Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. október 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Áskor­un stjórn­ar Fé­lags at­vinnu­rek­enda til sveit­ar­fé­laga202206013

    Sameiginleg áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara varðandi álagningu fasteignagjalda. Frestað frá síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­fjöll­un­ar við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2023.

    Bók­un D lista:
    Bæj­ar­ráðs­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins vísa í til­lögu sína frá því fyrr á þessu kjör­tíma­bili um að fast­eigna­gjöld verði ekki hækk­uð um­fram vísi­tölu.
    Þetta hef­ur ver­ið gert umd­an­farin ár í tíð fyrri meiri­hluta til að sporna við mikl­um hækk­un­um á fast­eigna­gjöld­um.

    Einn­ig er í sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar ákvæði um af­slætti á fast­eigna­gjöld­um til eldri borg­ara og eru þeir af­slætt­ir tekju­tengd­ir.


    Bók­un B, C og S lista:
    Í mál­efna­samn­ingi Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Við­reisn­ar er kveð­ið á um að álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda skuli lækk­að­ar til að koma til móts við hækk­un fast­eigna­mats. Ákvörð­un um álagn­ingar­pró­sentu verð­ur tekin við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

  • 2. Græni stíg­ur­inn - álykt­un sam­þykkt á að­al­fundi 2022202209405

    Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn. Frestað frá síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­fjöll­un­ar í skipu­lags­nefnd og um­hverf­is­nefnd.

    • 3. Sveit­ar­fé­lög, skipu­lags­áætlan­ir og fram­kvæmda­leyfi til skóg­rækt­ar- álykt­un að­al­fund­ar202209430

      Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 er varðar skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar. Frestað frá síðasta fundi.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­fjöll­un­ar í skipu­lags­nefnd.

      • 4. Sam­komulag um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks202208758

        Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að vinna áfram að mál­inu í sam­starfi við ráðu­neyt­ið og eft­ir at­vik­um önn­ur sveit­ar­fé­lög.

        Bók­un bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar:
        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur full­an vilja til að taka þátt samn­ingn­um um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks. Mos­fells­bær hef­ur tví­veg­is áður tek­ið þátt í slík­um verk­efn­um með góð­um ár­angri. Eins og fram kem­ur í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði þarf að huga frek­ar að tveim­ur þátt­um varð­andi samn­ing­inn svo sveit­ar­fé­lag­ið geti tek­ið þátt og sinnt verk­efn­inu með sóma. Ann­ars veg­ar þarf að koma til sér­stak­ur stuðn­ing­ur vegna skóla­göngu barna og hins veg­ar þarf að end­ur­skoða hús­næð­is­þátt­inn.

      • 5. Starfs­hóp­ur um upp­bygg­ingu leik­skóla í Mos­fells­bæ202210231

        Tillaga um skipan starfshóps sem falið verði að móta tillögur og aðgerðaráætlun til næstu fimm ára um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ í samræmi við tillögu að erindisbréfi.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að skipa starfs­hóp í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi er­ind­is­bréf, bæj­ar­full­trú­ar D lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að skip­an starfs­hóps­ins verði með eft­ir­far­andi hætti: Aldís Stef­áns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi B lista sem verði formað­ur, Lovísa Jóns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi C lista og Dagný Krist­ins­dótt­ir bæj­ar­full­trúi L lista. Bæj­ar­full­trú­ar D lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

        Bók­un D lista:
        Leik­skóla­mál í Mos­fells­bæ eru með þeim bestu á land­inu og lang­flest 12 mán­aða börn fá dag­vist­unar­úr­ræði í Mos­fells­bæ.

        Und­an­farin ár hef­ur ver­ið unn­in góð vinna inn­an stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar að tryggja næg pláss á leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar og hef­ur ung­barnapláss­um ver­ið fjölgað mik­ið til að tryggja eins og kost­ur er að öll börn frá 12 mán­aða aldri fái dag­vist­un­ar úr­ræði.

        Þessi vand­aða vinna hef­ur skilað mjög góð­um ár­angri. Mót­að­ar hafa ver­ið til­lög­ur og unn­ið eft­ir að­gerða­áætlun um upp­bygg­ingu leik­skóla í bæj­ar­fé­lag­inu með til­liti til fjölg­un barna, breyt­ing­ar gerð­ar á nú­ver­andi leik­skóla­hús­næði til þess að koma fyr­ir ung­barna­deild­um og í bíg­erð er bygg­ing 150 barna leik­skóla í Helga­fells­hverfi.

        Það er því eng­in ástæða að mati bæj­ar­ráðs­full­trúa D-lista að stofn­a­starfs­hóp um leik­skóla­mál því þau eru nú þeg­ar í föstu og góðu ferli í formi sam­starfs starfs­manna sveit­ar­fé­lags­ins, fag­að­ila, starfs­manna leik­skóla og kjör­inna full­trúa.

        Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar D-lista af­þakka því setu í þess­um starfs­hópi og skora á nýj­an meiri­hluta að tefja ekki frek­ar upp­bygg­ingu á nýj­um leik­skóla í Helga­felli held­ur bjóða út verk­ið eins fljótt og auð­ið er eins og til stóð í byrj­un sum­ars.

        Bók­un B, C og S lista:
        Meiri­hluti B, S og C lista tek­ur und­ir að stað­an í leik­skóla­mál­um Mos­fells­bæj­ar er með því besta sem ger­ist og vilj­um við því tryggja að svo verði áfram til fram­tíð­ar.

        Með stofn­un starfs­hóps­ins er ver­ið að sam­eina á einn stað þá vinnu sem hef­ur átt sér stað og er mark­mið­ið að vinna hratt og vel úr öll­um fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­um þann­ig að hægt sé að taka upp­lýsta ákvörð­un um upp­bygg­ingu leik­skóla­plássa í Mos­fells­bæ.

        Sú stað­reynd að upp­bygg­ing leik­skól­ans í Helga­fells­hverfi stefn­ir að óbreyttu í að verða með dýr­ustu leik­skól­um lands­ins sýn­ir nauð­syn þess að staldrað sé við og mál­ið skoð­að frá öll­um sjón­ar­horn­um.

      • 6. Ósk um sam­þykki á ráð­stöf­un á jörð­inni Selvangi202210096

        Ósk um að Mosfellsbær heimili framsal á landinu Selvangi L196450.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila framsal lóð­ar­inn­ar L196450 en árétt­ar að leigu­rétt­ind­in eru sér­staks eðl­is. Grund­vallast rétt­ind­in á ákvæð­um bygg­ing­ar­bréfs frá 9. maí 1973.

        Sam­kvæmt 8. gr. bygg­ing­ar­bréfs­ins er land­ið ein­göngu leigt til búrekstr­ar og öll önn­ur notk­un lands­ins er því óheim­il nema með sam­þykki sveit­ar­fé­lags­ins. Þá er einn­ig áréttað að sam­kvæmt sama ákvæði bygg­ing­ar­bréfs­ins er ábú­anda hverju sinni óheim­ilt að ráð­stafa land­inu eða ábúð­ar­rétti sín­um nema með sam­þykki sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. einn­ig 20. gr. ábúð­ar­laga nr. 80/2004.

        • 7. Hót­el Lax­ness við­bygg­ing- ósk eft­ir út­hlut­un lóð­ar202210075

          Erindi Hótel Laxness þar sem óskað er úthlutunar lóðar til austurs við núverandi lóð Hótel Laxnes.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og lög­manns.

        • 8. Kæra til ÚUA varð­andi ákvörð­un um að beita ekki þving­unar­úr­ræð­um við Bergrún­ar­götu 9202210142

          Kæra til ÚUA varðandi ákvörðun bygginarfulltrúa um að beita ekki þvingunarúrræða við Bergrúnargötu 9.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela lög­manni að fara með hags­muni Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

          • 9. Beiðni Veitna varð­andi lagn­ingu lagna á lóð­inni Há­holt 9202210170

            Erindi Veitna þar sem óskað er samþykki á lagningu lagna ásamt ídráttarrörum ásamt uppsetningu á nauðsynlegum búnaði/smádreifistöð á lóðinni Háholti 9.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

            • 10. Varmár­bakk­ar, End­ur­nýj­un um­sagn­ar­beiðni. Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur202209310

              Umsagnar óskað vegna umsóknar Hestamannafélagsins Harðar á endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir samkomusal í fl. III.

              Bæj­ar­ráð ger­ir ekki at­huga­semd við end­ur­nýj­un á rekstr­ar­leyfi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar við Varmár­bakka, m.a. með vís­an til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa.

            • 11. Ung­mennaráð og þátttaka barna í starfi sveit­ar­fé­laga202209531

              Erindi UNICEF á Íslandi varðandi ungmennaráð og þátttöku barna í starfi sveitarfélaga.

              Bæj­ar­ráð vís­ar bréf­inu til kynn­ing­ar ung­menna­ráðs og um­fjöll­un­ar starfs­hóps um barn­væn sveit­ar­fé­lög. Jafn­framt er fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviði fal­ið að upp­lýsa bréf­rit­ara um að sam­kvæmt sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar skipi bæj­ar­stjórn ung­mennaráð níu að­al­manna og jafn­mar­gra til vara sem til­nefnd­ir eru af eldri deild­um grunn­skól­anna og Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ.

            • 12. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á skipu­lagslög­um - beiðni um um­sögn202210064

              Frá nefndarsviði Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum, 144. mál.

              Lagt fram.

            • 13. Þjóð­garð­ar og önn­ur lýst frið­svæði - lyk­il­þætt­ir. Boð um þátt­töku í sam­ráði.202210208

              Frá umhverfis, orku og loftslagsráðuneyti kynnt til samráðs mál 188/2022 "Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir".

              Lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:58