Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. janúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar um landa­kaup201412348

    Hrólfur Jónsson sendir inn erindi fyrir hönd Reykjavíkurborgar þar sem kynnt eru áform um landakaup í Úlfarsfellslandi.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ganga frá sölu á land­spildu úr landi Úlfars­fells í sam­ræmi við er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar.

    • 2. Öld­ungaráð201401337

      Skipulagsskrá Öldungaráðs í Mosfellsbæ,

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að vinna áfram að skipu­lags­skrá fyr­ir Öld­ungaráð í Mos­fells­bæ.

      • 3. Skeggjastað­ir - um­sögn Mos­fells­bæj­ar um stofn­un lög­býl­is201411075

        Lagt fram minnisblað samkvæmt beiðni bæjarráðs.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær geri ekki at­huga­semd­ir við stofn­un lög­býl­is að Skeggja­stöð­um.

        • 4. Hraðastað­ir 1 - um­sögn Mos­fells­bæj­ar um stofn­un lög­býl­is201402294

          Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ. Lagt fram minnisblað samkvæmt beiðni bæjarráðs.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær geri ekki at­huga­semd­ir við stofn­un lög­býl­is á landi Hraðastaða 1.

          • 5. Verk­fall tón­list­ar­kenn­ara 2014201411096

            Umræða um að nemendur Listaskóla Mosfellsbæjar fái bættan upp kennslumissi vegna verkfalls tónlistarkennara. Ósk bæjarfulltrúa Sigrúnar H. Pálsdóttur um mál á dagskrá.

            Full­trúi M-lista ger­ir að til­lögu sinni að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hlut­ist til um að nem­end­um í Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar verði bætt upp það kennslufall sem þeir urðu fyr­ir á haustönn 2014 vegna verk­falls tón­list­ar­skóla­kenn­ara í Fé­lagi tón­list­ar­kenn­ara. Til­gang­ur­inn með til­lög­unni er að lág­marka þann skaða sem tón­list­ar­nem­end­ur hafa orð­ið fyr­ir á skóla­ár­inu, auk þess að bæta kenn­ur­um upp það fimm vikna tekjutap sem þeir urðu fyr­ir á með­an á verk­fall­inu stóð, a.m.k. að hluta.
            Sem fyrsta skref legg­ur full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar til að bæj­ar­ráð óski eft­ir til­lög­um frá skóla­stjóra og kenn­ur­um Lista­skól­ans um út­færslu á leið­rétt­ing­unni og Mos­fells­bær láti kostn­að­ar­greina þær. Þau gögn komi síð­an til um­ræðu og end­an­legr­ar af­greiðslu í bæj­ar­ráði.

            Máls­með­ferð­ar­til­laga sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að til­lögu Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sé vísað til um­sagn­ar bæj­ar­stjóra, fram­kvæmd­ar­stjóra fræðslu­sviðs og skóla­stjóra Lista­skól­ans.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.