30. maí 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úttekt á samræmdri móttöku flóttafólks202405325
Úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á samræmdri móttöku flóttafólks að beiðni félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins lögð fyrir og kynnt.
Skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála lögð fram og kynnt.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
2. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks202208758
Tillaga um framlengingu samnings um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja samning um samræmda móttöku flóttafólks í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
3. Varmárskóli - vesturálma - endurbætur202404244
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda vegna verðfyrirspurnar í endurgerð drens og sökkulveggja í vesturálmu Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Smeyginn ehf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2024202401164
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 800.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2403_20.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við leikskólann í Helgafellslandi. Lántaki ábyrgist gagnvart lánveitanda að ráðstafa láninu til framangreinds verkefnis.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
5. Endurskoðun hjá Mosfellsbæ202405362
Tillaga um að farið verði í útboð á endurskoðun fyrir Mosfellsbæ og stofnanir sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði að undirbúa útboð á endurskoðun Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
6. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir)- beiðni um umsögn202405288
Umbeðið minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs varðandi mat á fjárhagslegum áhrifum frumvarpsins lagt fram til kynningar.
Umbeðið minnisblað lagt fram og kynnt.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
7. Starfsumhverfi leikskóla202311239
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar.
Fundarhlé hófst kl. 08:40. Fundur hófst aftur kl. 08:46.
***
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögum um starfshætti leiksskóla til sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs til nánari útfærslu í samráði við fræðslunefnd m.a. í samræmi við umræður á fundinum. Að þeirri vinnu lokinni verði málið lagt að nýju fyrir bæjarráð.
Gestir
- Gunnhildur M. Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Þrúður Hjelm, leiðtogi málefna leikskóla
8. Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum202405020
Tillaga og greinargerð vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar vegna Íslandsmóts barna og unglinga í hestaíþróttum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að koma til móts við Hestamannafélagið Hörð vegna Íslandsmóts í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
9. Afnot af Tungubökkum fyrir fjölskylduhátíð202405406
Erindi frá Hönnu Símonardóttur þar sem óskað er eftir afnotum að Tungubökkum fyrir fjölskylduhátíð Palestínsks flóttafólks.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi erindi um afnot af Tungubökkum. Bæjarstjóra er falið að vinna að nánari útfærslu í samráði við bréfritara.
10. Skipulagsskrá sjálfseignarstofnunar Skálatúns - tillaga til breytinga202206678
Erindi frá Skálatúni, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, með tillögu að breytingun á skipulagsskrá sjálfseignarstofnunarinnar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breytingum á skipulagsskrá Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna.
11. Ósk Víghóls um göngustíga og göngubrýr í Mosfellsdal202405310
Erindi frá stjórn Víghóls, íbúasamtaka í Mosfellsdal, þar sem óskað er eftir göngustíg og göngubrú í Mosfellsdal.
Frestað vegna tímaskorts.
12. Tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030202405332
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030. Umsagnarfrestur er til 5. júní nk.
Lagt fram.
13. Hvítbók í málefnum innflytjenda - samráðsgátt stjórnvalda202405410
Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem vakin er athygli á því að hvítbók þar sem er að finna drög að stefnu í málefnum innflytjenda hafi verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til og með 21. júní nk.
Lagt fram.