29. júní 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar201706107
Boð um kaup á íbúðum af Íbúðalánasjóði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og afla frekari upplýsinga.
2. Ráðning: Forstöðumaður búsetukjarna Þverholts201705037
Tillaga um ráðningu í stöðu forstöðumanns búsetukjarnans í Þverholti.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ráða Elvu Hjálmarsdóttur sem forstöðumann í búsetukjarnanum í Þverholti frá 01.08.2017.
3. Umsókn um lóð við Lágafellslaug201611134
Ný drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum lögð fram.
Samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa D-lista, gegn einu atkvæði fulltrúa S-lista, að ganga til samninga við Laugar ehf. á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
Bókun fulltrúa S-lista
Samfylkingin fagnar því að vilji sé til að bæta aðstæður til skólaíþrótta og almenningsíþrótta í íþróttamiðstöðinni Lágafelli, en eins og fram kemur í umsögn fræðslusviðs er mikil þörf á bættri aðstöðu til íþróttakennslu sbr. eftirfarandi umsögn: "Í dag eru tveir klefar í húsinu, einn fyrir hvort kyn. Sú aðstaða er orðin of lítil og stendur starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar fyrir þrifum hvort sem það er fyrir skólaíþróttir, skólasund eða almenningsíþróttir."
Bærinn á íþróttamiðstöðina að fullu og telur Samfylkingin að það sé mun eðlilegra, hagkvæmara og gegnsærra að bærinn sjálfur byggi þá 600 fermetra viðbyggingu sem áætlun er um, frekar en að einkaaðila sé falið að byggja hana og eiga eins og nú eru áform um. Íþróttamiðstöðin var byggð til að hýsa íþrótta- og sundkennslu barna og unglinga í Mosfellsbæ ásamt því að stuðla að heilsueflingu almennings. Það er mikilvægt.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að bærinn geti með hagstæðum leigusamningi, náð inn byggingarkostnaði viðbyggingarinnar á fáum árum. Það sé því með öllu óþarft að flækja eignarhald íþróttamiðstöðvarinnar með því að blanda saman eignarhaldinu eins og áformað er og veikja þar með samningsstöðu bæjarins gagnvart leigjanda sínum inn í framtíðina.Bókun fulltrúa M-lista
Fulltrúi M-lista tekur undir bókun fulltrúa S-lista.Bókun D- og V-lista
Þetta mál snýst um ósk um að byggja viðbótaraðstöðu fyrir líkamsræktarstöð við Íþróttamiðstöðina Lágafell. Ástæða óskarinnar er að sú aðstaða sem til staðar er sé orðin of lítil og anni ekki eftirspurn íbúa Mosfellsbæjar. Það er að mati fulltrúa D- og V- lista ekki réttlætanleg meðferð á skattfé íbúa að leggja það í fjárfestingar vegna einkareksturs sem tæki tugi ára að endurheimta ef það einhvern tíma næst. Hér er um góðan samning að ræða sem eykur þjónustu við bæjarbúa á hagkvæman hátt fyrir Mosfellsbæ.4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Svar við fyrirspurn Íbúahreyfingarinnar sem fram kom á bæjarstjórnarfundi 14.6. sl. lagt fram.
Lagt fram.