Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. desember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sögn um frum­varp til laga um Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins201612174

    Ósk um umsögn frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

    Lagt fram.

  • 2. Kort í Strætó fyr­ir fatl­aða nem­end­ur í fram­halds­skól­um og Há­skól­um201612188

    Nemakort í Strætó fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskólum.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að breyta regl­um Mos­fells­bæj­ar um ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks þann­ig að við 1. gr. regln­anna bæt­ist við setn­ing­in: "Nem­end­ur í fram­halds­skól­um og há­skól­um eiga kost á að kaupa nem­a­kort í Strætó í sam­ræmi við gjaldskrá Strætó."

  • 3. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017201509254

    Lögð fram útfærsla á lýðræðisverkefni til umfjöllunar og samþykktar. Bæjarráðs samþykkti á síðasta fundi að vísa málinu til afgreiðslu á næsta fund ráðsins.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fara í lýð­ræð­is­verk­efn­ið Okk­ar Mosó í upp­hafi árs 2017 í sam­ræmi við þá fram­kvæmd sem lýst er í með­fylgj­andi ver­káætlun.

    • 4. Um­sókn um lóð við Lága­fells­laug201611134

      Umsagnir framkvæmdastjóra fræðslusviðs og íþróttafulltrúa og skipulagsnefndar lagðar fram.

      Af­greiðslu máls­ins frestað þar til um­sögn íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar ligg­ur fyr­ir.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Á 1283. fundi bæj­ar­ráðs 24. nóv­em­ber 2016 ósk­aði bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar eft­ir um­sögn skóla­stjórn­enda og íþrótta­kenn­ara í Lága­fells­skóla um fyr­ir­hug­að­ann samn­ing Mos­fells­bæj­ar við einka­að­ila um við­bygg­ingu við íþrótta­mann­virki við Lága­fell í ljósi hags­muna skól­ans og lít­ils fram­boðs á land­rými á svæð­inu. Bæj­ar­ráð ákvað að vísa mál­inu til fræðslu­sviðs og var það sam­þykkt.
      Til­gang­ur Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar var að fá úr því skor­ið hvort skól­inn gæti séð af fá­gætu plássi til upp­bygg­ing­ar íþrótta­að­stöðu fyr­ir Lága­fells­skóla til einka­að­ila en eins og stað­an er í dag eru nem­end­ur að hluta til sel­flutt­ir úr Lága­fells­skóla í Varmár­skóla til íþrótta­kennslu vegna tak­mark­aðr­ar íþrótta­að­stöðu við Lága­fell með til­heyr­andi kostn­aði og óþæg­ind­um.
      Í minn­is­blöð­um starfs­manna er þess­um spurn­ing­um í engu svarað og get­ur Íbúa­hreyf­ing­in ekki sætt sig við það. Íbúa­hreyf­ing­in ítek­ar því þá beiðni sína að bæj­ar­ráð óski eft­ir um­sögn skóla­stjórn­enda og íþrótta­kenn­ara við Lága­fells­skóla um mál­ið.
      Íbúa­hreyf­ing­in tek­ur und­ir það sjón­ar­mið í um­sögn skipu­lags­nefnd­ar að stækk­un stöðv­ar­inn­ar kalli á fleiri bíla­stæði sem huga þarf að.

      Bókn­un D- og V- lista
      Nú ligg­ur fyr­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar sem tek­ur já­kvætt í er­ind­ið. Fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs og íþrótta­full­trúi eru einn­ig já­kvæð fyr­ir er­ind­inu í um­sögn sinni og segja með­al ann­ars "að stækk­un á að­stöðu til íþrótta­iðk­un og fleiri bún­ings­klef­ar séu lið­ur í að styðja við heilsu­efl­andi sam­fé­lag í Mos­fells­bæ og bæta rekst­ur íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar í Lága­felli." Næsta skref er að fá um­sögn frá Íþrótta- og tóm­stu­da­nefnd bæj­ar­ins en að ýmsu þarf að huga í um­ræddu verk­efni.

    • 5. Hús­næð­is­mál-áhrif laga­breyt­inga á Mos­fells­bæ201606088

      Minnisblað starfshóps vegna breytinga á lögum um húsnæðismál.

      Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og lög­manni bæj­ar­ins að yf­ir­fara húsa­leigu­samn­inga bæj­ar­ins og breyta þann­ig að þeir sam­ræm­ist ný­leg­um breyt­ing­um á húsa­leigu­lög­um og jafn­framt meta hvort ástæða sé til þess að breyta regl­um Mos­fells­bæj­ar um út­hlut­un fé­lags­legs hús­næð­is.

      Einn­ig er sam­þykkt að fela starfs­hópi um hús­næð­is­mál að gera til­lögu að gerð hús­næð­isáætl­un­ar fyr­ir Mos­fells­bæ til næstu fjög­urra ára og greina hvaða áhrif mögu­leg­ar breyt­ing­ar á rekstr­ar­formi fé­lags­legra leigu­íbúða hefðu fyr­ir Mos­fells­bæ.

      • 6. Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur.201612244

        Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lögð fram ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

        Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.

        Fram­lögð drög að regl­um um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

        • 7. Álykt­un stjórn­ar Skóla­stjóra­fé­lags Reykja­ness201611297

          Ályktun stjórnar Skólastjórafélags Reykjaness lögð fram.

          Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:03