27. febrúar 2025 kl. 07:34,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands202502224
Upplýsingar veittar um nýjan kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Bæjarstjóri fór yfir nýjan kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Bæjarráð Mosfellsbæjar fagnar því að náðst hafi samningar til fjögurra ára milli sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Kennarar eru síðasti stóri hópur starfsmanna sveitarfélaga til að fara inn í svo kallað virðismatskerfi starfa en vitað er að kennarar hafa dregist aftur úr öðrum sérfræðingum í launakjörum. Niðurstaða samninganna er að í upphafi samningstímabils verði greidd 8% inn á endanlegt virðismat en það er í samræmi við bráðabirgðamat sem þegar hefur farið fram.
Markmið samninganna er m.a. að styrkja stöðu skólakerfisins þannig að það geti betur mætt þeim áskorunum sem við blasa, að tryggja sveigjanleika svo unnt sé að skipuleggja skólastarf þannig að það stuðli að betri árangri og ekki síður bættri líðan nemenda. Þá eiga samningar að stuðla að bættum starfsaðstæðum kennara, auka stöðugleika í mönnun skólakerfisins og gera störf kennara eftirsóknarverð. Bæjarráð tekur heils hugar undir mikilvægi þessara markmiða.
2. Endurnýjun gatna og lagna202111306
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á endurnýjun gatna, gangstétta og allra veitulagna í Lágholti.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á endurnýjun gatna, gangstétta og allra veitulagna í Lágholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
3. Varmárvellir - nýframkvæmdir202209235
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um 3. áfanga endurnýjun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu að Varmá þ.e. lagnir og yfirborðsfrágang við knattspyrnuvöll og frjálsíþróttaaðstöðu að gervigrasi á undanskildu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við Fagurverk ehf., sem er lægstbjóðandi í útboði um 3. áfanga endurnýjunar aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu að Varmá þ.e. lagnir og yfirborðsfrágang við knattspyrnuvöllinn og frjálsíþróttaaðstöðu að gervigrasi undanskildu, í samræmi við meðfylgjandi tillögu.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela fjármála- og áhættustýringarsviði að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna áfangans m.a. með flutningi fjárheimilda á milli ára þar sem greiðsluflæði verkefnisins varð ekki það sama og áætlað var í fjárfestingaáætlunum fyrri ára.
4. Leikskólinn Hlaðhamrar202403189
Kynning á skýrslu um ástandsskoðun á Hlaðhömrum og viðbrögð við niðurstöðum skýrslunnar.
Bæjarstjóri, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs ásamt verkefnastjóra á umhverfissviði fóru yfir skýrslu EFLU og farið yfir möguleg viðbrögð vegna skýrslunnar.
Gestir
- Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
5. Uppbygging að Varmá202311403
Tillögur varðandi næstu skref við uppbyggingu þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um næstu skref varðandi uppbyggingu þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá. Bæjarráð vísar málinu til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D-lista í bæjarráði fagna því að taka eigi næsti skref varðandi uppbyggingu að þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá.Eftir að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar hætti við samþykktar teikningar af byggingunni sem var tilbúin árið 2022 hefur langur tími farið í undirbúning að breyttri hönnun hússins, nýjar teikningar og nýjar hugmyndir að byggingunni.
Í skoðun er að leigja hluta hússins út til aðila sem gætu verið með starfsemi sem passar inn á svæðið og er það jákvætt ef hægt er að fá starfsemi inn í húsið sem eykur nýtingu þess.Mikilvægt er samt að hönnun hússins sé fyrst og fremst miðuð við þarfir íþrótta- og skólasamfélagsins í Mosfellsbæ til langs tíma.
Einnig er mikilvægt að fjölgun bílastæða verði einnig höfð í huga við hönnun svæðisins miðað við fjölgun notenda og aukinna umsvifa á Varmársvæðinu.***
Fundarhlé hófst kl. 8:45. Fundur hófst aftur kl. 8:55.***
Bókun B, S og C lista:
Sú vinna sem hefur farið fram frá því að tekin var ákvörðun um frestun byggingar þjónustu- og aðkomubyggingar hefur sýnt sig að hafa verið gríðarlega mikilvæg. Ítarleg þarfagreining með fleiri hagaðilum en áður höfðu komið að borðinu leiddi í ljós að sú bygging sem átti að hefja framkvæmdir við árið 2022 var of lítil til framtíðar litið. Þrátt fyrir frestun á þessari framkvæmd hafa miklar framkvæmdir átt sér stað á Varmársvæðinu í samræmi við EFLU skýrsluna frá 2021.Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsumála
6. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2025 til 2027202412027
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög lagðir fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi drög að samstarfssamningum við íþrótta- og tómstundafélög sem gildi frá 1. janúar 2025 til 31. desember 2027.
7. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga202502407
Umfjöllun um umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarps til nýrra laga um Jöfnunarsjóð sem birt hefur verið í Samráðsgátt.
Drög að umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarpsins lögð fram til kynningar.
Guðmundur Hreinsson vék af fundi undir dagskrárliðnum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarpsins í samræmi við fyrirliggjandi drög að umsögn að teknu tilliti til umræðna sem fram fóru á fundinum.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim breytingum sem hafa verið gerðar á frumvarpi til nýrra laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og telur óhjákvæmilegt að gerðar verði breytingar á frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt mun það þýða 400 milljóna króna lækkun framlags á ári. Tekjutap um 400 milljónir króna myndi óhjákvæmilega hafa veruleg neikvæð áhrif fyrir bæjarfélagið og skerða getu þess til þess að takast á við brýn verkefni sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Þar sem Mosfellsbær er, eins og öll sveitarfélög, bundinn af fjármálareglum VII. kafla sveitarstjórnarlaga er vandséð hvernig sveitarfélagið á að geta eflt velferðarþjónustu og þjónustu við börn og barnafjölskyldur eða byggt upp ný íbúðasvæði í samræmi við áætlanir stjórnvalda.
Vert er að undirstrika að slík tekjuskerðing yrði öllum sveitarfélögum mikil og erfið áskorun. Það sem Mosfellsbær og önnur ört vaxandi sveitarfélög þurfa á að halda er styrking tekjustofna, ekki veiking þeirra. Bæjarráð væntir þess að frumvarpið verði lagfært í samræmi við ábendingar í umsögn Mosfellsbæjar.
Gestir
- Pétur Jens Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
8. Hvatning varðandi skíðasvæðið í Skálafelli202502535
Hvatning hópsins Opnum Skálafell að staðið verði við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli og um opnun lyftna auk þess að aðgengi að svæðinu verði bætt.
Lagt fram og kynnt.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir ábendingar bréfritara um kosti skíðasvæðisins í Skálafelli og minnir á að það var skilyrði fyrir þátttöku Mosfellsbæjar í uppbyggingu skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu að aðstaðan í Skálafelli yrði líka endurnýjuð. Af hálfu Mosfellsbæjar er þess krafist að staðið verði við gerða samninga og að vinna við uppbyggingu í Skálafelli verði hafin svo fljótt sem verða má, annað felur í sér forsendubrest.
9. Frumvarp til laga - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög202502506
Frá innviðaráðuneytinu frumvarp til laga um mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög. Umsagnarfrestur er til 4. mars nk.
Lagt fram og kynnt.