Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. mars 2016 kl. 15:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Kristbjörg Hjaltadóttir aðalmaður
  • Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
  • Harald S Holsvik aðalmaður
  • Magnús Þorlákur Sigsteinsson aðalmaður

Fundargerð ritaði

Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Öld­ungaráð201401337

    Málefni öldungarráðs - efni til umfjöllunar.

    II.Til­laga þings­álykt­un­ar um embætti um­boðs­manns aldr­aðra lögð fram til kynn­ing­ar.
    Far­ið yfir helstu at­riði til­lög­un­ar og rætt um að kynna hana á formanna­fundi fé­laga eldri borg­ara þann 26.apríl næst­kom­andi.
    Jafn­framt var rætt um að kynna þyrfti bet­ur fé­lag eldri borg­ara fyr­ir íbú­um í Mos­fells­bæ.

    III. Dagskrá funda og fund­ar­efni. Sett­ir nið­ur fast­ir fund­ir yfir starfs­ár­ið.
    Ekki voru sett­ar nið­ur ákveðn­ar dag­setn­ing­ar en ákveð­ið var að hafa:

    Fund um miðj­an maí
    Lagt til að Öld­ungaráð í heild sinni fundi með fjöl­skyldu­nefnd í sept­em­ber
    Fund í nóv­em­ber

    IV. Önn­ur mál
    1.Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fer yfir mál­efni heima­hjúkr­un­ar.
    Rætt um mál­efni heima­hjúkr­un­ar og fram­kvæmd á henni í Mos­fells­bæ. Unn­ur ætl­ar að taka sam­an minn­is­blað og kynna á næsta Öld­unga­ráðs­fundi. Öld­ungaráð gæti beitt sér sem þrýsti­hóp­ur vegna þjón­ustu heima­hjúkr­un­ar. Einn­ig rætt um hjúkr­un­ar­heim­il­ið Hamra, sótt hef­ur ver­ið um stækk­un heim­il­is­ins. Hamr­ar er hjúkr­un­ar­heim­ili fyr­ir alla lands­menn og Mos­fell­ing­ar því ekki í for­gangi þar inn.

    2.Elva Björg Páls­dótt­ir kynn­ir fé­lags­st­arf eldri borg­ara.
    Mik­il aukn­ing hef­ur ver­ið í þátt­töku fólks í fé­lags­starfi eldri borg­ara en þang­að mæta um 120 ? 200 manns í hverri viku. Skemmti­leg og fjöl­breytt dagskrá í boði. Vanda­mál eru þó alltaf með bíla­stæði, erfitt að fá stæði og erfitt fyr­ir marga að ganga lang­ar vega­lengd­ir sér­stak­lega yfir vetr­ar­tím­ann. Rætt um hvort full­trúi húss­ins að Eir­hömr­um geti geng­ið í þetta mál. Mögu­lega hægt að nota stæð­in við hjúkr­un­ar­heim­il­ið og ganga þar í gegn inn í fé­lags­starf­ið.

    Gestir
    • Elva Björg Pálsdóttir
    • Anna Katrín Guðdísardóttir
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00