Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. febrúar 2025 kl. 07:34,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Nýr kjara­samn­ing­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Ís­lands202502224

    Upplýsingar veittar um nýjan kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

    Bæj­ar­stjóri fór yfir nýj­an kjara­samn­ing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Ís­lands.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fagn­ar því að náðst hafi samn­ing­ar til fjög­urra ára milli sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Ís­lands. Kenn­ar­ar eru síð­asti stóri hóp­ur starfs­manna sveit­ar­fé­laga til að fara inn í svo kallað virð­is­mat­s­kerfi starfa en vitað er að kenn­ar­ar hafa dreg­ist aft­ur úr öðr­um sér­fræð­ing­um í launa­kjör­um. Nið­ur­staða samn­ing­anna er að í upp­hafi samn­ings­tíma­bils verði greidd 8% inn á end­an­legt virð­is­mat en það er í sam­ræmi við bráða­birgða­mat sem þeg­ar hef­ur far­ið fram.

    Markmið samn­ing­anna er m.a. að styrkja stöðu skóla­kerf­is­ins þann­ig að það geti bet­ur mætt þeim áskor­un­um sem við blasa, að tryggja sveigj­an­leika svo unnt sé að skipu­leggja skólast­arf þann­ig að það stuðli að betri ár­angri og ekki síð­ur bættri líð­an nem­enda. Þá eiga samn­ing­ar að stuðla að bætt­um starfs­að­stæð­um kenn­ara, auka stöð­ug­leika í mönn­un skóla­kerf­is­ins og gera störf kenn­ara eft­ir­sókn­ar­verð. Bæj­ar­ráð tek­ur heils hug­ar und­ir mik­il­vægi þess­ara mark­miða.

    • 2. End­ur­nýj­un gatna og lagna202111306

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á endurnýjun gatna, gangstétta og allra veitulagna í Lágholti.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila út­boð á end­ur­nýj­un gatna, gang­stétta og allra veitu­lagna í Lág­holti í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      Gestir
      • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • 3. Varmár­vell­ir - ný­fram­kvæmd­ir202209235

        Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um 3. áfanga endurnýjun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu að Varmá þ.e. lagnir og yfirborðsfrágang við knattspyrnuvöll og frjálsíþróttaaðstöðu að gervigrasi á undanskildu.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að ganga til samn­inga við Fag­ur­verk ehf., sem er lægst­bjóð­andi í út­boði um 3. áfanga end­ur­nýj­un­ar að­al­vall­ar og frjálsí­þrótta­að­stöðu að Varmá þ.e. lagn­ir og yf­ir­borðs­frág­ang við knatt­spyrnu­völl­inn og frjálsí­þrótta­að­stöðu að gervi­grasi und­an­skildu, í sam­ræmi við með­fylgj­andi til­lögu.

        Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði að gera við­auka við fjár­hags­áætlun vegna áfang­ans m.a. með flutn­ingi fjár­heim­ilda á milli ára þar sem greiðsluflæði verk­efn­is­ins varð ekki það sama og áætlað var í fjár­fest­inga­áætl­un­um fyrri ára.

      • 4. Leik­skól­inn Hlað­hamr­ar202403189

        Kynning á skýrslu um ástandsskoðun á Hlaðhömrum og viðbrögð við niðurstöðum skýrslunnar.

        Bæj­ar­stjóri, sviðs­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs ásamt verk­efna­stjóra á um­hverf­is­sviði fóru yfir skýrslu EFLU og far­ið yfir mögu­leg við­brögð vegna skýrsl­unn­ar.

        Gestir
        • Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
        • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
      • 5. Upp­bygg­ing að Varmá202311403

        Tillögur varðandi næstu skref við uppbyggingu þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um næstu skref varð­andi upp­bygg­ingu þjón­ustu- og að­komu­bygg­ing­ar að Varmá. Bæj­ar­ráð vís­ar mál­inu til kynn­ing­ar í íþrótta- og tóm­stunda­nefnd.

        ***

        Bók­un D lista:
        Full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði fagna því að taka eigi næsti skref varð­andi upp­bygg­ingu að þjón­ustu- og að­komu­bygg­ing­ar að Varmá.

        Eft­ir að meiri­hluti Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar hætti við sam­þykkt­ar teikn­ing­ar af bygg­ing­unni sem var til­bú­in árið 2022 hef­ur lang­ur tími far­ið í und­ir­bún­ing að breyttri hönn­un húss­ins, nýj­ar teikn­ing­ar og nýj­ar hug­mynd­ir að bygg­ing­unni.
        Í skoð­un er að leigja hluta húss­ins út til að­ila sem gætu ver­ið með starf­semi sem pass­ar inn á svæð­ið og er það já­kvætt ef hægt er að fá starf­semi inn í hús­ið sem eyk­ur nýt­ingu þess.

