16. mars 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Gunnar Sigurgeir Ragnarsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrui
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins - breyting vegna borgarlínu201702146
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018 varðandi samþykkt Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 varðandi samgöngu og þróunarása fyrir Borgarlínu.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkir breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 þar sem skilgreindir eru samgöngu- og þróunarásar sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
- Fylgiskjal3_Innkomnar_athugasemdir_vid_augl_tillogu.pdfFylgiskjal2_Umhverfisskýrsla_svæðisskipulag.pdfFylgiskjal1_180302_ssk_tillaga_samþykkt.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 -MOS-sk.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr.1702003 -MOS-sk.pdf
2. Engjavegur lnr. 125414 - breyting á deiliskipulagi.201802217
Borist hefur erindi frá Einar Grétarssyni fh. Ólafs Más Gunnlaugssonar dags. 19. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð með lnr. 125414 við Engjaveg.
Skipulagsnefnd er neikvæð gagnvart erindinu. Nefndin ráðleggur og mælir með að landeigendur á svæðinu taki höndum saman og vinni í sameiningu að deiliskipulagi fyrir fleiri lóðir á svæðinu.
3. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - breytt afmörkun landnotkunar201802318
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 21. febrúar 2018 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - iðnaður og önnur landfrek starfs201802319
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 21. febrúar 2018 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfsemi.
Skipulagsnefnd hefur efasemdir vegna fyrirhugaðra breytinga og óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á næsta fundi nefndarinnar.
5. Teigsland - framtíðarskiplag201803006
Á 1345. fundi bæjarráðs var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá skipulagsnefnd."
Uræður um málið, afgreiðslu frestað.
7. Brattahlíð 27, Umsókn um byggingarleyfi201803152
Þorkell Guðbrandsson Blikahöfða 7 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlis með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 27 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gög. Stærð: Íbúð 203,8 m2, bílgeymsla/geymsla 41,0 m2, 877,3 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna aðkomu og tilfærslu á bílastæðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
8. Háholt 17-19 - verslun og íbúðir.201712234
Á fundinn mætti Oddur Víðisson arkitekt.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að sérstaklega verði unnið verði áfram með betri útfærslu á 1. hæð hússins í samræmi við umræður á fundinum og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
9. Gerplustræti 17-19, Umsókn um byggingarleyfi201803123
Í upphafi fundar var samþykkt að taka þetta mál til umfjöllunar á fundinum þó það hafi ekki verið á útsendri dagskrá. Óskað er eftir umfjöllun skipulagsnefndar um að meginaðkoma að húsunum verði frá bílastæðum norðanvert við húsið í stað frá leiksvæði á milli húsanna.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 24201803006F
Lagt fram.
10.1. Knatthús að Varmá - breyting á deiliskipulagi. 201711041
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 13. janúar til og með 24. febrúar 2018. Engin athugasemd barst.
10.2. Umsókn um lóð við Lágafellslaug 201611134
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 20. janúar til og með 3. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 328201803011F
Lagt fram.
11.1. Brattahlíð 27, Umsókn um byggingarleyfi 201803152
Þorkell Guðbrandsson Blikahöfða 7 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlis með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 27 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 203,8 m2, bílgeymsla/geymsla 41,0 m2, 877,3 m3.11.2. Desjamýri 6, Umsókn um byggingarleyfi 201802283
Húsasteinn ehf Dalhúsum 54 Reykjavík sækir um smávægilega stærðar, útlits og fyrirkomulagsbreytingar á áður samþykktu atvinnuhúsnæði úr stáli og steinsteypu á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 168,0 m3.
Stærð húss eftir breytingu 1232,0 m2, 10158,1 m3.11.3. Laxatunga 95, Umsókn um byggingarleyfi 201802245
Ágúst Ólafsson Laxatungu 95 sækir um leyfi fyrir geymslulofti, útlits- og fyrirkomulagsbreytingum að Laxatungu 95 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.11.4. Leirvogstunga 21, Umsókn um byggingarleyfi 201802259
Benedikt Sigurjónsson Hjalla í Ölfusi sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum að Leirvogstungu 21 í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.11.5. Leirvogstunga 23, Umsókn um byggingarleyfi 201802258
Ragnar Einarsson Öldugötu 54 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum að Leirvogstungu 23 í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.