Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. mars 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
 • Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) vara áheyrnarfulltrúi
 • Sigurbjörg Fjölnisdóttir
 • Kristbjörg Hjaltadóttir

Fundargerð ritaði

Kristbjörg Hjaltadóttir Stjórnandi félagsþjónustu


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2023-2026202302464

  Drög að uppfærðri jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 kynnt fyrir velferðarnefnd.

  Jafn­rétt­is­full­trúi Mos­fells­bæj­ar kom og kynnti drög að upp­færðri jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2023-2026. Unn­ið verð­ur áfram að end­ur­skoð­un­inni og stefnt að því að ljúka end­ur­skoð­un í apríl 2023.

  Gestir
  • Hanna Guðlaugsdóttir
  • 2. Breyt­ing­ar á regl­um um NPA 2023202303782

   Breyting á reglum um NPA lögð fyrir til samþykktar til samræmis við úrskurð úrskurðanefndar velferðarmála frá 25. nóvember 2022.

   Breyt­ing­ar á regl­um um NPA sam­þykkt­ar með fimm at­kvæð­um.

  • 3. Styrk­beiðn­ir á sviði fé­lags­þjón­ustu 2023202210119

   Tillaga um úthlutun styrkja ársins 2023 lögð fram. Afgreiðsla velferðarnefndar eins og einstök mál nr. 3-6 bera með sér.

   Frestað vegna tíma­skorts.

   • 4. Um­sókn um styrk vegna verk­efn­is­ins Sam­vera og súpa202210181

    Umsókn Samveru og súpu um rekstrarstyrk fyrir árið 2023 lögð fram til samþykktar.

    Frestað vegna tíma­skorts.

   • 5. Beiðni um styrk202210518

    Umsókn Félags heyrnarlausra um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli lögð fram til samþykktar.

    Frestað vegna tíma­skorts.

   • 6. Kvenna­at­hvarf - um­sókn um rekstr­ar­styrk 2023202211277

    Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2023 lögð fram til samþykktar.

    Frestað vegna tíma­skorts.

   • 7. Um­sókn um styrk - jóla­söfn­un FÍ202210535

    Umsókn Fjölskylduhjálpar um styrk lögð fram til samþykktar.

    Frestað vegna tíma­skorts.

   • 8. Fjölg­un NPA samn­inga á ár­inu 2023202303153

    Bréf félags- og vinnumarkaðsráðuneytis vegna væntanlegrar fjölgunar NPA samninga lagt fram til umræðu. Mál tekið fyrir á fundi bæjarráðs 9. mars 2023.

    Vel­ferð­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar lýs­ir von­brigð­um sín­um yfir því að taf­ir við setn­ingu verklags­reglna á veg­um fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins valdi því að inn­leið­ing not­end­a­stýrðr­ar per­sónu­legr­ar að­stoð­ar (NPA) tefj­ist hjá rík­inu. Vel­ferð­ar­nefnd tek­ur und­ir bók­un stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá 6. mars síð­ast­liðn­um þar sem seg­ir m.a. „Stjórn SSH hvet­ur ráðu­neyt­ið til að ljúka gerð um­ræddra verklags­reglna sem allra fyrst til að eyða óvissu í mála­flokkn­um og ít­rek­ar nauð­syn þess að rík­ið standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um þátt­töku í nýj­um samn­ing­um um NPA.“

   • 9. Hús­næð­isáætlun 2023202303567

    Drög að húsnæðisáætlun 2023 lögð fyrir til kynningar og umræðu.

    Hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2023 sem hér er kynnt bygg­ir á þeirri stöðu og þeim áætl­un­um sem nú eru í gildi. Vel­ferð­ar­nefnd legg­ur áherslu á að sér­stak­lega verði skoð­að að fjölga fé­lags­leg­um leigu­íbúð­um í eigu sveit­ar­fé­lags­ins enn hrað­ar en kem­ur fram í þess­ari áætlun og að gert verði ráð fyr­ir því í fjár­fest­ingaráætlun Mos­fells­bæj­ar. Einn­ig að vel­ferð­ar­sviði verði fal­ið það verk­efni að greina bú­setu­þörf fatl­aðs fólks með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir í Mos­fells­bæ til fram­tíð­ar svo móta megi stefnu um upp­bygg­ingu bú­setu­úr­ræða í takti við þörf á hverj­um tíma.
    Varð­andi leigu­íbúð­ir fyr­ir eldri borg­ara, væri æski­legt að fram kæmi hversu marg­ir þeirra sem eru á bið­lista eft­ir slík­um íbúð­um eigi lög­heim­ili í Mos­fells­bæ.

    • 10. Sam­komulag um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks- bók­un stjórn­ar202208758

     Samningur um samræmda móttöku flóttafólks kynntur fyrir velferðarnefnd.

     Vel­ferð­ar­nefnd fagn­ar því að Mos­fells­bær hafi und­ir­ritað sam­komulag um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks við fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið. Samn­ing­ur­inn er for­senda þess að ráðu­neyt­ið komi með fjár­fram­lög inn í mót­töku flótta­fólks. Flótta­fólk kem­ur til Mos­fells­bæj­ar hvort sem við erum með samn­ing um mót­töku eða ekki. Með því að taka þátt í verk­efn­inu er því tryggt að við fáum fjár­magn til að standa und­ir kostn­aði við að þjón­usta flótta­fólk sem flyt­ur í bæ­inn á mark­viss­an hátt með ráð­gjöf og stuðn­ingi til að tryggja far­sæla mót­töku þess.

    Fundargerðir til staðfestingar

    • 11. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2022-2026 - 1618202303025F

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.