5. október 2015 kl. 15:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Kristbjörg Hjaltadóttir fjölskyldusvið
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
- Harald S Holsvik aðalmaður
- Magnús Þorlákur Sigsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Lögð fram drög að aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Lýðræðisstefnu.
Farið yfir lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var á 647. fundi bæjarráðs og hvaða aðkomu Öldungaráð gæti átt að sameiginlegum fundi með Ungmennaráði. Hugmynd um að Öldungaráð kæmi með framsögu varðandi það hvað er lýðræði og mikilvægi þess fyrir alla hópa. Lagt til að einn karlmaður og einn kvennmaður úr Öldungaráði tækju verkefnið að sér og sjá meðlimir Öldungaráðs um nánari útfærslu á því.
Kristbjörg Hjaltadóttir mun vera í sambandi við Eddu Davíðsdóttur sem er skipuleggjandi lýðræðisfundarins um dagsetningu fundar.
Almenn erindi
2. Öldungaráð201401337
Málefni öldungaráðs til umfjöllunar
III. Dagskrá funda og fundarefni. Settir niður fastir fundir fyrir starfsárið.
Rætt um skipulag funda Öldungaráðs og mikilvægi þess að senda inn erindi tímalega á dagskrá fundanna svo allir meðlimir hafi tækifæri til að kynna sér þau mál sem óskað er eftir að fjallað verði um. Samkvæmt samþykkt Öldungaráðs á að senda út fundarboð með dagskrá viku fyrir áætlaðan fundardag.IV. Önnur mál
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kynnir hjól fyrir eldra fólk sem keypt hafa verið á norðurlöndunum fyrir fólk á hjúkrunarheimilum. Í kjölfar þeirrar umræðu var rætt um tækjabúnað til sjúkraþjálfunar á Eirhömrum og gæði þeirra. Ákveðið að byrja næsta Öldungaráðsfund á Eirhömrum til að kynna sér tækjabúnaðinn og fá jafnvel Ölfu R. Jóhannsdóttur til að koma og meta tækin fyrir hönd aðstandenda þar sem hún hefur mikla kunnáttu á slíkan tækjabúnað.
Næsti fundur öldungaráðs áætlaður þann 18.nóvember kl 15:00 á Eirhömrum.