3. júní 2015 kl. 15:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Kristbjörg Hjaltadóttir fjölskyldusvið
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
- Vibeke Þorbjörg Þorbjörnsdóttir varamaður
- Harald S Holsvik aðalmaður
- Magnús Þorlákur Sigsteinsson aðalmaður
- Sara Elíasdóttir varamaður
- Jón Þórður Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Öldungaráð201401337
Samþykkt um öldungaráð til umfjöllunar
I. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar býður Öldungaráð velkomið og fer yfir fyrirkomulag og skipan ráðsins. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir formaður fjölskyldunefndar er tilnefnd og samþykkt sem formaður Öldungaráðs. Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður fjölskyldunefndar samþykkt sem varaformaður og Kristbjörg Hjaltadóttir sem starfsmaður ráðsins.
II. Farið yfir samþykkt öldungaráðs Mosfellsbæjar sem var samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 11. febrúar 2015.
III. Farið yfir hvernig mál eru sett inn á dagskrá ráðsins og hvernig fyrirkomulag funda verður. Rætt um að senda minnisblað á aðrar nefndir til að kynna starfsemi öldungaráðsins og að hægt verði að leita til þeirra með mál er varða málaflokk eldri borgara.
IV. Önnur mál
Rætt um þörf á samkomustað fyrir eldri borgara. Hlégarður nefndur í því sambandi þar sem Mosfellsbær hefur aðgang að húsinu 2x í mánuði. Einnig rætt um stað fyrir æfingar kórsins Vorboðanna. Borið hefur á samskiptavanda á Eirhömrum og verður það rætt nánar á næsta fundi.