Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. nóvember 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka nýtt mál á dagskrá fund­ar­ins sem verði nr. 5 á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­hlut­un lóða við Langa­tanga og Fossa­tungu202310436

    Tillaga um úthlutun lóða við Langatanga og Fossatungu lögð fram til afgreiðslu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að bygg­ing­ar­rétt­ur lóða við Langa­tanga og Fossa­tungu verði aug­lýst­ir til út­hlut­un­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi út­hlut­un­ar­skil­mála.

    • 2. Leir­vogstunga 25 vegna upp­graftr­ar á forn­minj­um2023031086

      Erindi frá Miðengi ehf. þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær taki yfir réttindi og skyldur Miðengis ehf. vegna lóðarinnar Leirvogstungu 25 (F2331232).

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs og bæj­ar­lög­manns

    • 3. Stjórn­sýslukæra - Lóð­ar­út­hlut­un Skar­hóla­braut 3202212254

      Úrskurður innviðaráðuneytisins lagður fram til kynningar.

      Úr­skurð­ur inn­viða­ráðu­neyt­is kynnt­ur.

      • 4. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027202303627

        Tillögur sem lagðar voru fram við fyrri umræðu við fjárhagsáætlun 2024-2027 í bæjarstjórn lagðar fram til umfjöllunar.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa fyr­ir­liggj­andi breyt­inga­til­lög­um við fjár­hags­áætlun til um­fjöll­un­ar inn­an stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar og eft­ir at­vik­um í fasta­nefnd­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      • 5. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 2023202311183

        Minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs um rekstur deilda A og B hluta janúar til september 2023.

        Anna María Ax­els­dótt­ir, stað­gengill sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs, fór yfir rekst­ur A og B hluta janú­ar til sept­em­ber 2023.

        Gestir
        • Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættstýringarsviðs
      • 6. Sam­komulag um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks202208758

        Tillaga um tímabundna framlengingu samnings um samræmda móttöku flóttafólks.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fram­lengja nú­ver­andi samn­ing um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks um fjóra mán­uði í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

        Gestir
        • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
        • Hulda Rútsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks
      • 7. Græn­bók í mál­efn­um inn­flytj­enda og flótta­fólks202311226

        Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem vakin er athygli á grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Umsagnarfrestur er til 8. desember nk.

        Lagt fram.

      • 8. Ís­lensku­kennsla fyr­ir starfs­fólk af er­lend­um upp­runa202311238

        Tillaga um íslenskukennslu fyrir starfsfólk í gegnum smáforritið Bara tala.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um að­g­ang starfs­fólks Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur ann­að mál en ís­lensku að móð­ur­máli að ís­lensku­kennslu með smá­for­rit­inu Bara tala.

        Gestir
        • Kristján Þór Magnússon, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs
        • 9. Ábend­ing til sveit­ar­fé­laga um mik­il­vægi kynja- og jafn­rétt­is­sjón­ar­miða202311232

          Bréf frá Jafnréttisstofu þar sem bent er á mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.

          Er­indi Jafn­rétti­stofu lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:02