6. desember 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ásar 4 og 6 - tillaga að breytingu á deiliskipulagi , aðkomuvegur201610197
Lögð fram tillaga að nýjum aðkomuvegi að húsunum nr. 4 og 6 við Ása.Frestað á 425. fundi.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
2. Áform um framleiðslu raforku - ósk um trúnað201611179
Á 1283. fundi bæjarráðs 24.nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Áform um framleiðslu raforku. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.Frestað á 425. fundi.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
3. Fellsás 9/Umsókn um byggingarleyfi201603084
Borist hefur erindi frá Erni Johnson og Bryndísi Brynjarsdóttur Fellsási 9 og 9a, dags. 17. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir heimild til að skipta hvoru húsi upp í tvær íbúðir. Frestað á 425.fundi. Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að afla frekari gagna.
4. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar.201604166
Lögð fram skipulagslýsing.Frestað á 425.fundi.
Verkefnislýsingin samþykkt með þeim breytingum að á lóðinni verði verslun og þjónusta og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
5. Vogatunga 47-51 - breyting á deiliskipulagi.201611126
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags.14. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Vogatungu 47-51. Frestað á 425. fundi.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. Bugðufljót 7 - breyting á deiliskipulagi201611153
Borist hefur erindi Kristni Ragnarssyni arkitekt dags.15. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Bugðufljót 7. Frestað á 425.fundi.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að ákvæði um bundna byggingarlínu verði virt.
7. Hulduhólasvæði í Mosfellsbæ - tillaga að breytingu á deiliskipulagi201611227
Borist hefur erindi frá Eiríki S. Svavarssyni hrl. dags. 23. nóvember 2016 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis. Frestað á 425. fundi.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
8. Hraðastaðavegur 13 - skipting lóðar, breyting á deiliskipulagi.201611239
Borist hefur erindi frá Herði Bender dags.23. nóvember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Hraðastaðavegi 13. Frestað á 425. fundi.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um málið.
9. Umsókn um lóð við Lágafellslaug201611134
Á 1283. fundi bæjarráðs 24. nóvember 2016 var tekið fyrir málið: Umsókn um lóð við Lágafellslaug. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs, íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar. Frestað á 425. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn til bæjarráðs.
10. Flugumýri 16 / Umsókn um byggingarleyfi201611244
Arnarborg ehf. Flugumýri 16B, GK viðgerðir ehf, Flugumýri 16 C og Rétt hjá Jóa ehf. Flugumýri 16 D Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingar/geymslu við norðurhlið Flugumýri 16 B,C og D í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki allra eigenda hússins. Stærð einingar 16B, 20,5 m2, 64,5 m3. Stærð einingar 16D, 20,5 m2, 64,5 m3. Stærð einingar 16C, 20,5 m2, 64,5 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem umbeðnar viðbyggingar lenda utan samþykkts byggingarreits. Frestað á 425. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
11. Melgerði/Umsókn um byggingarleyfi201611140
Svanur Hafsteinsson Melgerði Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Melgerði samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 44,0 m2, 147,0 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir lóðina.Frestað á 425. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
12. Samgöngur Leirvogstungu201611252
Borist hefur erindi frá Guðjóni Jónssyni dags. 24. nóvember 2016 varðandi þjónustuleysi Strætó bs. við Leirvogstunguhverfi.Frestað á 425. fundi.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
13. Urðarholt 4. Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss.201611225
Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta 3 íbúðir og byggja svalir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið þar sem í upphaflegu deiliskipulagi var aðeins gert ráð fyrir íbúðum á efstu hæð hússins. Frestað á 425. fundi.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns um erindið.
Fundargerðir til staðfestingar
14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 12201611022F
Lagt fram.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 297201611025F
Lagt fram.
15.1. Ástu-Sólliljugata 18-20/Umsókn um byggingarleyfi 201610153
ÞJ hús ehf. Ármúla 38 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða 4 íbúða fjöleignahús á lóðinni nr. 18-20 við Ástu Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
stærð: 1. hæð 350,8 m2, 2. hæð 343,6 m2, 2172,0 m3.15.2. Flugumýri 16 / Umsókn um byggingarleyfi 201611244
Arnarborg ehf. Flugumýri 16B, GK viðgerðir ehf, Flugumýri 16C og Rétt hjá Jóa ehf. Flugumýri 16D Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingar/geymslu við norðurhlið Flugumýri 16 B,C og D í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki allra eigenda hússins.
Stærð einingar 16B, 20,5 m2, 64,5 m3.
Stærð einingar 16C, 20,5 m2, 64,5 m3.
Stærð einingar 16D, 20,5 m2, 64,5 m3.15.3. Grenibyggð 11, umsókn um byggingarleyfi 201506027
Brjánn Jónsson Grenibyggð 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka garðskála á 1. hæð, byggja sólskála á þaki bílgeymslu og byggja bílskýli á lóðinni nr. 11 við Grenibyggð í samræmi við framlögð gögn.
Grenndarkynningu á umsókn um stækkun og breytingar lauk 31. júlí, engin athugasemd barst.
Stækkun sólskála 1. hæð 3,0 m2, sólskáli 2. hæð 21,4 m2, bílskýli 16,3 m2, 72,3 m3.15.4. Melgerði/Umsókn um byggingarleyfi 201611140
Svanur Hafsteinsson Melgerði Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Melgerði samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 44,0 m2, 147,0 m3.15.5. Urðarholt 4. Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss. 201611225
Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta 3 íbúðir og byggja svalir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma.
15.6. Vogatunga 17/Umsókn um byggingarleyfi 201611038
Kristinn Guðjónsson Markholti 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr.17 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 174,4 m2, bílgeymsla 42,6 m2, 1009,3 m3.15.7. Vogatunga 42-48 Umsókn um byggingarleyfi 201507153
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr, 42, 44, 46 og 48 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 42 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.
Nr. 44 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,5 m3.
Nr. 46 íbúð 100,1 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 602,7 m3.
Nr. 48 íbúð 102,5 m2, bílgeymsla 27,3 m2, 600,0 m3.
Á 421. fundi skipulagsnefndar var ferð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga".15.8. Vogatunga 71-73/Umsókn um byggingarleyfi 201609277
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 71 og 73 við Vogatungu í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Stærð nr. 71 íbúð 130,0 m2, bílgeymsla/geymsla 30,1 m2, 685,5 m3.
Stærð nr. 73 íbúð 130,0 m2, bílgeymsla/geymsla 30,1 m2, 685,5 m3.15.9. Vogatunga 75-77/Umsókn um byggingarleyfi 201609279
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Stærð nr. 75 íbúð 125,3 m2, bílgeymsla/geymsla 34,7 m2, 685,5 m3.
Stærð nr. 77 íbúð 125,3 m2, bílgeymsla/geymsla 34,7 m2, 685,5 m3.