Mál númer 201611134
- 21. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #713
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 20. janúar til og með 3. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 24. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
- 16. mars 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #457
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 20. janúar til og með 3. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.
- 8. mars 2018
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #24
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 20. janúar til og með 3. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugsemdir bárust við tillöguna og með vísan í 41. gr. skipulagslaga skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast tildistöku hennar.
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Afgreiðsla 451. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frestað á 451. fundi.
Afgreiðsla 452. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. janúar 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #452
Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frestað á 451. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.Jafnframt óskar nefndin eftir að á skipulagsuppdrætti verði gerð grein fyrir legu borgarlínu og að hönnunargögn mannvirkisins verði kynnt fyrir nefndinni á deiliskipulagstímabilinu.
- 22. desember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #451
Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Frestað.
- 4. október 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #702
11. júlí 2017 var undirritað samkomulag milli Mosfellsbæjar og Lauga ehf. um úthlutun og uppbyggingu lóðar við Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Skv. samkomulaginu munu aðilar vinna í sameiningu að því að breyta gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Afgreiðsla 445. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 702. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #445
11. júlí 2017 var undirritað samkomulag milli Mosfellsbæjar og Lauga ehf. um úthlutun og uppbyggingu lóðar við Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Skv. samkomulaginu munu aðilar vinna í sameiningu að því að breyta gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins.
- 23. ágúst 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #699
Ný drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum lögð fram.
Afgreiðsla 1312. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 699. fundi bæjarstjórnar.
- 29. júní 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1312
Ný drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum lögð fram.
Samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa D-lista, gegn einu atkvæði fulltrúa S-lista, að ganga til samninga við Laugar ehf. á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
Bókun fulltrúa S-lista
Samfylkingin fagnar því að vilji sé til að bæta aðstæður til skólaíþrótta og almenningsíþrótta í íþróttamiðstöðinni Lágafelli, en eins og fram kemur í umsögn fræðslusviðs er mikil þörf á bættri aðstöðu til íþróttakennslu sbr. eftirfarandi umsögn: "Í dag eru tveir klefar í húsinu, einn fyrir hvort kyn. Sú aðstaða er orðin of lítil og stendur starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar fyrir þrifum hvort sem það er fyrir skólaíþróttir, skólasund eða almenningsíþróttir."
Bærinn á íþróttamiðstöðina að fullu og telur Samfylkingin að það sé mun eðlilegra, hagkvæmara og gegnsærra að bærinn sjálfur byggi þá 600 fermetra viðbyggingu sem áætlun er um, frekar en að einkaaðila sé falið að byggja hana og eiga eins og nú eru áform um. Íþróttamiðstöðin var byggð til að hýsa íþrótta- og sundkennslu barna og unglinga í Mosfellsbæ ásamt því að stuðla að heilsueflingu almennings. Það er mikilvægt.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að bærinn geti með hagstæðum leigusamningi, náð inn byggingarkostnaði viðbyggingarinnar á fáum árum. Það sé því með öllu óþarft að flækja eignarhald íþróttamiðstöðvarinnar með því að blanda saman eignarhaldinu eins og áformað er og veikja þar með samningsstöðu bæjarins gagnvart leigjanda sínum inn í framtíðina.Bókun fulltrúa M-lista
Fulltrúi M-lista tekur undir bókun fulltrúa S-lista.Bókun D- og V-lista
Þetta mál snýst um ósk um að byggja viðbótaraðstöðu fyrir líkamsræktarstöð við Íþróttamiðstöðina Lágafell. Ástæða óskarinnar er að sú aðstaða sem til staðar er sé orðin of lítil og anni ekki eftirspurn íbúa Mosfellsbæjar. Það er að mati fulltrúa D- og V- lista ekki réttlætanleg meðferð á skattfé íbúa að leggja það í fjárfestingar vegna einkareksturs sem tæki tugi ára að endurheimta ef það einhvern tíma næst. Hér er um góðan samning að ræða sem eykur þjónustu við bæjarbúa á hagkvæman hátt fyrir Mosfellsbæ. - 14. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #697
Drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum lögð fram ásamt umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs og íþróttafulltrúa.
Afgreiðsla 1310. fundar bæjarráðs samþykkt á 697. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. júní 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1308
Drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum lögð fram ásamt umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs og íþróttafulltrúa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi viðræður við Laugar í samræmi við umræður á fundinum.
- 25. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #687
Umsögn íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
Afgreiðsla 1289. fundar bæjarráðs samþykkt á 687. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. janúar 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1289
Umsögn íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjanda og afla frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum.
- 11. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #686
Umsókn Lauga ehf um lóð við Lágafellslaug. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
Afgreiðsla 207. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 686. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #686
Umsagnir framkvæmdastjóra fræðslusviðs og íþróttafulltrúa og skipulagsnefndar lagðar fram.
