13. október 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga202206013
Sameiginleg áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara varðandi álagningu fasteignagjalda. Frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Bókun D lista:
Bæjarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins vísa í tillögu sína frá því fyrr á þessu kjörtímabili um að fasteignagjöld verði ekki hækkuð umfram vísitölu.
Þetta hefur verið gert umdanfarin ár í tíð fyrri meirihluta til að sporna við miklum hækkunum á fasteignagjöldum.Einnig er í samþykktum Mosfellsbæjar ákvæði um afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara og eru þeir afslættir tekjutengdir.
Bókun B, C og S lista:
Í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar er kveðið á um að álagningarprósentur fasteignagjalda skuli lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Ákvörðun um álagningarprósentu verður tekin við gerð fjárhagsáætlunar.2. Græni stígurinn - ályktun samþykkt á aðalfundi 2022202209405
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn. Frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
3. Sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar- ályktun aðalfundar202209430
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 er varðar skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar. Frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
4. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks202208758
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að vinna áfram að málinu í samstarfi við ráðuneytið og eftir atvikum önnur sveitarfélög.
Bókun bæjarráðs Mosfellsbæjar:
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur fullan vilja til að taka þátt samningnum um samræmda móttöku flóttafólks. Mosfellsbær hefur tvívegis áður tekið þátt í slíkum verkefnum með góðum árangri. Eins og fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði þarf að huga frekar að tveimur þáttum varðandi samninginn svo sveitarfélagið geti tekið þátt og sinnt verkefninu með sóma. Annars vegar þarf að koma til sérstakur stuðningur vegna skólagöngu barna og hins vegar þarf að endurskoða húsnæðisþáttinn.5. Starfshópur um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ202210231
Tillaga um skipan starfshóps sem falið verði að móta tillögur og aðgerðaráætlun til næstu fimm ára um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ í samræmi við tillögu að erindisbréfi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að skipa starfshóp í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf, bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að skipan starfshópsins verði með eftirfarandi hætti: Aldís Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi B lista sem verði formaður, Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi C lista og Dagný Kristinsdóttir bæjarfulltrúi L lista. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun D lista:
Leikskólamál í Mosfellsbæ eru með þeim bestu á landinu og langflest 12 mánaða börn fá dagvistunarúrræði í Mosfellsbæ.
Undanfarin ár hefur verið unnin góð vinna innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar að tryggja næg pláss á leikskólum Mosfellsbæjar og hefur ungbarnaplássum verið fjölgað mikið til að tryggja eins og kostur er að öll börn frá 12 mánaða aldri fái dagvistunar úrræði.Þessi vandaða vinna hefur skilað mjög góðum árangri. Mótaðar hafa verið tillögur og unnið eftir aðgerðaáætlun um uppbyggingu leikskóla í bæjarfélaginu með tilliti til fjölgun barna, breytingar gerðar á núverandi leikskólahúsnæði til þess að koma fyrir ungbarnadeildum og í bígerð er bygging 150 barna leikskóla í Helgafellshverfi.
Það er því engin ástæða að mati bæjarráðsfulltrúa D-lista að stofnastarfshóp um leikskólamál því þau eru nú þegar í föstu og góðu ferli í formi samstarfs starfsmanna sveitarfélagsins, fagaðila, starfsmanna leikskóla og kjörinna fulltrúa.
Bæjarráðsfulltrúar D-lista afþakka því setu í þessum starfshópi og skora á nýjan meirihluta að tefja ekki frekar uppbyggingu á nýjum leikskóla í Helgafelli heldur bjóða út verkið eins fljótt og auðið er eins og til stóð í byrjun sumars.
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti B, S og C lista tekur undir að staðan í leikskólamálum Mosfellsbæjar er með því besta sem gerist og viljum við því tryggja að svo verði áfram til framtíðar.Með stofnun starfshópsins er verið að sameina á einn stað þá vinnu sem hefur átt sér stað og er markmiðið að vinna hratt og vel úr öllum fyrirliggjandi upplýsingum þannig að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um uppbyggingu leikskólaplássa í Mosfellsbæ.
Sú staðreynd að uppbygging leikskólans í Helgafellshverfi stefnir að óbreyttu í að verða með dýrustu leikskólum landsins sýnir nauðsyn þess að staldrað sé við og málið skoðað frá öllum sjónarhornum.
6. Ósk um samþykki á ráðstöfun á jörðinni Selvangi202210096
Ósk um að Mosfellsbær heimili framsal á landinu Selvangi L196450.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila framsal lóðarinnar L196450 en áréttar að leiguréttindin eru sérstaks eðlis. Grundvallast réttindin á ákvæðum byggingarbréfs frá 9. maí 1973.
Samkvæmt 8. gr. byggingarbréfsins er landið eingöngu leigt til búrekstrar og öll önnur notkun landsins er því óheimil nema með samþykki sveitarfélagsins. Þá er einnig áréttað að samkvæmt sama ákvæði byggingarbréfsins er ábúanda hverju sinni óheimilt að ráðstafa landinu eða ábúðarrétti sínum nema með samþykki sveitarfélagsins, sbr. einnig 20. gr. ábúðarlaga nr. 80/2004.
7. Hótel Laxness viðbygging- ósk eftir úthlutun lóðar202210075
Erindi Hótel Laxness þar sem óskað er úthlutunar lóðar til austurs við núverandi lóð Hótel Laxnes.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og lögmanns.
8. Kæra til ÚUA varðandi ákvörðun um að beita ekki þvingunarúrræðum við Bergrúnargötu 9202210142
Kæra til ÚUA varðandi ákvörðun bygginarfulltrúa um að beita ekki þvingunarúrræða við Bergrúnargötu 9.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela lögmanni að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.
9. Beiðni Veitna varðandi lagningu lagna á lóðinni Háholt 9202210170
Erindi Veitna þar sem óskað er samþykki á lagningu lagna ásamt ídráttarrörum ásamt uppsetningu á nauðsynlegum búnaði/smádreifistöð á lóðinni Háholti 9.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
10. Varmárbakkar, Endurnýjun umsagnarbeiðni. Hestamannafélagið Hörður202209310
Umsagnar óskað vegna umsóknar Hestamannafélagsins Harðar á endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir samkomusal í fl. III.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi Hestamannafélagsins Harðar við Varmárbakka, m.a. með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa.
11. Ungmennaráð og þátttaka barna í starfi sveitarfélaga202209531
Erindi UNICEF á Íslandi varðandi ungmennaráð og þátttöku barna í starfi sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar ungmennaráðs og umfjöllunar starfshóps um barnvæn sveitarfélög. Jafnframt er framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviði falið að upplýsa bréfritara um að samkvæmt samþykktum Mosfellsbæjar skipi bæjarstjórn ungmennaráð níu aðalmanna og jafnmargra til vara sem tilnefndir eru af eldri deildum grunnskólanna og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.
12. Frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum - beiðni um umsögn202210064
Frá nefndarsviði Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum, 144. mál.
Lagt fram.
13. Þjóðgarðar og önnur lýst friðsvæði - lykilþættir. Boð um þátttöku í samráði.202210208
Frá umhverfis, orku og loftslagsráðuneyti kynnt til samráðs mál 188/2022 "Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir".
Lagt fram.