5. febrúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Laxnes - Gjald á rotþró201501810
Erindi frá Laxnesi ehf þar sem óskað er eftir endurskoðun á rotþróargjöldum sem bæjarráð setur með gjaldskrá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Umhverfissviðs.
2. Fyrirkomulag styrkveitinga hjá Mosfellsbæjar - erindi að ósk fulltrúa Íbúahreyfingarinnar201410204
Bæjarstjóri leggur fram umbeðið yfirlit yfir styrkveitingar á vegum Mosfellsbæjar.
Íbúahreyfingin gerir að tillögu sinni að bæjarráð óski eftir því við bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur sem í eru fulltrúar allra framboða í bæjarstjórn. Starfshópurinn hafi með höndum að móta heildstæða stefnu um styrkveitingar þar sem einfaldleiki, gegnsæi og jafnræði er í fyrirrúmi.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Fundarstjóri gerir það að tillögu sinni að bæjarstjóra verði falið að gera tillögur að almennum leiðbeiningum til bæjarráðs vegna tilfallandi styrkbeiðna sem berast bæjarráði og heyra ekki undir einstaka nefndir.
Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinna:
Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar harmar að bæjarráð skuli hafna tillögu um að stofna starfshóp til að móta faglega umgjörð um styrkveitingar hjá Mosfellsbæ. Ljóst er á umsögn bæjarstjóra að fyrirkomulag þessara mála er í miklum ólestri, reglur af skornum skammti og úthlutun því ógagnsæ. Með því að hafna tillögunni gefur bæjarráð færi á því að styrkjum sé úthlutað af handahófi eða eftir geðþótta þess sem tekur ákvörðunina. Íbúahreyfingin ítrekar því ósk sína um að ráðist verði í endurskoðun sem allra fyrst.Bókun S-, D- og V-lista:
Fulltrúar S-, D- og V-lista vísa á bug þeim fullyrðingum sem fram koma í bókun Íbúahreyfingarinnar um fyrirkomulag styrkja.3. Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða201412356
Samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísaði á 1195. fundi sínum málinu til umsagnar umhverfisnefndar. Lögð er fram umsögn umhverfisnefndar auk minnisblaðs lögmanns.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa athugasemdum sem fram koma í minnisblaði lögmanns til heilbrigðisnefndar til afgreiðslu.
4. Öldungaráð201401337
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ samþykkt með þremur atkvæðum.
5. Forvarnir í málum barna í Mosfellsbæ-stefnumörkun201501776
Forvarnir í málum barna-stefnumörkun.
Bæjarráð fagnar samstarfi við verkefnahóp nemanda meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík.
6. Erindi Lögreglustjórans vegna umsóknar um rekstarleyfi YAM að Þverholti 2201502029
Erindi Lögreglustjórans vegna umsóknar um rekstrarleyfi YAM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugsemdir við erindi Lögreglustjóra vegna umsóknar um rekstrarleyfi YAM, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum201501794
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erirndinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og til fræðslunefndar til kynningar.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun201501779
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og til fræðslunefndar til kynningar.