Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. mars 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Sam­komulag um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks202208758

  Tillaga framkvæmdastjóra velferðarsviðs um að ganga til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­komulag við fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks sem feli í sér að Mos­fells­bær taki á móti allt að 80 flótta­mönn­um á ár­inu 2023.

  ***
  Bók­un D lista:
  Full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar eru hlynnt­ir mót­töku flótta­fólks, en því fylg­ir mik­il ábyrgð og mik­il­vægt að inn­við­ir sveit­ar­fé­lags­ins ráði við verk­efn­ið.

  Full­trú­ar D-lista lýsa yfir áhyggj­um yfir því hvort stjórn­sýsla, stofn­an­ir og inn­við­ir bæj­ar­ins séu í stakk bún­ir til að taka við 80 manns á ár­inu 2023.

  Sér­stak­lega er bent á að hús­næð­is­mál verða mjög krefj­andi auk þess sem sá fjöl­þætti stuðn­ing­ur sem fylg­ir verk­efn­inu mun auka mjög á álag starfs­manna og stofn­ana sem er ærið fyr­ir og hef­ur auk­ist eft­ir heims­far­ald­ur.

  Einn­ig er bent á að sá mannafli og fjár­magn sem reikn­að er með í verk­efn­ið ligg­ur ekki fyr­ir.

  Einn­ig þarf að skýra bet­ur í fyr­ir­liggj­andi samn­ings­drög­um milli Mos­fells­bæj­ar og rík­is­ins hvern­ig rík­ið ætl­ar að út­vega hús­næði fyr­ir flótta­fólk­ið ef það tekst ekki hjá Mos­fells­bæ eins og kveð­ið er á um í samn­ings­drög­un­um.

  Full­trú­ar D lista í bæj­ar­ráði hafa kallað eft­ir upp­lýs­ing­um um fyr­ir­hug­að­an kostn­að við verk­efn­ið þar sem það ligg­ur fyr­ir að það fjár­magn sem kem­ur frá rík­inu í verk­efn­ið dug­ir skammt fyr­ir kostn­aði.

  Það er því mik­il­vægt að tryggja starfs­fólki skóla, leik­skóla og stofn­ana bæj­ar­ins næg­an stuðn­ing, mannafla, tæki, tól og fjár­magn til að takast á við þetta mik­il­væga verk­efni af fag­mennsku.

  Bók­un B, C og S lista:
  Bæj­ar­full­trú­ar B, S og C lista þakka starfs­fólki fyr­ir ít­ar­lega og vand­aða vinnu við und­ir­bún­ing samn­ings um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks.

  Verk­efn­ið er vel und­ir­bú­ið og sam­ráð var haft við for­svars­menn stofn­ana sem munu leiða vinnu við mót­töku fólks­ins.

  Eins og kunn­ugt er þá kem­ur mik­ill fjöldi flótta­manna til lands­ins í dag og hef­ur rík­ið kallað eft­ir sam­starfi við sveit­ar­fé­lög lands­ins svo unnt sé að tryggja far­sæla mót­töku þess.

  Flótta­fólk kem­ur til Mos­fells­bæj­ar hvort sem við erum með samn­ing eða ekki. Með því að taka þátt í verk­efn­inu er því tryggt að við fáum fjár­magn til að standa und­ir kostn­aði.

  Það er sam­fé­lags­leg ábyrgð Mos­fells­bæj­ar að taka þátt í þessu sam­eig­in­lega verk­efni rík­is­stjórn­ar Ís­lands og sveit­ar­fé­lag­anna.

  Gestir
  • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
 • 2. Næt­ur­strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202302556

  Opið bréf Röskvu til sveitarfélaga um akstur næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að kanna kostn­að við er­ind­ið.

 • 3. Til­laga varð­andi rekst­ur tjald­stæð­is í Mos­fells­bæ202303037

  Tillaga D lista um að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um að taka að sér rekstur tjaldsvæðis í Mosfellsbæ.

  Til­lag­an var felld með þrem­ur at­kvæð­um B, C og S lista. Full­trú­ar D lista greiddu at­kvæði með til­lög­unni.

  ***
  Bók­un B, C og S lista:
  Tjald­svæð­inu við Kvísl­ar­skóla var lokað vegna fram­kvæmda við skól­ann. Tjald­svæð­inu var kom­ið þar fyr­ir til bráða­birgða árið 2011. Full­trú­ar B, S og C lista telja ekki skyn­sam­legt að koma aft­ur upp bráða­birgða­tjald­svæði ann­ars stað­ar inn­an bæj­ar­mark­anna, með til­heyr­andi kostn­aði, en gert er ráð fyr­ir tjald­svæði inn­an Æv­in­týra­garðs­ins sam­kvæmt deili­skipu­lagi. Bent er á að einka­rek­ið tjald­svæði er í Mos­fells­dal svo þeir gest­ir sem nátta vilja í Mos­fells­bæ hafa þann val­kost.

 • 4. Skóla­stjóri Krika­skóla202303023

  Lagt er til að bæjarráð heimili að staða skólastjóra Krikaskóla verði auglýst.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að staða skóla­stjóra Krika­skóla verði aug­lýst í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

  • 5. Varmár­vell­ir end­ur­nýj­un gervi­grass neðri vall­ar - ný­fram­kvæmd­ir202212211

   Lagt er til að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur á grundvelli tilboða þeirra.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­end­ur í kjöl­far út­boðs að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

   Lægst­bjóð­end­ur í báða hluta út­boðs­ins eru Metatron ehf. Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 10 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

   Gestir
   • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
   • 6. Oak House, Hamra­brekk­um 1 um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is.202302167

    Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar Oak House um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili, að Hamrabrekkum 1.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um rekstr­ar­leyfi fyr­ir gisti­stað í flokki II við Hamra­brekk­ur 1, m.a. með vís­an til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa.

   • 7. Kæra til úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála vegna synj­un­ar á efnis­töku í Hrossa­dal202302647

    Kærð er annars vegar synjun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar á efnistöku í Hrossadal og hins vegar ákvörðun um að í frumdrögum nýs aðalskipulags verði ekki efnis- og námuvinnslusvæði í Hrossadal.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að fara með hags­muni Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

    • 8. Fjölg­un NPA samn­inga á ár­inu 2023202303153

     Bréf félagsmálaráðuneytis vegna væntanlegrar fjölgunar NPA samninga lagt fram.

     Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir von­brigð­um með að inn­leið­ing not­end­a­stýrð­ar per­sónu­legr­ar að­stoð­ar (NPA) sé að tefjast hjá rík­inu vegna tafa á setn­ingu verklags­reglna. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir bók­un stjórn­ar SSH á 553. fundi þann 6. mars 2023.

     Gestir
     • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
    • 9. Til­laga til þings­álykt­un­ar um inn­leið­ingu lýð­heil­sum­ats í ís­lenska lög­gjöf202303009

     Frá nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf. Umsóknarfrestur er til 14. mars nk.

     Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:04