Mál númer 201401337
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Málefni öldungaráðs. Fulltrúar öldungaráðs eru boðaðir til fundarins kl. 08:15.
Afgreiðsla 249. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. nóvember 2016
Öldungaráð Mosfellsbæjar #8
Málefni öldungaráðs. Fulltrúar öldungaráðs eru boðaðir á fund fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar kl. 08:15.
Fulltrúar öldungaráðs sem ekki sátu fund fjölskyldunefndar þær, Jóhanna B. Magnúsdólttir (JBM), Sara Elíasdóttir(SE)og Svala Árnadóttir (SÁ) mættu til fundarins. Einnig sat fundinn Kristbjörg Hjaltadóttir (KH)starfsmaður ráðsins. Rætt var um málefni eldri borgara í Mosfellsbæ þ.m.t. hjúkrunarþjónustu og mikilvægi félagslegrar virkni og samneytis.Þá var rætt um fyrirhugaðan fund ödungaráðs og ungmennaráðs.
- 18. nóvember 2016
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #249
Málefni öldungaráðs. Fulltrúar öldungaráðs eru boðaðir til fundarins kl. 08:15.
Fulltrúar öldungaráðs sem ekki sátu fund fjölskyldunefndar þær, Jóhanna B. Magnúsdólttir (JBM), Sara Elíasdóttir(SE)og Svala Árnadóttir (SÁ) mættu til fundarins. Einnig sat fundinn Kristbjörg Hjaltadóttir (KH)starfsmaður ráðsins. Rætt var um málefni eldri borgara í Mosfellsbæ þ.m.t. hjúkrunarþjónustu og mikilvægi félagslegrar virkni og samneytis.Þá var rætt um fyrirhugaðan fund ödungaráðs og ungmennaráðs.
- 6. júlí 2016
Öldungaráð Mosfellsbæjar #5
Málefni öldungaráðs.
Rætt um heimsóknarvini fyrir íbúa hjúkrunarheimilisins Hamra. Margir íbúar einangraðir og þyrftu að fá heimsóknir. Öldungaráð mun hafa samband við Huldu Margréti Rútsdóttur verkefnastjóra Rauða Krossins og benda á þörfina.
Einnig væri gott ef hægt væri að fylgja íbúum yfir í Gaman Saman á Eirhömrum.
Rætt um að ekki sé mikið um afþreyingu fyrir íbúa heimilisins, ekki séu til spil eða púsl fyrir íbúana. Einnig er nefnt að maturinn sé látin bíða lengi áður en hann er reiddur fram.
- 2. mars 2016
Öldungaráð Mosfellsbæjar #4
Málefni öldungarráðs - efni til umfjöllunar.
II.Tillaga þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra lögð fram til kynningar.
Farið yfir helstu atriði tillögunar og rætt um að kynna hana á formannafundi félaga eldri borgara þann 26.apríl næstkomandi.
Jafnframt var rætt um að kynna þyrfti betur félag eldri borgara fyrir íbúum í Mosfellsbæ.
III. Dagskrá funda og fundarefni. Settir niður fastir fundir yfir starfsárið.
Ekki voru settar niður ákveðnar dagsetningar en ákveðið var að hafa:Fund um miðjan maí
Lagt til að Öldungaráð í heild sinni fundi með fjölskyldunefnd í september
Fund í nóvemberIV. Önnur mál
1.Unnur V. Ingólfsdóttir fer yfir málefni heimahjúkrunar.
Rætt um málefni heimahjúkrunar og framkvæmd á henni í Mosfellsbæ. Unnur ætlar að taka saman minnisblað og kynna á næsta Öldungaráðsfundi. Öldungaráð gæti beitt sér sem þrýstihópur vegna þjónustu heimahjúkrunar. Einnig rætt um hjúkrunarheimilið Hamra, sótt hefur verið um stækkun heimilisins. Hamrar er hjúkrunarheimili fyrir alla landsmenn og Mosfellingar því ekki í forgangi þar inn.2.Elva Björg Pálsdóttir kynnir félagsstarf eldri borgara.
Mikil aukning hefur verið í þátttöku fólks í félagsstarfi eldri borgara en þangað mæta um 120 ? 200 manns í hverri viku. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá í boði. Vandamál eru þó alltaf með bílastæði, erfitt að fá stæði og erfitt fyrir marga að ganga langar vegalengdir sérstaklega yfir vetrartímann. Rætt um hvort fulltrúi hússins að Eirhömrum geti gengið í þetta mál. Mögulega hægt að nota stæðin við hjúkrunarheimilið og ganga þar í gegn inn í félagsstarfið. - 2. desember 2015
Öldungaráð Mosfellsbæjar #3
Heimsókn öldungaráðs í þjónustumiðstöð Mosfellsbæjar fyrir eldri borgara í Eirhömrum.
