9. mars 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks202208758
Tillaga framkvæmdastjóra velferðarsviðs um að ganga til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks sem feli í sér að Mosfellsbær taki á móti allt að 80 flóttamönnum á árinu 2023.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar eru hlynntir móttöku flóttafólks, en því fylgir mikil ábyrgð og mikilvægt að innviðir sveitarfélagsins ráði við verkefnið.Fulltrúar D-lista lýsa yfir áhyggjum yfir því hvort stjórnsýsla, stofnanir og innviðir bæjarins séu í stakk búnir til að taka við 80 manns á árinu 2023.
Sérstaklega er bent á að húsnæðismál verða mjög krefjandi auk þess sem sá fjölþætti stuðningur sem fylgir verkefninu mun auka mjög á álag starfsmanna og stofnana sem er ærið fyrir og hefur aukist eftir heimsfaraldur.
Einnig er bent á að sá mannafli og fjármagn sem reiknað er með í verkefnið liggur ekki fyrir.
Einnig þarf að skýra betur í fyrirliggjandi samningsdrögum milli Mosfellsbæjar og ríkisins hvernig ríkið ætlar að útvega húsnæði fyrir flóttafólkið ef það tekst ekki hjá Mosfellsbæ eins og kveðið er á um í samningsdrögunum.
Fulltrúar D lista í bæjarráði hafa kallað eftir upplýsingum um fyrirhugaðan kostnað við verkefnið þar sem það liggur fyrir að það fjármagn sem kemur frá ríkinu í verkefnið dugir skammt fyrir kostnaði.Það er því mikilvægt að tryggja starfsfólki skóla, leikskóla og stofnana bæjarins nægan stuðning, mannafla, tæki, tól og fjármagn til að takast á við þetta mikilvæga verkefni af fagmennsku.
Bókun B, C og S lista:
Bæjarfulltrúar B, S og C lista þakka starfsfólki fyrir ítarlega og vandaða vinnu við undirbúning samnings um samræmda móttöku flóttafólks.Verkefnið er vel undirbúið og samráð var haft við forsvarsmenn stofnana sem munu leiða vinnu við móttöku fólksins.
Eins og kunnugt er þá kemur mikill fjöldi flóttamanna til landsins í dag og hefur ríkið kallað eftir samstarfi við sveitarfélög landsins svo unnt sé að tryggja farsæla móttöku þess.
Flóttafólk kemur til Mosfellsbæjar hvort sem við erum með samning eða ekki. Með því að taka þátt í verkefninu er því tryggt að við fáum fjármagn til að standa undir kostnaði.
Það er samfélagsleg ábyrgð Mosfellsbæjar að taka þátt í þessu sameiginlega verkefni ríkisstjórnar Íslands og sveitarfélaganna.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
2. Næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu202302556
Opið bréf Röskvu til sveitarfélaga um akstur næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að kanna kostnað við erindið.
3. Tillaga varðandi rekstur tjaldstæðis í Mosfellsbæ202303037
Tillaga D lista um að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um að taka að sér rekstur tjaldsvæðis í Mosfellsbæ.
Tillagan var felld með þremur atkvæðum B, C og S lista. Fulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni.
***
Bókun B, C og S lista:
Tjaldsvæðinu við Kvíslarskóla var lokað vegna framkvæmda við skólann. Tjaldsvæðinu var komið þar fyrir til bráðabirgða árið 2011. Fulltrúar B, S og C lista telja ekki skynsamlegt að koma aftur upp bráðabirgðatjaldsvæði annars staðar innan bæjarmarkanna, með tilheyrandi kostnaði, en gert er ráð fyrir tjaldsvæði innan Ævintýragarðsins samkvæmt deiliskipulagi. Bent er á að einkarekið tjaldsvæði er í Mosfellsdal svo þeir gestir sem nátta vilja í Mosfellsbæ hafa þann valkost.4. Skólastjóri Krikaskóla202303023
Lagt er til að bæjarráð heimili að staða skólastjóra Krikaskóla verði auglýst.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að staða skólastjóra Krikaskóla verði auglýst í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
5. Varmárvellir endurnýjun gervigrass neðri vallar - nýframkvæmdir202212211
Lagt er til að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur á grundvelli tilboða þeirra.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Lægstbjóðendur í báða hluta útboðsins eru Metatron ehf. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
6. Oak House, Hamrabrekkum 1 umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.202302167
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar Oak House um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili, að Hamrabrekkum 1.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II við Hamrabrekkur 1, m.a. með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa.
7. Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna synjunar á efnistöku í Hrossadal202302647
Kærð er annars vegar synjun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar á efnistöku í Hrossadal og hins vegar ákvörðun um að í frumdrögum nýs aðalskipulags verði ekki efnis- og námuvinnslusvæði í Hrossadal.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.
8. Fjölgun NPA samninga á árinu 2023202303153
Bréf félagsmálaráðuneytis vegna væntanlegrar fjölgunar NPA samninga lagt fram.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir vonbrigðum með að innleiðing notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) sé að tefjast hjá ríkinu vegna tafa á setningu verklagsreglna. Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir bókun stjórnar SSH á 553. fundi þann 6. mars 2023.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
9. Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf202303009
Frá nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf. Umsóknarfrestur er til 14. mars nk.
Lagt fram.