6. júlí 2016 kl. 15:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Sara Elíasdóttir varamaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
- Kristbjörg Hjaltadóttir embættismaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði
Una Dögg Evudóttir sat fundinn.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ201603286
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Minnisblað um málefni heimaþjónustu í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar. Rædd málefni heimahjúkrunar, heimaþjónustu og framkvæmd hennar í Mosfellsbæ. Mikilvægt er í þessari þjónustu er að framkvæmdin sé í höndum sama aðila svo ekki myndist gap í þjónustu sem bitnar þá eingöngu á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Öldungaráð styður þær tillögur sem fram koma í minnisblaðinu um að funda með heilbrigðisyfirvöldum sem fyrst til að ræða framtíð heimaþjónustu við íbúa Mosfellsbæjar og leita þannig leiða til þess að færa framkvæmd heimahjúkrunar í Mosfellsbæ í ásættanlegt form og tryggja að þróun þjónustunnar verði íbúum bæjarins til hagsbóta.
3. Viðhorfskönnun meðal eldri borgara um þátttöku í félagsstarfi201606238
Viðhorfskönnun meðal eldri borgara um þátttöku í félagsstarfi.
Viðhorfskönnun sem framkvæma á á næstu vikum lögð fram til umfjöllunar og kynningar. Öldungarráð samþykkir spurningar í könnuninni og mikilvægi þeirra.
4. Öldungaráð201401337
Málefni öldungaráðs.
Rætt um heimsóknarvini fyrir íbúa hjúkrunarheimilisins Hamra. Margir íbúar einangraðir og þyrftu að fá heimsóknir. Öldungaráð mun hafa samband við Huldu Margréti Rútsdóttur verkefnastjóra Rauða Krossins og benda á þörfina.
Einnig væri gott ef hægt væri að fylgja íbúum yfir í Gaman Saman á Eirhömrum.
Rætt um að ekki sé mikið um afþreyingu fyrir íbúa heimilisins, ekki séu til spil eða púsl fyrir íbúana. Einnig er nefnt að maturinn sé látin bíða lengi áður en hann er reiddur fram.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015201601291
Bæjarstjórn vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins.
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 lögð fram til umfjöllunar.