12. desember 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fyrirkomulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - trúnaðarmál202412085
Kynning á næstu skrefum varðandi stofnun nýs félags um þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH kom á fundinn og kynnti stöðu á nýju fyrirkomulagi almenningssamgangna ríkis og sveitarfélaga ásamt Ragnari Guðgeirssyni frá Expectus ráðgjöf og Hildigunni Hafsteinsdóttur lögfræðingi SSH.
Bæjarráð þakkar kynninguna.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Fundadagatal 2025202411328
Tillaga að fundadagatali bæjarráðs fyrir 2025 lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um fundadagatal fyrir árið 2025.
3. Rekstrarumhverfi upplýsingatækni Mosfellsbæjar202401110
Tillaga um að rekstrarumhverfi upplýsingatækni Mosfellsbæjar verði sameinuð í eitt rekstrarumhverfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að sameina rekstrarumhverfi upplýsingatækni Mosfellsbæjar í eitt rekstrarumhverfi í samræmi við framlagða tillögu.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar
4. Blikastaðir-Korputún - lagning veitustofna202407140
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð vegna lagningar veitustofna tengt Korputúni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á tengingum vatns- og hitaveitu við Korputún í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
5. Innleiðing snjallmæla í Mosfellsbæ202403893
Óskað er heimildar bæjarráðs til undirritunar samnings milli HM og Veitna ohf. um innleiðingu snjallmæla með uppsetningu á öllum heimilum Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um útfærslu á innleiðingu snjallmæla á heimilum í Mosfellsbæ. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
6. Lóðastækkanir í Flugu- og Desjamýri202305812
Lögð er fram tillaga vegna lóðastækkana í Flugu- og Desjamýri.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um stækkun lóða við Flugu- og Desjamýri auk tillögu um gjaldtöku óski lóðahafar eftir að nýta stækkun lóða.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
7. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks202208758
Tillaga um breytingu á samkomulagi um samræmda móttöku lögð fyrir bæjarráð til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um undirritun samkomulags um samræmda móttöku vegna 40 einstaklinga sem gildi til 30. júní 2025.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
8. Ósk um námsleyfi202412084
Tillaga um að skólastjóra leikskólans Reykjakots verði veitt launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðið launað námsleyfi.
9. Áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leiruvog - umsagnarbeiðni202412127
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna áramótabrennu neðan Holtahverfis við Leiruvog.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
10. Íslenskur ungmennafulltrúi á Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins 2025202412079
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á að auglýst hefur verið eftir umsókn ungmennafulltrúa til setu á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins.
Erindið lagt fram og vísað til umfjöllunar og afgreiðslu fræðslu- og frístundasviðs auk kynningar í ungmennaráði.
Bæjarráð hvetur ungmenni í Mosfellsbæ til að sækja um og taka þátt í átaksverkefninu „Rejuvenating Politics“.