Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. febrúar 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Varmár­vell­ir - 4. áfangi, út­boð á gervi­grasi202209235

    Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út yfirborðsfrágang á gervigrasi sem er 4. áfangi í endurnýjun aðal- og frjálsíþróttavallar við Íþróttamiðstöðina að Varmá.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila út­boð á yf­ir­borðs­frá­gangi gervi­grass í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Bæj­ar­ráð fel­ur fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði að meta hvort gera þurfi við­auka við fjár­hags­áætlun vegna áfang­ans með flutn­ingi fjár­heim­ilda á milli ára þar sem greiðsluflæði verk­efn­is­ins varð ekki það sama og áætlað var í fjár­fest­inga­áætl­un­um fyrri ára.

    Gestir
    • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 2. Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga 2025202502368

      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til ndsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2025 sem fram fer 20. mars nk.

      Boð­un á 40. Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem fram fer 20. mars nk. lögð fram.

    • 3. Lána­sjóð­ur sveit­ar­fé­laga - aug­lýs­ing eft­ir fram­boð­um í stjórn202502324

      Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins.

      Lagt fram.

    • 4. Aur­ora Nest, Lyng­hóls­vegi 17 - um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202501288

      Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Hreinna Lagna ehf. um leyfi til reksturs gististaðar Aurora Nest í flokki II-H Frístundahús að Lynghólsvegi 17.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að leggjast gegn út­gáfu rekstr­ar­leyf­is fyr­ir gisti­staði í flokki II-H Frí­stunda­hús, að Lyng­hóls­vegi 17, með vís­an til sjón­ar­miða sem fram koma í um­sögn skipu­lags­full­trúa.

    • 5. Íþróttamið­stöðin Varmá, um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­ins tæki­færis­leyf­is - árs­há­tíð starfs­manna Mos­fells­bæj­ar202502401

      Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna árshátíðar starfsmanna Mosfellsbæjar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 8. mars nk.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi beiðni um tíma­bund­ið tæki­færis­leyfi vegna árs­há­tíð­ar starfs­manna Mos­fells­bæj­ar í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá þann 8. mars nk.

    • 6. Ósk um af­not af sal í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá vegna steik­ar­kvölds Aft­ur­eld­ing­ar202502436

      Ósk Aftureldingar um afnot af sal 3 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá vegna steikarkvölds meistaraflokks karla í knattspyrnu þann 15. mars 2025.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að leyfa af­not af sal 3 í Íþrótta­hús­inu að Varmá vegna Steik­ar­kvölds meist­ara­flokks karla í knatt­spyrnu þann 15. mars nk.

    • 7. Íþróttamið­stöðin Varmá, um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­ins tæki­færis­leyf­is - Steik­ar­kvöld Aft­ur­eld­ing­ar202502404

      Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna Steikarkvölds Aftureldingar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 15. mars nk.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi beiðni um tíma­bund­ið tæki­færis­leyfi vegna steik­ar­kvölds meist­ara­flokks karla í knatt­spyrnu í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá 15. mars nk.

    • 8. Frum­varp til laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga - á sam­ráðs­gátt202502407

      Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda lagt fram til kynningar.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar gagn­rýn­ir harð­lega máls­með­ferð við fram­lagn­ingu frum­varps um jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga en sveit­ar­fé­lög­um eru gefn­ar tvær vik­ur til að veita um­sögn við frum­varp­ið. Um er að ræða mikl­ar breyt­ing­ar á út­hlut­un­ar­líkan­inu sem til að mynda hef­ur þau áhrif að fram­lag til Mos­fells­bæj­ar lækk­ar um 400 millj­ón­ir. Það er því lág­mark að sveit­ar­fé­lög­um sé sýnd virð­ing og svigrúm til að greina líkan­ið og veita fag­lega um­sögn um þetta mik­il­væga mál. Mos­fells­bær full­nýt­ir út­svars­heim­ild sína og áhrif nýja út­hlut­un­ar­lík­ans­ins á fjár­hag bæj­ar­ins eru mjög mik­il.
      Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra að vinna um­sögn um mál­ið.

      Gestir
      • Pétur Jens Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
    • 9. Fund­ur UNICEF og Um­boðs­manns barna með börn­um um Strætó202410438

      Erindi frá umboðsmanni barna ásamt greinargerð með niðurstöðum frá samráðsfundi barna og Strætó lagt fram til kynningar.

      Er­ind­ið var lagt fram og kynnt og vísað til kynn­ing­ar í við­eig­andi nefnd­um sveit­ar­fé­lags­ins.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:42