2. mars 2016 kl. 15:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir aðalmaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Kristbjörg Hjaltadóttir aðalmaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
- Harald S Holsvik aðalmaður
- Magnús Þorlákur Sigsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Öldungaráð201401337
Málefni öldungarráðs - efni til umfjöllunar.
II.Tillaga þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra lögð fram til kynningar.
Farið yfir helstu atriði tillögunar og rætt um að kynna hana á formannafundi félaga eldri borgara þann 26.apríl næstkomandi.
Jafnframt var rætt um að kynna þyrfti betur félag eldri borgara fyrir íbúum í Mosfellsbæ.
III. Dagskrá funda og fundarefni. Settir niður fastir fundir yfir starfsárið.
Ekki voru settar niður ákveðnar dagsetningar en ákveðið var að hafa:Fund um miðjan maí
Lagt til að Öldungaráð í heild sinni fundi með fjölskyldunefnd í september
Fund í nóvemberIV. Önnur mál
1.Unnur V. Ingólfsdóttir fer yfir málefni heimahjúkrunar.
Rætt um málefni heimahjúkrunar og framkvæmd á henni í Mosfellsbæ. Unnur ætlar að taka saman minnisblað og kynna á næsta Öldungaráðsfundi. Öldungaráð gæti beitt sér sem þrýstihópur vegna þjónustu heimahjúkrunar. Einnig rætt um hjúkrunarheimilið Hamra, sótt hefur verið um stækkun heimilisins. Hamrar er hjúkrunarheimili fyrir alla landsmenn og Mosfellingar því ekki í forgangi þar inn.2.Elva Björg Pálsdóttir kynnir félagsstarf eldri borgara.
Mikil aukning hefur verið í þátttöku fólks í félagsstarfi eldri borgara en þangað mæta um 120 ? 200 manns í hverri viku. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá í boði. Vandamál eru þó alltaf með bílastæði, erfitt að fá stæði og erfitt fyrir marga að ganga langar vegalengdir sérstaklega yfir vetrartímann. Rætt um hvort fulltrúi hússins að Eirhömrum geti gengið í þetta mál. Mögulega hægt að nota stæðin við hjúkrunarheimilið og ganga þar í gegn inn í félagsstarfið.Gestir
- Elva Björg Pálsdóttir
- Anna Katrín Guðdísardóttir