8. janúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Reykjavíkurborgar um landakaup201412348
Hrólfur Jónsson sendir inn erindi fyrir hönd Reykjavíkurborgar þar sem kynnt eru áform um landakaup í Úlfarsfellslandi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá sölu á landspildu úr landi Úlfarsfells í samræmi við erindi Reykjavíkurborgar.
2. Öldungaráð201401337
Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ,
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna áfram að skipulagsskrá fyrir Öldungaráð í Mosfellsbæ.
3. Skeggjastaðir - umsögn Mosfellsbæjar um stofnun lögbýlis201411075
Lagt fram minnisblað samkvæmt beiðni bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær geri ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis að Skeggjastöðum.
4. Hraðastaðir 1 - umsögn Mosfellsbæjar um stofnun lögbýlis201402294
Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ. Lagt fram minnisblað samkvæmt beiðni bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær geri ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis á landi Hraðastaða 1.
5. Verkfall tónlistarkennara 2014201411096
Umræða um að nemendur Listaskóla Mosfellsbæjar fái bættan upp kennslumissi vegna verkfalls tónlistarkennara. Ósk bæjarfulltrúa Sigrúnar H. Pálsdóttur um mál á dagskrá.
Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að bæjarráð Mosfellsbæjar hlutist til um að nemendum í Listaskóla Mosfellsbæjar verði bætt upp það kennslufall sem þeir urðu fyrir á haustönn 2014 vegna verkfalls tónlistarskólakennara í Félagi tónlistarkennara. Tilgangurinn með tillögunni er að lágmarka þann skaða sem tónlistarnemendur hafa orðið fyrir á skólaárinu, auk þess að bæta kennurum upp það fimm vikna tekjutap sem þeir urðu fyrir á meðan á verkfallinu stóð, a.m.k. að hluta.
Sem fyrsta skref leggur fulltrúi Íbúahreyfingarinnar til að bæjarráð óski eftir tillögum frá skólastjóra og kennurum Listaskólans um útfærslu á leiðréttingunni og Mosfellsbær láti kostnaðargreina þær. Þau gögn komi síðan til umræðu og endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.Málsmeðferðartillaga samþykkt með þremur atkvæðum að tillögu Íbúahreyfingarinnar sé vísað til umsagnar bæjarstjóra, framkvæmdarstjóra fræðslusviðs og skólastjóra Listaskólans.