Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. janúar 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

'Asbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrui


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Efsta­land 2, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi2017081495

    Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frestað á 451. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga.

  • 2. Helga­fell­storf­an - Deili­skipu­lag201704194

    Á 442. fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja feril við gerð deiliskipulags svæðisins." Lögð fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulagssvæðið. Frestað á 451. fundi.

    Skipu­lags­lýs­ing sam­þykkt. Skipu­lags­ful­trúa fal­ið að kynna hana og afla um­sagna.

  • 3. Um­sókn um lóð við Lága­fells­laug201611134

    Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frestað á 451. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.Jafn­framt ósk­ar nefnd­in eft­ir að á skipu­lags­upp­drætti verði gerð grein fyr­ir legu borg­ar­línu og að hönn­un­ar­gögn mann­virk­is­ins verði kynnt fyr­ir nefnd­inni á deili­skipu­lags­tíma­bil­inu.

  • 4. Úlfars­fell - upp­setn­ing fjar­skipta­stöðv­ar201711278

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 22. nóvember 2017 varðandi nýtt deiliskipulag á kolli Úlfarsfells. Frestað á 450. fundi og 451. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að senda Reykja­vík­ur­borg um­sögn Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

  • 5. Fund­ar­gerð 79. fund­ar Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201712053

    Fundargerð 79. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram. Frestað á 451. fundi.

    Lagt fram.

  • 6. Fund­ar­gerð 80. fund­ar Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.201712167

    Fundargerð 80. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram. Frestað á 451. fundi.

    Lagt fram.

  • 7. Gatna­gerð Skeið­holt - um­sókn um fram­kvæmda­leyfi201712208

    Borist hefur erindi frá Óskari Gísla Sveinssyni deildarstjóra nýframkvæmda umhverfissviðs Mosfellsbæjar dags. 14. desember 2017 varðandi framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Skeiðholti. Frestað á 451. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi skv. 15. gr. skipu­lagslaga.

  • 8. Bjark­ar­holt 1a-9a, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201710129

    NMM Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 36 íbúða fjöleignahús og bílakjallara á lóðinni nr. 1A-9A við Bjarkarholtí samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða 1. áfanga á lóðinni, hús nr. 7A, 9A og 9B.Ennfremur er sótt um leyfi til að byggja 2. áfanga hússins sem er 15 íbúða hús sem verður nr. 5A-5B við Bjarkarholt. Stærðhúss nr. 5A-5B. Kjallari 299,4 m2, 1. hæð 553,4 m2, 2. hæð 564,8 m2, 3. hæð 564,8 m2, 5848,1 m3. Stærð húss nr. 7A-9B. Kjallari 683,9 m2, 1. hæð 831,8 m2, 2. hæð 892,1 m2, 3. hæð 892,1 m2. 4.hæð 892,1 m2, 5. hæð 702,9 m2, 13966,1 m3. Bílakjallari 1019,4 m2.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 450. og 451. fundi.

    Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við af­greiðslu máls­ins þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist en ósk­ar eft­ir að sjá nán­ari hönn­un­ar­gögn, ma. lóð­ar­hönn­un.

  • 9. Vefara­stræti 24-30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201711319

    Heimavellir ehf. Lágmúla 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta geymslum og innrétta þar tvær íbúðir í samræmi við framlögð gögn.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 450. og 451. fundi.

    Frestað.

  • 10. Desja­mýri 9, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201712044

    HK verktakar Dalsgarði Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr stáli og steinsteypu geymsluhúsnæði matshluta 2 á lóðinni nr. 9 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 568,8 m2, 3060,0 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem umrædd bygging er utan byggingarreits í gildandi deiliskipulagi. Frestað á 450. og 451. fundi.

    Skipu­lags­nefnd er já­kvæð gagn­vart er­ind­inu og vís­ar vinnu við breyt­ingu á deili­skipu­lagi til yf­ir­stand­andi breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi Desja­mýr­ar.

  • 11. Bratta­hlíð 29, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201712037

    Baldur Freyr Stefánsson sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílageymslu á lóðinni nr. 29 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 224,3 m2, bílgeymsla 36,7 m2, 947,8 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem sótt er um leyfi til að húsið nái 200 cm. út fyrir byggingarreit til austurs. Frestað á 451. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 12. Leiru­tangi 10, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201712230

    Ásgrímur H Helgason Leirutanga 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að hækka rishæð hússins nr. 10 við Leirutanga og innrétta þar íbúðarrými og geymslu í samræmi við framlögð gögn.Bygginngafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagnefndar um erindið. Frestað á 451. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að er­ind­ið verði grennd­arkynnt þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

  • 13. Bugðufljót 17, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201711329

    Meiriháttar ehf. Klettagörðum 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja þrjú stakstæð atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 17 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn, tvö einnar hæðar og eitt tveggja hæða. Stærð: MHL.01 926,4 m2, 5098,8 m3. MHL.02 1953,4 m2, 9534,6 m3. MHL.03 1079,4 m2, 8938,8 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 451. fundi.

    Frestað.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00