29. febrúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um viðræður við Mosfellsbæ um kaup á landspildu í Mosfellsdal202311533
Erindi frá Hekla Adventures ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum við Mosfellsbær um kaup á landspildu í Mosfellsdal. Máli frestað á síðasta fundi.
Bæjarráð synjar ósk um kaup á landspildu.
2. Kæra vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar um álagningu dagsekta202402305
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa um álagningu dagsekta vegna lausafjár á lóðinni Bröttuhlíð 16-22. Máli frestað á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.
3. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks202208758
Tillaga um framlengingu á samningi um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja samning um samræmda móttöku flóttafólks í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Kristbjörg Hjaltadóttir, staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs
4. Afnot velferðarsviðs af Brúarlandi fyrir félagsstarf eldri borgara202310598
Tillaga um að velferðarsvið fái afnot af Brúarlandi fyrir félagsstarf eldri borgara.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila velferðarsviði afnot af húsnæði Brúarlands fyrir félagsstarf eldri borgara í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
***
Bókun D lista:
Það er sérstaklega ánægjulegt að tillaga fulltrúa D lista um færslu félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ í Brúarland skuli hafa verið samþykkt í bæjarráði. Flutningurinn gefur tækifæri til að efla og þróa starfið enn frekar og fjölga þeim sem geta notið þjónustunnar. Við hvetjum öll sem ekki taka þátt í starfinu nú þegar að kynna sér hvað er í boði, því flest ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að húsnæðið verði nýtt fyrir aðra hópa til ýmissa tómstunda og félagsstarfa í Mosfellsbæ um helgar og á kvöldin. Við hlökkum til að sjá Brúarland verða að lifandi tómstundahúsi fyrir alla aldurshópa í Mosfellsbæ.***
Fundarhlé hófst kl. 08:20. Fundur hófst aftur kl. 08:30.Gestir
- Kristbjörg Hjaltadóttir, staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
5. Brúarland - endurbætur202401268
Tillaga um endurbætur á Brúarlandi lagðar fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila eignasjóði að fara í framkvæmdir í Brúarlandi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristbjörg Hjaltadóttir, staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs
6. Reykjakot - endurbætur202308506
Óskað er heimildar til að endurbyggja tengibyggingu í leikskólanum Reykjakoti í tengslum við endurnýjun eldhússtofu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila endurnýjun á tengibyggingu við leikskólann Reykjakot í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Fjármála- og áhættustýringasviði er falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta kostnaði við framkvæmdina.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
7. Útboð á hirðu úrgangs við heimili í Mosfellsbæ202312352
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á hirðu úrgangs við heimili í Mosfellsbæ í samvinnu við Garðabæ.
Fyrirhugað útboð Mosfellsbæjar og Garðabæjar á hirðu úrgangs frá heimilum kynnt. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboðið í samvinnu við Garðabæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Dóra Lind Pálmarsdóttir, leiðtogi umhverfis og framkvæmda
8. Umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis - Árshátíð Mosfellsbæjar202402414
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna árshátíðar starfsmanna Mosfellsbæjar í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 9. mars nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins tækifærisleyfis vegna árshátíðar starfsmanna Mosfellsbæjar þann 9. mars 2024 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
9. Styrkbeiðni frá Bjarkarhlíð202402444
Erindi frá Bjarkarhlíð þar sem óskað er eftir fjárhagsstyrk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til velferðarnefndar sem fer með úthlutun styrkja til velferðarmála.
10. Drög að borgarstefnu í samráðsgátt202402446
Erindi frá innviðaráðneytinu þar sem vakin er athygli á að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 22. mars nk.
Lagt fram.