Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. febrúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2023202402382

    Niðurstöður könnunar á þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.

    Bæj­ar­ráð þakk­ar Ólafíu Dögg Ás­geirs­dótt­ur skrif­stofu­stjóra skrif­stofu um­bóta og þró­un­ar fyr­ir kynn­ingu á nið­ur­stöðu könn­un­ar Gallup á þjón­ustu sveit­ar­fé­laga 2023. Mos­fells­bær mæl­ist í fyrsta sæti yfir þau bæj­ar­fé­lög þar sem best er að búa. Mos­fells­bær er yfir með­al­tali sveit­ar­fé­laga í öll­um mála­flokk­um nema ein­um. Heilt yfir mæl­ist ánægja íbúa í sveit­ar­fé­lög­um lægri en á und­an­förn­um árum og eru fjöl­mörg tæki­færi til um­bóta í þjón­ust­unni.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar verði kynnt­ar í fasta­nefnd­um sveit­ar­fé­lags­ins.

    Gestir
    • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu umbóta og þróunar
  • 2. Innri end­ur­skoð­un Mos­fells­bæj­ar202402314

    Tillaga um verkefni innri endurskoðunar á árinu 2024.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um verk­efni innri end­ur­skoð­un­ar á ár­inu 2024 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    • 3. Ágóða­hluta­greiðsla EBÍ 2023202310392

      Tillaga um ráðstöfun ágóðahlutagreiðslu EBÍ.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um ráð­stöf­un ágóða­hluta­greiðslu EBÍ. Bæj­ar­full­trú­ar D lista sitja hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

      ***
      Bók­un D lista:
      Mál­efn­ið er gott og göf­ugt en ákvörð­un­in er ógagnsæ og er að okk­ar mati ekki í sam­ræmi við jafn­að­ar­regl­ur um út­hlut­an­ir styrkja á veg­um Mos­fells­bæj­ar.

      Bók­un B, C og S lista:
      Það fé sem hér er ver­ið að út­hluta er ekki hluti af styrktarfé Mos­fells­bæj­ar sem ákvarð­að er í fjár­hags­áætlun hvers árs. Hér erum að ræða ráð­stöf­un fjár­magns frá EBÍ sem mælst er til að nýtt sé til for­varna og sam­fé­lags­legra verk­efna.

      Bæj­ar­ráð fól bæj­ar­stjóra að finna verð­ug verk­efni og meiri­hluti B, S og C lista lýs­ir ánægju með þau verk­efni sem bæj­ar­stjóri lagði til.

    • 4. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2024202401164

      Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða lang­tíma­lán kr. 800.000.000, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2403_05.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

      Er lán­ið tek­ið til að fjár­magna fram­kvæmd­ir sveit­ar­fé­lags­ins og end­ur­fjármögn­un af­borg­ana eldri lána sem fel­ur í sér að vera verk­efni sem hef­ur al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

      Jafn­framt er Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

      Gestir
      • Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
    • 5. Sam­komulag um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks202208758

      Tillaga um framlengingu á samningi um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.

      Frestað vegna tíma­skorts.

      • 6. Ósk um við­ræð­ur við Mos­fells­bæ um kaup á land­spildu í Mos­fells­dal202311533

        Erindi frá Hekla Adventures ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum við Mosfellsbær um kaup á landspildu í Mosfellsdal.

        Frestað vegna tíma­skorts.

        • 7. Hlé­garð­ur, Há­holti 2 - um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­is tæki­færis­leyf­is FMOS202402341

          Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna árshátíðar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í Hlégarði þann 7. mars nk.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um tíma­bund­ið tæki­færis­leyfi vegna árs­há­tíð­ar Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ í Hlé­garði þann 7. mars nk.

        • 8. Kæra ÚUA vegna ákvörð­un­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar um álagn­ingu dag­sekta vegna lausa­fjár á lóð­inni Bröttu­hlíð 16-22202402305

          Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa um álagningu dagsekta vegna lausafjár á lóðinni Bröttuhlíð 16-22.

          Frestað vegna tíma­skorts.

          • 9. Reglu­verk um búfjár­beit - sjón­ar­mið mat­væla­ráðu­neyt­is202402302

            Erindi frá Matvælaráðuneytinu þar sem skýrð eru sjónarmið ráðuneytisins varðandi regluverk um búfjárbeit.

            Lagt fram.

          • 10. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á barna­lög­um202402294

            Frá allsherjar- og menntamálanefnda Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á barnalögum. Umsagnarfrestur er til 27. febrúar nk.

            Lagt fram.

          • 11. Til­laga til þings­álykt­urn­ar um bú­setu­ör­yggi í dval­ar- og hjúkr­un­ar­rým­um202402354

            Frá velferðarnefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Umsagnarfrestur er til 1. mars nk.

            Lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:12