Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. febrúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ósk um við­ræð­ur við Mos­fells­bæ um kaup á land­spildu í Mos­fells­dal202311533

  Erindi frá Hekla Adventures ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum við Mosfellsbær um kaup á landspildu í Mosfellsdal. Máli frestað á síðasta fundi.

  Bæj­ar­ráð synj­ar ósk um kaup á land­spildu.

  • 2. Kæra vegna ákvörð­un­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar um álagn­ingu dag­sekta202402305

   Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa um álagningu dagsekta vegna lausafjár á lóðinni Bröttuhlíð 16-22. Máli frestað á síðasta fundi.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að fara með hags­muni Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

   • 3. Sam­komulag um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks202208758

    Tillaga um framlengingu á samningi um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fram­lengja samn­ing um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Gestir
    • Kristbjörg Hjaltadóttir, staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs
   • 4. Af­not vel­ferð­ar­sviðs af Brú­ar­landi fyr­ir fé­lags­st­arf eldri borg­ara202310598

    Tillaga um að velferðarsvið fái afnot af Brúarlandi fyrir félagsstarf eldri borgara.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila vel­ferð­ar­sviði af­not af hús­næði Brú­ar­lands fyr­ir fé­lags­st­arf eldri borg­ara í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    ***
    Bók­un D lista:
    Það er sér­stak­lega ánægju­legt að til­laga full­trúa D lista um færslu fé­lags­starfs eldri borg­ara í Mos­fells­bæ í Brú­ar­land skuli hafa ver­ið sam­þykkt í bæj­ar­ráði. Flutn­ing­ur­inn gef­ur tæki­færi til að efla og þróa starf­ið enn frek­ar og fjölga þeim sem geta not­ið þjón­ust­unn­ar. Við hvetj­um öll sem ekki taka þátt í starf­inu nú þeg­ar að kynna sér hvað er í boði, því flest ættu að geta fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi. Til­lag­an ger­ir einn­ig ráð fyr­ir að hús­næð­ið verði nýtt fyr­ir aðra hópa til ým­issa tóm­stunda og fé­lags­starfa í Mos­fells­bæ um helg­ar og á kvöld­in. Við hlökk­um til að sjá Brú­ar­land verða að lif­andi tóm­stunda­húsi fyr­ir alla ald­urs­hópa í Mos­fells­bæ.

    ***
    Fund­ar­hlé hófst kl. 08:20. Fund­ur hófst aft­ur kl. 08:30.

    Gestir
    • Kristbjörg Hjaltadóttir, staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs
    • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
    • 5. Brú­ar­land - end­ur­bæt­ur202401268

     Tillaga um endurbætur á Brúarlandi lagðar fram til afgreiðslu.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila eigna­sjóði að fara í fram­kvæmd­ir í Brú­ar­landi í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

     Gestir
     • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
     • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
     • Kristbjörg Hjaltadóttir, staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs
     • 6. Reykja­kot - end­ur­bæt­ur202308506

      Óskað er heimildar til að endurbyggja tengibyggingu í leikskólanum Reykjakoti í tengslum við endurnýjun eldhússtofu.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila end­ur­nýj­un á tengi­bygg­ingu við leik­skól­ann Reykja­kot í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu. Fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­sviði er fal­ið að gera við­auka við fjár­hags­áætlun til að mæta kostn­aði við fram­kvæmd­ina.

      Gestir
      • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
      • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • 7. Út­boð á hirðu úr­gangs við heim­ili í Mos­fells­bæ202312352

       Óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á hirðu úrgangs við heimili í Mosfellsbæ í samvinnu við Garðabæ.

       Fyr­ir­hug­að út­boð Mos­fells­bæj­ar og Garða­bæj­ar á hirðu úr­gangs frá heim­il­um kynnt. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila út­boð­ið í sam­vinnu við Garða­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

       Gestir
       • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
       • Dóra Lind Pálmarsdóttir, leiðtogi umhverfis og framkvæmda
       • 8. Um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­ins áfeng­is­leyf­is - Árs­há­tíð Mos­fells­bæj­ar202402414

        Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna árshátíðar starfsmanna Mosfellsbæjar í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 9. mars nk.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við veit­ingu tíma­bund­ins tæki­færis­leyf­is vegna árs­há­tíð­ar starfs­manna Mos­fells­bæj­ar þann 9. mars 2024 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

        • 9. Styrk­beiðni frá Bjark­ar­hlíð202402444

         Erindi frá Bjarkarhlíð þar sem óskað er eftir fjárhagsstyrk.

         Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til vel­ferð­ar­nefnd­ar sem fer með út­hlut­un styrkja til vel­ferð­ar­mála.

         • 10. Drög að borg­ar­stefnu í sam­ráðs­gátt202402446

          Erindi frá innviðaráðneytinu þar sem vakin er athygli á að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 22. mars nk.

          Lagt fram.

         Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05