitulagna" að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda um endurnýjun gatna, gangstétta og veitulagna í Lágholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að því gefnu að viðkomandi uppfylli skilyrði útboðsgagna.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.5. Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2024202504472
Drög að ársskýrslu Mosfellsbæjar 2024 lögð fram til kynningar. Ársskýrsla verður birt á nýjum ársskýrsluvef: arsskyrsla.mos.is.
Bæjarráð lýsir mikilli ánægju með nýja framsetningu á ársskýrslu bæjarins á sérstökum ársskýrsluvef og þakkar starfsfólki fyrir framlag þeirra til skýrslunnar. Allar upplýsingar eru settar fram á skýran og skilmerkilegan hátt sem auðveldar íbúum að fylgjast með starfsemi og rekstri bæjarins.