2. desember 2015 kl. 15:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Kristbjörg Hjaltadóttir fjölskyldusvið
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
- Harald S Holsvik aðalmaður
- Magnús Þorlákur Sigsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Öldungaráð201401337
Heimsókn öldungaráðs í þjónustumiðstöð Mosfellsbæjar fyrir eldri borgara í Eirhömrum.
I. Vettvangsheimsókn í sjúkraþjálfun Eirhamra
Farið var að skoða tækjabúnað og aðstöðu sjúkraþjálfunar á Eirhömrum. Ylfa Þorsteinsdóttir yfirsjúkraþjálfi á Eir tók á móti okkur. Mikil umræða skapaðist um hvað betur mætti fara í æfingarsalnum s.s að þörf væri á frekar útskýringum og leiðbeiningum við hvert tæki þar sem skýrt væri hvernig nota ætti tækin. Ylfa tekur að sér í samvinnu við Rósu sjúkraþjálfa á Eir að útbúa leiðbeiningar og setja upp í rýminu við hvert tæki. Þeim boðið að senda leiðbeiningarnar á bæjarskrifstofurnar sem gætu tekið að sér að prenta út í lit.Rætt um tækjabúnað. Göngubretti er hættulegt, það er erfitt að stjórna hraðanum og getur valdið því að fólk dettur. Ylfa segir frá tæki sem hefur nýst eldra fólki. Tækið heitir Nustep eða fjölþjálfi. Þetta tæki er þægilegt í notkun og hentar jafnt til þjálfunar fyrir fólk með fulla hreyfifærni og hreyfihamlaða. Fjölþjálfinn þjálfar stóru vöðvahópana í líkamanum í einu, bæði handleggi og fótleggi og gefur þar með góða alhliða þjálfun. Að þessu leyti er Nustep talið henta betur en göngubretti. Ylfa segir mjög góða reynslu af þessu tæki þar sem það er í notkun. Tækið kostar þó nokkuð háa fjárhæð. Verð fyrir ódýrari gerðina er 981.000 krónur án vsk, 1.216.440 með vsk og fæst hjá Fastus. Ylfa telur ekki þörf á dýrari gerðinni.
Rætt um hugsanlegar fjármögnunarleiðir til kaupa á Nustep. Spurning hvort bærinn geti komið eitthvað til móts við kostnað á móti öðrum fjáröflunarleiðum. Meðlimir öldungaráðs munu skoða leiðir að fjármögnun.