Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. maí 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Út­tekt á sam­ræmdri mót­töku flótta­fólks202405325

  Úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á samræmdri móttöku flóttafólks að beiðni félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins lögð fyrir og kynnt.

  Skýrsla Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála lögð fram og kynnt.

  Gestir
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
 • 2. Sam­komulag um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks202208758

  Tillaga um framlengingu samnings um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fram­lengja samn­ing um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

  Gestir
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
 • 3. Varmár­skóli - vesturálma - end­ur­bæt­ur202404244

  Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda vegna verðfyrirspurnar í endurgerð drens og sökkulveggja í vesturálmu Varmárskóla.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Smeyg­inn ehf. í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

 • 4. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2024202401164

  Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða lang­tíma­lán kr. 800.000.000, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2403_20.

  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

  Er lán­ið tek­ið til að fjár­magna fram­kvæmd­ir við leik­skól­ann í Helga­fellslandi. Lántaki ábyrg­ist gagn­vart lán­veit­anda að ráð­stafa lán­inu til fram­an­greinds verk­efn­is.

  Jafn­framt er Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

  Gestir
  • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
 • 5. End­ur­skoð­un hjá Mos­fells­bæ202405362

  Tillaga um að farið verði í útboð á endurskoðun fyrir Mosfellsbæ og stofnanir sveitarfélagsins.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði að und­ir­búa út­boð á end­ur­skoð­un Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

  Gestir
  • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
 • 6. Frum­varp til laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga (gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir)- beiðni um um­sögn202405288

  Umbeðið minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs varðandi mat á fjárhagslegum áhrifum frumvarpsins lagt fram til kynningar.

  Um­beð­ið minn­is­blað lagt fram og kynnt.

  Gestir
  • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
  • 7. Starfs­um­hverfi leik­skóla202311239

   Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar.

   Fund­ar­hlé hófst kl. 08:40. Fund­ur hófst aft­ur kl. 08:46.

   ***

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa fyr­ir­liggj­andi til­lög­um um starfs­hætti leiks­skóla til sviðs­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs til nán­ari út­færslu í sam­ráði við fræðslu­nefnd m.a. í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um. Að þeirri vinnu lok­inni verði mál­ið lagt að nýju fyr­ir bæj­ar­ráð.

   Gestir
   • Gunnhildur M. Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
   • Þrúður Hjelm, leiðtogi málefna leikskóla
   • 8. Ís­lands­mót barna og ung­linga í hestaí­þrótt­um202405020

    Tillaga og greinargerð vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar vegna Íslandsmóts barna og unglinga í hestaíþróttum.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að koma til móts við Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð vegna Ís­lands­móts í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
    • 9. Af­not af Tungu­bökk­um fyr­ir fjöl­skyldu­há­tíð202405406

     Erindi frá Hönnu Símonardóttur þar sem óskað er eftir afnotum að Tungubökkum fyrir fjölskylduhátíð Palestínsks flóttafólks.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi er­indi um af­not af Tungu­bökk­um. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að vinna að nán­ari út­færslu í sam­ráði við bréf­rit­ara.

    • 10. Skipu­lags­skrá sjálf­seign­ar­stofn­un­ar Skála­túns - til­laga til breyt­inga202206678

     Erindi frá Skálatúni, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, með tillögu að breytingun á skipulagsskrá sjálfseignarstofnunarinnar.

     Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um til­lögu að breyt­ing­um á skipu­lags­skrá Skála­túns, sjálf­seign­ar­stofn­un­ar í þágu barna, ung­menna og fjöl­skyldna.

     • 11. Ósk Víg­hóls um göngu­stíga og göngu­brýr í Mos­fells­dal202405310

      Erindi frá stjórn Víghóls, íbúasamtaka í Mosfellsdal, þar sem óskað er eftir göngustíg og göngubrú í Mosfellsdal.

      Frestað vegna tíma­skorts.

     • 12. Til­laga til þings­álykt­un­ar um ferða­mála­stefnu og að­gerðaráætlun til árs­ins 2030202405332

      Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030. Umsagnarfrestur er til 5. júní nk.

      Lagt fram.

     • 13. Hvít­bók í mál­efn­um inn­flytj­enda - sam­ráðs­gátt stjórn­valda202405410

      Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem vakin er athygli á því að hvítbók þar sem er að finna drög að stefnu í málefnum innflytjenda hafi verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til og með 21. júní nk.

      Lagt fram.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15