5. janúar 2017 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Jón Eiríksson (JE) varaformaður
- Bryndís Björg Einarsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Alfa Regína Jóhannsdóttir (ARJ) 2. varamaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Rúnar B. Guðlaugsson Formaður Íþrótta- og tómstundanefndar
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Umsókn um lóð við Lágafellslaug201611134
Umsókn Lauga ehf um lóð við Lágafellslaug. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
Alfa Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Með vísan í umsögn starfsmanna Fræðslu- og frístundarsviðs Mosfellsbæjar dags. 16.12.2016 lýsir Íþrótta- og tómstundanefnd yfir ánægju sinni með þann möguleika á að stækkun geti orðið á húsnæði Íþróttamiðstöðvarinnar Lágafelli sem stuðli að heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ og að nauðsynlegt sé að tryggt verði að mannvirkið nýtist og bæti núverandi aðstöðu fyrir íþróttakennslu í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðumBókun fulltrúa S og M lista.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Íbúahreyfingarinnar fagna því að áhugi sé á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar við Lágafellslaug, þar sem farið er að þrengja mjög að þeirri starfsemi sem þar er rekin af hálfu bæjarins vegna aukinnar aðsóknar í þá einkareknu starfsemi sem leigir þar aðstöðu. Því miður þá fylgja þessu máli ekki nægar upplýsingar sem hægt er að byggja umbeðna umsögn Íþrótta- og tómstundanefndar á eins og t.d núverandi leigusamningur við Worldclass, mat á byggingarkostnaði viðbyggingar eða mat á því hvaða áhrif möguleg aðsóknaraukning muni hafa á þá starfsemi sem nú fer fram í Lágafellslaug á vegum Mosfellsbæjar eins og t.d sundkennslu, almenna sundiðkun eða starfsemi sunddeildar Aftureldingar. Þá hafa undirritaðir einnig miklar efasemdir um að blanda saman eignarhaldi íþrótta- og skólamannvirkja í opinberri eigu við eignir einkaaðila. Það gæti heft frelsi bæjarins til notkunar á þeim mannvirkjum og veikt samningsstöðu gagnvart leigjanda þegar samningstími rennur út og þrengt möguleika til útboðs á aðstöðu í eign bæjarins.
Ólafur Ingi Óskarsson
Jóhannes Bjarni EðvarðssonBókun D og V lista
Meirihlutinn telur að ekki sé verið að biðja um umsögn um rekstrarform og samninga í viðkomandi máli, sú umræða eigi að eiga sér stað í bæjarráði og bæjarstjórn. Ítrekar meirihluti Íþrótta- og tómstundanefndar að nauðsynlegst sé að mannvirkið nýtist og bæti núverandi aðstöðu fyrir alla íþróttakennslu í Mosfellsbæ og stuðli að heilsueflandi samfélagi.
Almenn erindi
2. Íþrótta- og tómstundastefna Mosfellsbæjar201509037
Undirbúningur vegna vinnufundar sem að áætlað er að halda í febrúar til að yfirfara íþrótta- og tómstundastefnu Mosfellsbæjar
Samþykkt að fara yfir íþrótta- og tómstundastefnu Mosfellsbæjar á vinnufundi nefndarinnar 2. mars. Starfsmönnum nefndarinnar falið að vinna stöðumat á núverandi stefnu fyrir þann tíma.
3. Upplýsingarbréf til nýrra íbúa201604032
Upplýsingarbréf til nýrra íbúa
lagt fram