        Mik­il­vægt er samt að hönn­un húss­ins sé fyrst og fremst mið­uð við þarf­ir íþrótta- og skóla­sam­fé­lags­ins í Mos­fells­bæ til langs tíma.
        Einn­ig er mik­il­vægt að fjölg­un bíla­stæða verði einn­ig höfð í huga við hönn­un svæð­is­ins mið­að við fjölg­un not­enda og auk­inna um­svifa á Varmár­svæð­inu.

        ***
        Fund­ar­hlé hófst kl. 8:45. Fund­ur hófst aft­ur kl. 8:55.

        ***
        Bók­un B, S og C lista:
        Sú vinna sem hef­ur far­ið fram frá því að tekin var ákvörð­un um frest­un bygg­ing­ar þjón­ustu- og að­komu­bygg­ing­ar hef­ur sýnt sig að hafa ver­ið gríð­ar­lega mik­il­væg. Ít­ar­leg þarf­agrein­ing með fleiri hag­að­il­um en áður höfðu kom­ið að borð­inu leiddi í ljós að sú bygg­ing sem átti að hefja fram­kvæmd­ir við árið 2022 var of lít­il til fram­tíð­ar lit­ið. Þrátt fyr­ir frest­un á þess­ari fram­kvæmd hafa mikl­ar fram­kvæmd­ir átt sér stað á Varmár­svæð­inu í sam­ræmi við EFLU skýrsl­una frá 2021.

        Gestir
        • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsumála
        • 6. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög 2025 til 2027202412027

          Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög lagðir fram til afgreiðslu.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi drög að sam­starfs­samn­ing­um við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög sem gildi frá 1. janú­ar 2025 til 31. des­em­ber 2027.

        • 7. Frum­varp til laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga202502407

          Umfjöllun um umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarps til nýrra laga um Jöfnunarsjóð sem birt hefur verið í Samráðsgátt.

          Drög að um­sögn Mos­fells­bæj­ar vegna frum­varps­ins lögð fram til kynn­ing­ar.

          Guð­mund­ur Hreins­son vék af fundi und­ir dag­skrárliðn­um.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ganga frá um­sögn Mos­fells­bæj­ar vegna frum­varps­ins í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög að um­sögn að teknu til­liti til um­ræðna sem fram fóru á fund­in­um.

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir yfir þung­um áhyggj­um af þeim breyt­ing­um sem hafa ver­ið gerð­ar á frum­varpi til nýrra laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga og tel­ur óhjá­kvæmi­legt að gerð­ar verði breyt­ing­ar á frum­varp­inu. Verði frum­varp­ið sam­þykkt óbreytt mun það þýða 400 millj­óna króna lækk­un fram­lags á ári. Tekjutap um 400 millj­ón­ir króna myndi óhjá­kvæmi­lega hafa veru­leg nei­kvæð áhrif fyr­ir bæj­ar­fé­lag­ið og skerða getu þess til þess að takast á við brýn verk­efni sem sveit­ar­fé­lög standa frammi fyr­ir. Þar sem Mos­fells­bær er, eins og öll sveit­ar­fé­lög, bund­inn af fjár­mála­regl­um VII. kafla sveit­ar­stjórn­ar­laga er vand­séð hvern­ig sveit­ar­fé­lag­ið á að geta eflt vel­ferð­ar­þjón­ustu og þjón­ustu við börn og barna­fjöl­skyld­ur eða byggt upp ný íbúða­svæði í sam­ræmi við áætlan­ir stjórn­valda.

          Vert er að und­ir­strika að slík tekju­skerð­ing yrði öll­um sveit­ar­fé­lög­um mik­il og erf­ið áskor­un. Það sem Mos­fells­bær og önn­ur ört vax­andi sveit­ar­fé­lög þurfa á að halda er styrk­ing tekju­stofna, ekki veik­ing þeirra. Bæj­ar­ráð vænt­ir þess að frum­varp­ið verði lag­fært í sam­ræmi við ábend­ing­ar í um­sögn Mos­fells­bæj­ar.

          Gestir
          • Pétur Jens Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
        • 8. Hvatn­ing varð­andi skíða­svæð­ið í Skála­felli202502535

          Hvatning hópsins Opnum Skálafell að staðið verði við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli og um opnun lyftna auk þess að aðgengi að svæðinu verði bætt.

          Lagt fram og kynnt.

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir ábend­ing­ar bréf­rit­ara um kosti skíða­svæð­is­ins í Skála­felli og minn­ir á að það var skil­yrði fyr­ir þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í upp­bygg­ingu skíða­svæð­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að að­stað­an í Skála­felli yrði líka end­ur­nýj­uð. Af hálfu Mos­fells­bæj­ar er þess kraf­ist að stað­ið verði við gerða samn­inga og að vinna við upp­bygg­ingu í Skála­felli verði hafin svo fljótt sem verða má, ann­að fel­ur í sér for­sendu­brest.

        • 9. Frum­varp til laga - mat á fjár­hags­leg­um áhrif­um á sveit­ar­fé­lög202502506

          Frá innviðaráðuneytinu frumvarp til laga um mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög. Umsagnarfrestur er til 4. mars nk.

          Lagt fram og kynnt.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:27