I. Vettvangsheimsókn í sjúkraþjálfun Eirhamra
Farið var að skoða tækjabúnað og aðstöðu sjúkraþjálfunar á Eirhömrum. Ylfa Þorsteinsdóttir yfirsjúkraþjálfi á Eir tók á móti okkur. Mikil umræða skapaðist um hvað betur mætti fara í æfingarsalnum s.s að þörf væri á frekar útskýringum og leiðbeiningum við hvert tæki þar sem skýrt væri hvernig nota ætti tækin. Ylfa tekur að sér í samvinnu við Rósu sjúkraþjálfa á Eir að útbúa leiðbeiningar og setja upp í rýminu við hvert tæki. Þeim boðið að senda leiðbeiningarnar á bæjarskrifstofurnar sem gætu tekið að sér að prenta út í lit.Rætt um tækjabúnað. Göngubretti er hættulegt, það er erfitt að stjórna hraðanum og getur valdið því að fólk dettur. Ylfa segir frá tæki sem hefur nýst eldra fólki. Tækið heitir Nustep eða fjölþjálfi. Þetta tæki er þægilegt í notkun og hentar jafnt til þjálfunar fyrir fólk með fulla hreyfifærni og hreyfihamlaða. Fjölþjálfinn þjálfar stóru vöðvahópana í líkamanum í einu, bæði handleggi og fótleggi og gefur þar með góða alhliða þjálfun. Að þessu leyti er Nustep talið henta betur en göngubretti. Ylfa segir mjög góða reynslu af þessu tæki þar sem það er í notkun. Tækið kostar þó nokkuð háa fjárhæð. Verð fyrir ódýrari gerðina er 981.000 krónur án vsk, 1.216.440 með vsk og fæst hjá Fastus. Ylfa telur ekki þörf á dýrari gerðinni.
Rætt um hugsanlegar fjármögnunarleiðir til kaupa á Nustep. Spurning hvort bærinn geti komið eitthvað til móts við kostnað á móti öðrum fjáröflunarleiðum. Meðlimir öldungaráðs munu skoða leiðir að fjármögnun.
- 5. október 2015
Öldungaráð Mosfellsbæjar #2
Málefni öldungaráðs til umfjöllunar
III. Dagskrá funda og fundarefni. Settir niður fastir fundir fyrir starfsárið.
Rætt um skipulag funda Öldungaráðs og mikilvægi þess að senda inn erindi tímalega á dagskrá fundanna svo allir meðlimir hafi tækifæri til að kynna sér þau mál sem óskað er eftir að fjallað verði um. Samkvæmt samþykkt Öldungaráðs á að senda út fundarboð með dagskrá viku fyrir áætlaðan fundardag.IV. Önnur mál
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kynnir hjól fyrir eldra fólk sem keypt hafa verið á norðurlöndunum fyrir fólk á hjúkrunarheimilum. Í kjölfar þeirrar umræðu var rætt um tækjabúnað til sjúkraþjálfunar á Eirhömrum og gæði þeirra. Ákveðið að byrja næsta Öldungaráðsfund á Eirhömrum til að kynna sér tækjabúnaðinn og fá jafnvel Ölfu R. Jóhannsdóttur til að koma og meta tækin fyrir hönd aðstandenda þar sem hún hefur mikla kunnáttu á slíkan tækjabúnað.
Næsti fundur öldungaráðs áætlaður þann 18.nóvember kl 15:00 á Eirhömrum. - 1. júlí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #653
Bæjarstjórn frestaði því á 652. fundi að staðfesta tilnefningar í Öldungaráð og vísaði málinu til þessa bæjarstjórnarfundar.
Samþykkt með sex atkvæðum D- og V-lista að skipa Svölu Árnadóttur sem aðalmann í öldungaráð og Jóhönnu B. Magnúsdóttur sem varamann.
Fulltrúar S- og M-lista sitja hjá.
