24. nóvember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Borgarlínan, hágæða almenningssamgöngur201611131
Tillaga að samkomulagi um undirbúning og innleiðingu nýs almannasamgöngukerfis á höfuðborgarsvæði, ásamt kostnaðaráætlun.
Fyrirliggjandi drög að samkomulagi um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu samþykkt með þremur atkvæðum. Er bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Mosfellsbæjar.
- FylgiskjalInnleiðing hágæða almenningssamngangna -Drög að samkomulagi /málsnr.1610002.pdfFylgiskjala_Borgarlínan_Samkomulag_drög_2016_10_31_version_III_pg.pdfFylgiskjalb_Fylgiskjal_1_ssk_breyting_tímaáætlun.pdfFylgiskjalc_Borgarlina v02.pdfFylgiskjald_Fylgiskjal_3_Borgarlinan_fjarhagsaetlun_2017.pdfFylgiskjalTillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlínan).pdf
2. Matjurtagarðar í Skammadal201611132
Erindi Reykjavíkurborgar varðandi matjurtagarða í Skammadal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
3. Umsókn um lóð við Lágafellslaug201611134
Umsókn Lauga ehf. um lóð við Lágafellslaug.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar.
4. Þjónusta við ung börn201611055
Umsögn fræðslunefndar lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til seinni umræðu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020 í bæjarstjórn hinn 7. desember nk.
5. Framkvæmd laga um almennar íbúðir201609204
Erindi Velferðarráðuneytisins varðandi framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða.
Lagt fram.
6. Áform um framleiðslu raforku með nýtingu vindorku201611179
Áform um framleiðslu raforku með nýtingu vindorku.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
7. Helgafellsskóli201503558
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að skrifa undir samning við verktaka vegna jarðvegsframkvæmda við Helgafellsskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila að gengið verið til samninga við lægstbjóðanda, Karínu ehf., í kjölfar útboðs um jarðvegsframkvæmdir við Helgafellsskóla.
8. Fyrirspurn um álag á fasteignaskatt atvinnuhúsnæðis201611157
Beiðni um rökstuðning fyrir beitingu álags á fasteignaskatt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra.