Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. febrúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Er­indi Lax­nes - Gjald á rot­þró201501810

  Erindi frá Laxnesi ehf þar sem óskað er eftir endurskoðun á rotþróargjöldum sem bæjarráð setur með gjaldskrá.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs.

  • 2. Fyr­ir­komulag styrk­veit­inga hjá Mos­fells­bæj­ar - er­indi að ósk full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar201410204

   Bæjarstjóri leggur fram umbeðið yfirlit yfir styrkveitingar á vegum Mosfellsbæjar.

   Íbúa­hreyf­ing­in ger­ir að til­lögu sinni að bæj­ar­ráð óski eft­ir því við bæj­ar­stjórn að stofn­að­ur verði starfs­hóp­ur sem í eru full­trú­ar allra fram­boða í bæj­ar­stjórn. Starfs­hóp­ur­inn hafi með hönd­um að móta heild­stæða stefnu um styrk­veit­ing­ar þar sem ein­fald­leiki, gegn­sæi og jafn­ræði er í fyr­ir­rúmi.

   Til­lag­an er felld með þrem­ur at­kvæð­um.

   Fund­ar­stjóri ger­ir það að til­lögu sinni að bæj­ar­stjóra verði fal­ið að gera til­lög­ur að al­menn­um leið­bein­ing­um til bæj­ar­ráðs vegna til­fallandi styrk­beiðna sem berast bæj­ar­ráði og heyra ekki und­ir ein­staka nefnd­ir.

   Til­lag­an er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

   Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inna:
   Full­trúi M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar harm­ar að bæj­ar­ráð skuli hafna til­lögu um að stofna starfs­hóp til að móta fag­lega um­gjörð um styrk­veit­ing­ar hjá Mos­fells­bæ. Ljóst er á um­sögn bæj­ar­stjóra að fyr­ir­komulag þess­ara mála er í mikl­um ólestri, regl­ur af skorn­um skammti og út­hlut­un því ógagnsæ. Með því að hafna til­lög­unni gef­ur bæj­ar­ráð færi á því að styrkj­um sé út­hlutað af handa­hófi eða eft­ir geð­þótta þess sem tek­ur ákvörð­un­ina. Íbúa­hreyf­ing­in ít­rek­ar því ósk sína um að ráð­ist verði í end­ur­skoð­un sem allra fyrst.

   Bók­un S-, D- og V-lista:
   Full­trú­ar S-, D- og V-lista vísa á bug þeim full­yrð­ing­um sem fram koma í bók­un Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um fyr­ir­komulag styrkja.

   • 3. Sam­þykkt um hænsna­hald utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða201412356

    Samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísaði á 1195. fundi sínum málinu til umsagnar umhverfisnefndar. Lögð er fram umsögn umhverfisnefndar auk minnisblaðs lögmanns.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa at­huga­semd­um sem fram koma í minn­is­blaði lög­manns til heil­brigð­is­nefnd­ar til af­greiðslu.

    • 4. Öld­ungaráð201401337

     Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ lögð fram til afgreiðslu.

     Skipu­lags­skrá Öld­unga­ráðs í Mos­fells­bæ sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

     • 5. For­varn­ir í mál­um barna í Mos­fells­bæ-stefnu­mörk­un201501776

      Forvarnir í málum barna-stefnumörkun.

      Bæj­ar­ráð fagn­ar sam­starfi við verk­efna­hóp nem­anda meist­ara­námi í verk­efna­stjórn­un í Há­skól­an­um í Reykja­vík.

      • 6. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans vegna um­sókn­ar um rekst­ar­leyfi YAM að Þver­holti 2201502029

       Erindi Lögreglustjórans vegna umsóknar um rekstrarleyfi YAM.

       Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera ekki at­hug­semd­ir við er­indi Lög­reglu­stjóra vegna um­sókn­ar um rekstr­ar­leyfi YAM, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

       • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um grunn­skóla, nr. 91/2008, með síð­ari breyt­ing­um201501794

        Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum lagt fram.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa erirnd­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og til fræðslu­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

        • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um Mennta­mála­stofn­un201501779

         Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun lagt fram.

         Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og til fræðslu­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

         Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.