22. febrúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2023202402382
Niðurstöður könnunar á þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.
Bæjarráð þakkar Ólafíu Dögg Ásgeirsdóttur skrifstofustjóra skrifstofu umbóta og þróunar fyrir kynningu á niðurstöðu könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga 2023. Mosfellsbær mælist í fyrsta sæti yfir þau bæjarfélög þar sem best er að búa. Mosfellsbær er yfir meðaltali sveitarfélaga í öllum málaflokkum nema einum. Heilt yfir mælist ánægja íbúa í sveitarfélögum lægri en á undanförnum árum og eru fjölmörg tækifæri til umbóta í þjónustunni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að niðurstöður könnunarinnar verði kynntar í fastanefndum sveitarfélagsins.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu umbóta og þróunar
2. Innri endurskoðun Mosfellsbæjar202402314
Tillaga um verkefni innri endurskoðunar á árinu 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum verkefni innri endurskoðunar á árinu 2024 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
3. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2023202310392
Tillaga um ráðstöfun ágóðahlutagreiðslu EBÍ.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um ráðstöfun ágóðahlutagreiðslu EBÍ. Bæjarfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun D lista:
Málefnið er gott og göfugt en ákvörðunin er ógagnsæ og er að okkar mati ekki í samræmi við jafnaðarreglur um úthlutanir styrkja á vegum Mosfellsbæjar.Bókun B, C og S lista:
Það fé sem hér er verið að úthluta er ekki hluti af styrktarfé Mosfellsbæjar sem ákvarðað er í fjárhagsáætlun hvers árs. Hér erum að ræða ráðstöfun fjármagns frá EBÍ sem mælst er til að nýtt sé til forvarna og samfélagslegra verkefna.Bæjarráð fól bæjarstjóra að finna verðug verkefni og meirihluti B, S og C lista lýsir ánægju með þau verkefni sem bæjarstjóri lagði til.
4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2024202401164
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 800.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2403_05.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
5. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks202208758
Tillaga um framlengingu á samningi um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Frestað vegna tímaskorts.
6. Ósk um viðræður við Mosfellsbæ um kaup á landspildu í Mosfellsdal202311533
Erindi frá Hekla Adventures ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum við Mosfellsbær um kaup á landspildu í Mosfellsdal.
Frestað vegna tímaskorts.
7. Hlégarður, Háholti 2 - umsagnarbeiðni vegna tímabundis tækifærisleyfis FMOS202402341
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna árshátíðar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í Hlégarði þann 7. mars nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um tímabundið tækifærisleyfi vegna árshátíðar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í Hlégarði þann 7. mars nk.
8. Kæra ÚUA vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar um álagningu dagsekta vegna lausafjár á lóðinni Bröttuhlíð 16-22202402305
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa um álagningu dagsekta vegna lausafjár á lóðinni Bröttuhlíð 16-22.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis202402302
Erindi frá Matvælaráðuneytinu þar sem skýrð eru sjónarmið ráðuneytisins varðandi regluverk um búfjárbeit.
Lagt fram.
10. Frumvarp til laga um breytingar á barnalögum202402294
Frá allsherjar- og menntamálanefnda Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á barnalögum. Umsagnarfrestur er til 27. febrúar nk.
Lagt fram.
11. Tillaga til þingsálykturnar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum202402354
Frá velferðarnefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Umsagnarfrestur er til 1. mars nk.
Lagt fram.