Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. október 2015 kl. 15:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Kristbjörg Hjaltadóttir fjölskyldusvið
  • Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
  • Harald S Holsvik aðalmaður
  • Magnús Þorlákur Sigsteinsson aðalmaður

Fundargerð ritaði

Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði


Dagskrá fundar

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 1. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar201206254

    Lögð fram drög að aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Lýðræðisstefnu.

    Far­ið yfir lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem sam­þykkt var á 647. fundi bæj­ar­ráðs og hvaða að­komu Öld­ungaráð gæti átt að sam­eig­in­leg­um fundi með Ung­menna­ráði. Hug­mynd um að Öld­ungaráð kæmi með fram­sögu varð­andi það hvað er lýð­ræði og mik­il­vægi þess fyr­ir alla hópa. Lagt til að einn karl­mað­ur og einn kvenn­mað­ur úr Öld­unga­ráði tækju verk­efn­ið að sér og sjá með­lim­ir Öld­unga­ráðs um nán­ari út­færslu á því.
    Krist­björg Hjalta­dótt­ir mun vera í sam­bandi við Eddu Dav­íðs­dótt­ur sem er skipu­leggj­andi lýð­ræð­is­fund­ar­ins um dag­setn­ingu fund­ar.

Almenn erindi

  • 2. Öld­ungaráð201401337

    Málefni öldungaráðs til umfjöllunar

    III. Dagskrá funda og fund­ar­efni. Sett­ir nið­ur fast­ir fund­ir fyr­ir starfs­ár­ið.
    Rætt um skipu­lag funda Öld­unga­ráðs og mik­il­vægi þess að senda inn er­indi tíma­lega á dagskrá fund­anna svo all­ir með­lim­ir hafi tæki­færi til að kynna sér þau mál sem óskað er eft­ir að fjallað verði um. Sam­kvæmt sam­þykkt Öld­unga­ráðs á að senda út fund­ar­boð með dagskrá viku fyr­ir áætl­að­an fund­ar­dag.

    IV. Önn­ur mál
    Kol­brún G. Þor­steins­dótt­ir kynn­ir hjól fyr­ir eldra fólk sem keypt hafa ver­ið á norð­ur­lönd­un­um fyr­ir fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Í kjöl­far þeirr­ar um­ræðu var rætt um tækja­bún­að til sjúkra­þjálf­un­ar á Eir­hömr­um og gæði þeirra. Ákveð­ið að byrja næsta Öld­unga­ráðs­fund á Eir­hömr­um til að kynna sér tækja­bún­að­inn og fá jafn­vel Ölfu R. Jó­hanns­dótt­ur til að koma og meta tækin fyr­ir hönd að­stand­enda þar sem hún hef­ur mikla kunn­áttu á slík­an tækja­bún­að.
    Næsti fund­ur öld­unga­ráðs áætl­að­ur þann 18.nóv­em­ber kl 15:00 á Eir­hömr­um.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45