Afgreiðsla 1287. fundar bæjarráðs samþykkt á 686. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. janúar 2017
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #207
Umsókn Lauga ehf um lóð við Lágafellslaug. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
Alfa Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Með vísan í umsögn starfsmanna Fræðslu- og frístundarsviðs Mosfellsbæjar dags. 16.12.2016 lýsir Íþrótta- og tómstundanefnd yfir ánægju sinni með þann möguleika á að stækkun geti orðið á húsnæði Íþróttamiðstöðvarinnar Lágafelli sem stuðli að heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ og að nauðsynlegt sé að tryggt verði að mannvirkið nýtist og bæti núverandi aðstöðu fyrir íþróttakennslu í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðumBókun fulltrúa S og M lista.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Íbúahreyfingarinnar fagna því að áhugi sé á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar við Lágafellslaug, þar sem farið er að þrengja mjög að þeirri starfsemi sem þar er rekin af hálfu bæjarins vegna aukinnar aðsóknar í þá einkareknu starfsemi sem leigir þar aðstöðu. Því miður þá fylgja þessu máli ekki nægar upplýsingar sem hægt er að byggja umbeðna umsögn Íþrótta- og tómstundanefndar á eins og t.d núverandi leigusamningur við Worldclass, mat á byggingarkostnaði viðbyggingar eða mat á því hvaða áhrif möguleg aðsóknaraukning muni hafa á þá starfsemi sem nú fer fram í Lágafellslaug á vegum Mosfellsbæjar eins og t.d sundkennslu, almenna sundiðkun eða starfsemi sunddeildar Aftureldingar. Þá hafa undirritaðir einnig miklar efasemdir um að blanda saman eignarhaldi íþrótta- og skólamannvirkja í opinberri eigu við eignir einkaaðila. Það gæti heft frelsi bæjarins til notkunar á þeim mannvirkjum og veikt samningsstöðu gagnvart leigjanda þegar samningstími rennur út og þrengt möguleika til útboðs á aðstöðu í eign bæjarins.
Ólafur Ingi Óskarsson
Jóhannes Bjarni EðvarðssonBókun D og V lista
Meirihlutinn telur að ekki sé verið að biðja um umsögn um rekstrarform og samninga í viðkomandi máli, sú umræða eigi að eiga sér stað í bæjarráði og bæjarstjórn. Ítrekar meirihluti Íþrótta- og tómstundanefndar að nauðsynlegst sé að mannvirkið nýtist og bæti núverandi aðstöðu fyrir alla íþróttakennslu í Mosfellsbæ og stuðli að heilsueflandi samfélagi.
- 22. desember 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1287
Umsagnir framkvæmdastjóra fræðslusviðs og íþróttafulltrúa og skipulagsnefndar lagðar fram.
Afgreiðslu málsins frestað þar til umsögn íþrótta- og tómstundanefndar liggur fyrir.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Á 1283. fundi bæjarráðs 24. nóvember 2016 óskaði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar eftir umsögn skólastjórnenda og íþróttakennara í Lágafellsskóla um fyrirhugaðann samning Mosfellsbæjar við einkaaðila um viðbyggingu við íþróttamannvirki við Lágafell í ljósi hagsmuna skólans og lítils framboðs á landrými á svæðinu. Bæjarráð ákvað að vísa málinu til fræðslusviðs og var það samþykkt.
Tilgangur Íbúahreyfingarinnar var að fá úr því skorið hvort skólinn gæti séð af fágætu plássi til uppbyggingar íþróttaaðstöðu fyrir Lágafellsskóla til einkaaðila en eins og staðan er í dag eru nemendur að hluta til selfluttir úr Lágafellsskóla í Varmárskóla til íþróttakennslu vegna takmarkaðrar íþróttaaðstöðu við Lágafell með tilheyrandi kostnaði og óþægindum.
Í minnisblöðum starfsmanna er þessum spurningum í engu svarað og getur Íbúahreyfingin ekki sætt sig við það. Íbúahreyfingin ítekar því þá beiðni sína að bæjarráð óski eftir umsögn skólastjórnenda og íþróttakennara við Lágafellsskóla um málið.
Íbúahreyfingin tekur undir það sjónarmið í umsögn skipulagsnefndar að stækkun stöðvarinnar kalli á fleiri bílastæði sem huga þarf að.Bóknun D- og V- lista
Nú liggur fyrir umsögn skipulagsnefndar sem tekur jákvætt í erindið. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og íþróttafulltrúi eru einnig jákvæð fyrir erindinu í umsögn sinni og segja meðal annars "að stækkun á aðstöðu til íþróttaiðkun og fleiri búningsklefar séu liður í að styðja við heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ og bæta rekstur íþróttamiðstöðvarinnar í Lágafelli." Næsta skref er að fá umsögn frá Íþrótta- og tómstudanefnd bæjarins en að ýmsu þarf að huga í umræddu verkefni. - 21. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #685
Á 1283. fundi bæjarráðs 24. nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Umsókn um lóð við Lágafellslaug. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar. Frestað á 425. fundi.
Afgreiðsla 426. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 685. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #684
Á 1283. fundi bæjarráðs 24. nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Umsókn um lóð við Lágafellslaug. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #684
Umsókn Lauga ehf. um lóð við Lágafellslaug.
Afgreiðsla 1283. fundar bæjarráðs samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. desember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #426
Á 1283. fundi bæjarráðs 24. nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Umsókn um lóð við Lágafellslaug. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar. Frestað á 425. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn til bæjarráðs.
- 29. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #425
Á 1283. fundi bæjarráðs 24. nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Umsókn um lóð við Lágafellslaug. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar.
Frestað.
- 24. nóvember 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1283
Umsókn Lauga ehf. um lóð við Lágafellslaug.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar.