Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. júní 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Íbúðalána­sjóðs til sveit­ar­stjórn­ar201706107

    Boð um kaup á íbúðum af Íbúðalánasjóði.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við bréf­rit­ara og afla frek­ari upp­lýs­inga.

  • 2. Ráðn­ing: For­stöðu­mað­ur bú­setukjarna Þver­holts201705037

    Tillaga um ráðningu í stöðu forstöðumanns búsetukjarnans í Þverholti.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ráða Elvu Hjálm­ars­dótt­ur sem for­stöðu­mann í bú­setukjarn­an­um í Þver­holti frá 01.08.2017.

    • 3. Um­sókn um lóð við Lága­fells­laug201611134

      Ný drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum lögð fram.

      Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um full­trúa D-lista, gegn einu at­kvæði full­trúa S-lista, að ganga til samn­inga við Laug­ar ehf. á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga.

      Bók­un full­trúa S-lista
      Sam­fylk­ing­in fagn­ar því að vilji sé til að bæta að­stæð­ur til skólaí­þrótta og al­menn­ingsí­þrótta í íþróttamið­stöð­inni Lága­felli, en eins og fram kem­ur í um­sögn fræðslu­sviðs er mik­il þörf á bættri að­stöðu til íþrótta­kennslu sbr. eft­ir­far­andi um­sögn: "Í dag eru tveir klef­ar í hús­inu, einn fyr­ir hvort kyn. Sú að­staða er orð­in of lít­il og stend­ur starf­semi íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar fyr­ir þrif­um hvort sem það er fyr­ir skólaí­þrótt­ir, skóla­sund eða al­menn­ingsí­þrótt­ir."
      Bær­inn á íþróttamið­stöð­ina að fullu og tel­ur Sam­fylk­ing­in að það sé mun eðli­legra, hag­kvæm­ara og gegn­særra að bær­inn sjálf­ur byggi þá 600 fer­metra við­bygg­ingu sem áætlun er um, frek­ar en að einka­að­ila sé fal­ið að byggja hana og eiga eins og nú eru áform um. Íþróttamið­stöðin var byggð til að hýsa íþrótta- og sund­kennslu barna og ung­linga í Mos­fells­bæ ásamt því að stuðla að heilsu­efl­ingu al­menn­ings. Það er mik­il­vægt.
      Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar telja að bær­inn geti með hag­stæð­um leigu­samn­ingi, náð inn bygg­ing­ar­kostn­aði við­bygg­ing­ar­inn­ar á fáum árum. Það sé því með öllu óþarft að flækja eign­ar­hald íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar með því að blanda sam­an eign­ar­hald­inu eins og áform­að er og veikja þar með samn­ings­stöðu bæj­ar­ins gagn­vart leigj­anda sín­um inn í fram­tíð­ina.

      Bók­un full­trúa M-lista
      Full­trúi M-lista tek­ur und­ir bók­un full­trúa S-lista.

      Bók­un D- og V-lista
      Þetta mál snýst um ósk um að byggja við­bótarað­stöðu fyr­ir lík­ams­rækt­ar­stöð við Íþróttamið­stöð­ina Lága­fell. Ástæða ósk­ar­inn­ar er að sú að­staða sem til stað­ar er sé orð­in of lít­il og anni ekki eft­ir­spurn íbúa Mos­fells­bæj­ar. Það er að mati full­trúa D- og V- lista ekki rétt­læt­an­leg með­ferð á skatt­fé íbúa að leggja það í fjár­fest­ing­ar vegna einka­rekst­urs sem tæki tugi ára að end­ur­heimta ef það ein­hvern tíma næst. Hér er um góð­an samn­ing að ræða sem eyk­ur þjón­ustu við bæj­ar­búa á hag­kvæm­an hátt fyr­ir Mos­fells­bæ.

      • 4. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021201705191

        Svar við fyrirspurn Íbúahreyfingarinnar sem fram kom á bæjarstjórnarfundi 14.6. sl. lagt fram.

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05