Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. janúar 2017 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Jón Eiríksson (JE) varaformaður
  • Bryndís Björg Einarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Alfa Regína Jóhannsdóttir (ARJ) 2. varamaður
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Rúnar B. Guðlaugsson Formaður Íþrótta- og tómstundanefndar


Dagskrá fundar

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 1. Um­sókn um lóð við Lága­fells­laug201611134

    Umsókn Lauga ehf um lóð við Lágafellslaug. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.

    Alfa Jó­hann­es­dótt­ir vék af fundi und­ir þess­um lið.

    Með vís­an í um­sögn starfs­manna Fræðslu- og frí­stund­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar dags. 16.12.2016 lýs­ir Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd yfir ánægju sinni með þann mögu­leika á að stækk­un geti orð­ið á hús­næði Íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar Lága­felli sem stuðli að heilsu­efl­andi sam­fé­lagi í Mos­fells­bæ og að nauð­syn­legt sé að tryggt verði að mann­virk­ið nýt­ist og bæti nú­ver­andi að­stöðu fyr­ir íþrótta­kennslu í Mos­fells­bæ.
    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um

    Bók­un full­trúa S og M lista.
    Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fagna því að áhugi sé á að bæta að­stöðu til íþrótta­iðkun­ar við Lága­fells­laug, þar sem far­ið er að þrengja mjög að þeirri starf­semi sem þar er rekin af hálfu bæj­ar­ins vegna auk­inn­ar að­sókn­ar í þá einka­reknu starf­semi sem leig­ir þar að­stöðu. Því mið­ur þá fylgja þessu máli ekki næg­ar upp­lýs­ing­ar sem hægt er að byggja um­beðna um­sögn Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar á eins og t.d nú­ver­andi leigu­samn­ing­ur við Worldclass, mat á bygg­ing­ar­kostn­aði við­bygg­ing­ar eða mat á því hvaða áhrif mögu­leg að­sókn­ar­aukn­ing muni hafa á þá starf­semi sem nú fer fram í Lága­fells­laug á veg­um Mos­fells­bæj­ar eins og t.d sund­kennslu, al­menna sund­iðk­un eða starf­semi sund­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar. Þá hafa und­ir­rit­að­ir einn­ig mikl­ar efa­semd­ir um að blanda sam­an eign­ar­haldi íþrótta- og skóla­mann­virkja í op­in­berri eigu við eign­ir einka­að­ila. Það gæti heft frelsi bæj­ar­ins til notk­un­ar á þeim mann­virkj­um og veikt samn­ings­stöðu gagn­vart leigj­anda þeg­ar samn­ings­tími renn­ur út og þrengt mögu­leika til út­boðs á að­stöðu í eign bæj­ar­ins.
    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son
    Jó­hann­es Bjarni Eð­varðs­son

    Bók­un D og V lista

    Meiri­hlut­inn tel­ur að ekki sé ver­ið að biðja um um­sögn um rekstr­ar­form og samn­inga í við­kom­andi máli, sú um­ræða eigi að eiga sér stað í bæj­ar­ráði og bæj­ar­stjórn. Ít­rek­ar meiri­hluti Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar að nauð­syn­legst sé að mann­virk­ið nýt­ist og bæti nú­ver­andi að­stöðu fyr­ir alla íþrótta­kennslu í Mos­fells­bæ og stuðli að heilsu­efl­andi sam­fé­lagi.

Almenn erindi

  • 2. Íþrótta- og tóm­stunda­stefna Mos­fells­bæj­ar201509037

    Undirbúningur vegna vinnufundar sem að áætlað er að halda í febrúar til að yfirfara íþrótta- og tómstundastefnu Mosfellsbæjar

    Sam­þykkt að fara yfir íþrótta- og tóm­stunda­stefnu Mos­fells­bæj­ar á vinnufundi nefnd­ar­inn­ar 2. mars. Starfs­mönn­um nefnd­ar­inn­ar fal­ið að vinna stöðumat á nú­ver­andi stefnu fyr­ir þann tíma.

  • 3. Upp­lýs­ing­ar­bréf til nýrra íbúa201604032

    Upplýsingarbréf til nýrra íbúa

    lagt fram

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00