20. febrúar 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Varmárvellir - 4. áfangi, útboð á gervigrasi202209235
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út yfirborðsfrágang á gervigrasi sem er 4. áfangi í endurnýjun aðal- og frjálsíþróttavallar við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á yfirborðsfrágangi gervigrass í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarráð felur fjármála- og áhættustýringarsviði að meta hvort gera þurfi viðauka við fjárhagsáætlun vegna áfangans með flutningi fjárheimilda á milli ára þar sem greiðsluflæði verkefnisins varð ekki það sama og áætlað var í fjárfestingaáætlunum fyrri ára.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025202502368
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til ndsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2025 sem fram fer 20. mars nk.
Boðun á 40. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer 20. mars nk. lögð fram.
3. Lánasjóður sveitarfélaga - auglýsing eftir framboðum í stjórn202502324
Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins.
Lagt fram.
4. Aurora Nest, Lynghólsvegi 17 - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202501288
Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Hreinna Lagna ehf. um leyfi til reksturs gististaðar Aurora Nest í flokki II-H Frístundahús að Lynghólsvegi 17.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististaði í flokki II-H Frístundahús, að Lynghólsvegi 17, með vísan til sjónarmiða sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
5. Íþróttamiðstöðin Varmá, umsagnarbeiðni vegna tímabundins tækifærisleyfis - árshátíð starfsmanna Mosfellsbæjar202502401
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna árshátíðar starfsmanna Mosfellsbæjar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 8. mars nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi beiðni um tímabundið tækifærisleyfi vegna árshátíðar starfsmanna Mosfellsbæjar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 8. mars nk.
6. Ósk um afnot af sal í Íþróttamiðstöðinni að Varmá vegna steikarkvölds Aftureldingar202502436
Ósk Aftureldingar um afnot af sal 3 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá vegna steikarkvölds meistaraflokks karla í knattspyrnu þann 15. mars 2025.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leyfa afnot af sal 3 í Íþróttahúsinu að Varmá vegna Steikarkvölds meistaraflokks karla í knattspyrnu þann 15. mars nk.
7. Íþróttamiðstöðin Varmá, umsagnarbeiðni vegna tímabundins tækifærisleyfis - Steikarkvöld Aftureldingar202502404
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna Steikarkvölds Aftureldingar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 15. mars nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi beiðni um tímabundið tækifærisleyfi vegna steikarkvölds meistaraflokks karla í knattspyrnu í Íþróttamiðstöðinni að Varmá 15. mars nk.
8. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - á samráðsgátt202502407
Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda lagt fram til kynningar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar gagnrýnir harðlega málsmeðferð við framlagningu frumvarps um jöfnunarsjóð sveitarfélaga en sveitarfélögum eru gefnar tvær vikur til að veita umsögn við frumvarpið. Um er að ræða miklar breytingar á úthlutunarlíkaninu sem til að mynda hefur þau áhrif að framlag til Mosfellsbæjar lækkar um 400 milljónir. Það er því lágmark að sveitarfélögum sé sýnd virðing og svigrúm til að greina líkanið og veita faglega umsögn um þetta mikilvæga mál. Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimild sína og áhrif nýja úthlutunarlíkansins á fjárhag bæjarins eru mjög mikil.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn um málið.Gestir
- Pétur Jens Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
9. Fundur UNICEF og Umboðsmanns barna með börnum um Strætó202410438
Erindi frá umboðsmanni barna ásamt greinargerð með niðurstöðum frá samráðsfundi barna og Strætó lagt fram til kynningar.
Erindið var lagt fram og kynnt og vísað til kynningar í viðeigandi nefndum sveitarfélagsins.