Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. júlí 2016 kl. 15:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Sara Elíasdóttir varamaður
  • Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
  • Kristbjörg Hjaltadóttir embættismaður
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir embættismaður

Fundargerð ritaði

Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði

Una Dögg Evu­dótt­ir sat fund­inn.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heima­þjón­usta í Mos­fells­bæ201603286

    Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.

    Minn­is­blað um mál­efni heima­þjón­ustu í Mos­fells­bæ lögð fram til kynn­ing­ar. Rædd mál­efni heima­hjúkr­un­ar, heima­þjón­ustu og fram­kvæmd henn­ar í Mos­fells­bæ. Mik­il­vægt er í þess­ari þjón­ustu er að fram­kvæmd­in sé í hönd­um sama að­ila svo ekki mynd­ist gap í þjón­ustu sem bitn­ar þá ein­göngu á þeim sem þurfa á þjón­ust­unni að halda. Öld­ungaráð styð­ur þær til­lög­ur sem fram koma í minn­is­blað­inu um að funda með heil­brigð­is­yf­ir­völd­um sem fyrst til að ræða fram­tíð heima­þjón­ustu við íbúa Mos­fells­bæj­ar og leita þann­ig leiða til þess að færa fram­kvæmd heima­hjúkr­un­ar í Mos­fells­bæ í ásætt­an­legt form og tryggja að þró­un þjón­ust­unn­ar verði íbú­um bæj­ar­ins til hags­bóta.

  • 3. Við­horfs­könn­un með­al eldri borg­ara um þátt­töku í fé­lags­starfi201606238

    Viðhorfskönnun meðal eldri borgara um þátttöku í félagsstarfi.

    Við­horfs­könn­un sem fram­kvæma á á næstu vik­um lögð fram til um­fjöll­un­ar og kynn­ing­ar. Öld­ung­ar­ráð sam­þykk­ir spurn­ing­ar í könn­un­inni og mik­il­vægi þeirra.

    • 4. Öld­ungaráð201401337

      Málefni öldungaráðs.

      Rætt um heim­sókn­ar­vini fyr­ir íbúa hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra. Marg­ir íbú­ar ein­angr­að­ir og þyrftu að fá heim­sókn­ir. Öld­ungaráð mun hafa sam­band við Huldu Mar­gréti Rúts­dótt­ur verk­efna­stjóra Rauða Kross­ins og benda á þörf­ina.

      Einn­ig væri gott ef hægt væri að fylgja íbú­um yfir í Gam­an Sam­an á Eir­hömr­um.

      Rætt um að ekki sé mik­ið um af­þrey­ingu fyr­ir íbúa heim­il­is­ins, ekki séu til spil eða púsl fyr­ir íbú­ana. Einn­ig er nefnt að mat­ur­inn sé lát­in bíða lengi áður en hann er reidd­ur fram.

      Almenn erindi - umsagnir og vísanir

      • 2. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2015201601291

        Bæjarstjórn vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins.

        Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2015 lögð fram til um­fjöll­un­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00