22. desember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins201612174
Ósk um umsögn frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Lagt fram.
2. Kort í Strætó fyrir fatlaða nemendur í framhaldsskólum og Háskólum201612188
Nemakort í Strætó fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskólum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta reglum Mosfellsbæjar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks þannig að við 1. gr. reglnanna bætist við setningin: "Nemendur í framhaldsskólum og háskólum eiga kost á að kaupa nemakort í Strætó í samræmi við gjaldskrá Strætó."
3. Aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu 2015-2017201509254
Lögð fram útfærsla á lýðræðisverkefni til umfjöllunar og samþykktar. Bæjarráðs samþykkti á síðasta fundi að vísa málinu til afgreiðslu á næsta fund ráðsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fara í lýðræðisverkefnið Okkar Mosó í upphafi árs 2017 í samræmi við þá framkvæmd sem lýst er í meðfylgjandi verkáætlun.
4. Umsókn um lóð við Lágafellslaug201611134
Umsagnir framkvæmdastjóra fræðslusviðs og íþróttafulltrúa og skipulagsnefndar lagðar fram.
Afgreiðslu málsins frestað þar til umsögn íþrótta- og tómstundanefndar liggur fyrir.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Á 1283. fundi bæjarráðs 24. nóvember 2016 óskaði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar eftir umsögn skólastjórnenda og íþróttakennara í Lágafellsskóla um fyrirhugaðann samning Mosfellsbæjar við einkaaðila um viðbyggingu við íþróttamannvirki við Lágafell í ljósi hagsmuna skólans og lítils framboðs á landrými á svæðinu. Bæjarráð ákvað að vísa málinu til fræðslusviðs og var það samþykkt.
Tilgangur Íbúahreyfingarinnar var að fá úr því skorið hvort skólinn gæti séð af fágætu plássi til uppbyggingar íþróttaaðstöðu fyrir Lágafellsskóla til einkaaðila en eins og staðan er í dag eru nemendur að hluta til selfluttir úr Lágafellsskóla í Varmárskóla til íþróttakennslu vegna takmarkaðrar íþróttaaðstöðu við Lágafell með tilheyrandi kostnaði og óþægindum.
Í minnisblöðum starfsmanna er þessum spurningum í engu svarað og getur Íbúahreyfingin ekki sætt sig við það. Íbúahreyfingin ítekar því þá beiðni sína að bæjarráð óski eftir umsögn skólastjórnenda og íþróttakennara við Lágafellsskóla um málið.
Íbúahreyfingin tekur undir það sjónarmið í umsögn skipulagsnefndar að stækkun stöðvarinnar kalli á fleiri bílastæði sem huga þarf að.Bóknun D- og V- lista
Nú liggur fyrir umsögn skipulagsnefndar sem tekur jákvætt í erindið. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og íþróttafulltrúi eru einnig jákvæð fyrir erindinu í umsögn sinni og segja meðal annars "að stækkun á aðstöðu til íþróttaiðkun og fleiri búningsklefar séu liður í að styðja við heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ og bæta rekstur íþróttamiðstöðvarinnar í Lágafelli." Næsta skref er að fá umsögn frá Íþrótta- og tómstudanefnd bæjarins en að ýmsu þarf að huga í umræddu verkefni.5. Húsnæðismál-áhrif lagabreytinga á Mosfellsbæ201606088
Minnisblað starfshóps vegna breytinga á lögum um húsnæðismál.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og lögmanni bæjarins að yfirfara húsaleigusamninga bæjarins og breyta þannig að þeir samræmist nýlegum breytingum á húsaleigulögum og jafnframt meta hvort ástæða sé til þess að breyta reglum Mosfellsbæjar um úthlutun félagslegs húsnæðis.
Einnig er samþykkt að fela starfshópi um húsnæðismál að gera tillögu að gerð húsnæðisáætlunar fyrir Mosfellsbæ til næstu fjögurra ára og greina hvaða áhrif mögulegar breytingar á rekstrarformi félagslegra leiguíbúða hefðu fyrir Mosfellsbæ.
6. Sérstakur húsnæðisstuðningur.201612244
Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lögð fram ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Framlögð drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samþykkt með þremur atkvæðum.
7. Ályktun stjórnar Skólastjórafélags Reykjaness201611297
Ályktun stjórnar Skólastjórafélags Reykjaness lögð fram.
Lagt fram.