Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. desember 2015 kl. 15:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Kristbjörg Hjaltadóttir fjölskyldusvið
  • Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
  • Harald S Holsvik aðalmaður
  • Magnús Þorlákur Sigsteinsson aðalmaður

Fundargerð ritaði

Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Öld­ungaráð201401337

    Heimsókn öldungaráðs í þjónustumiðstöð Mosfellsbæjar fyrir eldri borgara í Eirhömrum.

    I. Vett­vangs­heim­sókn í sjúkra­þjálf­un Eir­hamra
    Far­ið var að skoða tækja­bún­að og að­stöðu sjúkra­þjálf­un­ar á Eir­hömr­um. Ylfa Þor­steins­dótt­ir yf­ir­sjúkra­þjálfi á Eir tók á móti okk­ur. Mik­il um­ræða skap­að­ist um hvað bet­ur mætti fara í æf­ing­ar­saln­um s.s að þörf væri á frek­ar út­skýr­ing­um og leið­bein­ing­um við hvert tæki þar sem skýrt væri hvern­ig nota ætti tækin. Ylfa tek­ur að sér í sam­vinnu við Rósu sjúkra­þjálfa á Eir að út­búa leið­bein­ing­ar og setja upp í rým­inu við hvert tæki. Þeim boð­ið að senda leið­bein­ing­arn­ar á bæj­ar­skrif­stof­urn­ar sem gætu tek­ið að sér að prenta út í lit.

    Rætt um tækja­bún­að. Göngu­bretti er hættu­legt, það er erfitt að stjórna hrað­an­um og get­ur vald­ið því að fólk dett­ur. Ylfa seg­ir frá tæki sem hef­ur nýst eldra fólki. Tæk­ið heit­ir Nu­step eða fjöl­þjálfi. Þetta tæki er þægi­legt í notk­un og hent­ar jafnt til þjálf­un­ar fyr­ir fólk með fulla hreyfi­færni og hreyfi­haml­aða. Fjöl­þjálf­inn þjálf­ar stóru vöðva­hóp­ana í lík­am­an­um í einu, bæði hand­leggi og fót­leggi og gef­ur þar með góða al­hliða þjálf­un. Að þessu leyti er Nu­step tal­ið henta bet­ur en göngu­bretti. Ylfa seg­ir mjög góða reynslu af þessu tæki þar sem það er í notk­un. Tæk­ið kost­ar þó nokk­uð háa fjár­hæð. Verð fyr­ir ódýr­ari gerð­ina er 981.000 krón­ur án vsk, 1.216.440 með vsk og fæst hjá Fast­us. Ylfa tel­ur ekki þörf á dýr­ari gerð­inni.

    Rætt um hugs­an­leg­ar fjár­mögn­un­ar­leið­ir til kaupa á Nu­step. Spurn­ing hvort bær­inn geti kom­ið eitt­hvað til móts við kostn­að á móti öðr­um fjár­öfl­un­ar­leið­um. Með­lim­ir öld­unga­ráðs munu skoða leið­ir að fjár­mögn­un.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00