Bókun fulltrúa S-lista:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar sitja hjá við kosningu fulltrúa í Öldungaráð sem velja skal skv. 3. lið 2. greinar samþykktar um ráðið. Þar kemur fram að fulltrúinn og varafulltrúinn skuli tilnefndir sameiginlega af FaMos og bæjarstjórn, ekki aðeins meirihluta bæjarstjórnar hvað þá heldur þeim sem þegar hafa verið skipaðir í ráðið. Enn fremur að umræddir stjórnarmenn skuli hvorki vera fulltrúar bæjarstjórnar né félagsins. Ekkert samráð var haft við bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um þessa tilnefningu þrátt fyrir að mörg orð hafi fallið í aðdraganda stofnunar Öldungaráðs um að ráðið skuli vera ópólitískt en umræddur aðalfulltrúi er virkur nefndamaður fyrir sjálfstæðisflokkinn. Bæjarfulltrúar S-lista telja þessa aðferð til vansa fyrir meirihluta VG og sjálfstæðismanna og óheppilegt upphaf fyrir Öldungaráð.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun fulltrúa D- og V-lista:
Bæjarfulltrúum D- og V-lista þykir leitt að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar skuli gera skipun öldungaráðs að pólitísku máli. Fjórir fulltrúar í öldungaráði komu sér saman um tillögu að tilnefningu að oddamanni í ráðið. Sú tillaga var gerð með hliðsjón af reynslu af störfum þeirra aðila sem tilnefndir voru. Bæjarfulltrúar D- og V-lista vísa því algjörlega á bug að sú tilefning þessara fjörgurra aðila sé af pólitískum rótum. Með því er verið að gera lítið úr vinnu þessara aðila.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna hjásetu:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að lýðræðislegra hefði verið að auglýsa eftir oddamanni í öldungaráð meðal eldri borgara í Mosfellsbæ, í stað þess að eftirláta öðrum öldungaráðsmönnum að gera það. Stofnun öldungaráðs gefur bæjarstjórn færi á að virkja íbúa til þátttöku í skemmtilegu samfélagsverkefni og miður að það skuli ekki hafa verið nýtt.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr því hjá. - 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.
Samþykkt með níu atkvæðum að fresta staðfestingu á tilnefningum í Öldungaráð til næsta bæjarstjórnarfundar.
- 11. júní 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1216
Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að skipa Svölu Árnadóttur sem aðalmann í öldungaráð og Jóhönnu B. Magnúsdóttur sem varamann.
Fulltrúi S-lista situr hjá.
- 3. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #651
Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fresta afgreiðslu máls þessa.
- 3. júní 2015
Öldungaráð Mosfellsbæjar #1
Samþykkt um öldungaráð til umfjöllunar
I. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar býður Öldungaráð velkomið og fer yfir fyrirkomulag og skipan ráðsins. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir formaður fjölskyldunefndar er tilnefnd og samþykkt sem formaður Öldungaráðs. Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður fjölskyldunefndar samþykkt sem varaformaður og Kristbjörg Hjaltadóttir sem starfsmaður ráðsins.
II. Farið yfir samþykkt öldungaráðs Mosfellsbæjar sem var samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 11. febrúar 2015.
III. Farið yfir hvernig mál eru sett inn á dagskrá ráðsins og hvernig fyrirkomulag funda verður. Rætt um að senda minnisblað á aðrar nefndir til að kynna starfsemi öldungaráðsins og að hægt verði að leita til þeirra með mál er varða málaflokk eldri borgara.
IV. Önnur mál
Rætt um þörf á samkomustað fyrir eldri borgara. Hlégarður nefndur í því sambandi þar sem Mosfellsbær hefur aðgang að húsinu 2x í mánuði. Einnig rætt um stað fyrir æfingar kórsins Vorboðanna. Borið hefur á samskiptavanda á Eirhömrum og verður það rætt nánar á næsta fundi. - 20. maí 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #230
Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.
Kynnt minnisblað af fundi fulltrúa Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni og fulltrúa Mosfellsbæjar í öldungaráði frá 8. apríl 2015 um ákvörðun oddamanns og varafulltrúa hans í ráðinu. Svala Árnadóttir er aðalmaður og Jóhanna B. Magnúsdóttur sem varamaður. Kristbjörg Hjaltadóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og sérfræðningur í málefnum alraðra mun starfa með ráðinu.
- 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. mars 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1205
Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.
Ásgeir Sigurgestsson, verkefnastjóri gæða- og þróunar, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fulltrúar Mosfellsbæjar í Öldungaráði verði formaður fjölskyldunefndar á hverjum tíma og varamaður hans verði varaformaður nefndarinnar, og jafnframt framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs á hverjum tíma og varamaður hans verði deildarstjóri búsetu- og þjónustudeildar fjölskyldusviðs. Þá er samþykkt að óska eftir tilefningum í Öldungaráð frá Félagi aldraðra í Mosfellsbæ.
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ kynnt.
Afgreiðsla 227. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. febrúar 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #227
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ kynnt.
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ, sem samþykkt var á 653. fundi bæjarstjórnar lögð fram.
Fjölskyldunefnd fagnar tilkomu Öldungaráðs í Mosfellsbæ.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1198. fundar bæjarráðs samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 5. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1198
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ samþykkt með þremur atkvæðum.
- 14. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #641
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ,
Afgreiðsla 1194. fundar bæjarráðs samþykkt á 641. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1194
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ,
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna áfram að skipulagsskrá fyrir Öldungaráð í Mosfellsbæ.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ,
Málsmeðferðartillaga samþykkt með níu atkvæðum að málið verði sent til bæjarráðs til frekari umjöllunar.
- 10. desember 2014
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #225
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ,
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög með fyrirvara um samþykki stjórnar Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni á drögunum.