Mál númer 202008693
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Samgöngusáttmáli - stofnun hlutafélags.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir með átta atkvæðum, gegn atkvæði fulltrúa M-lista, að taka þátt í að stofna opinbert hlutafélag, Betri samgöngur ohf., um uppbyggingu samgönguinnviða með aðild ríkissjóðs, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, sbr. heimild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, og leggur félaginu til hlutafé við stofnun þess með áskrift hluta að nafnvirði kr. 51.847, í samræmi við fyrirhugaðan eignarhlut Mosfellsbæjar eða 1,296% af hlutafé félagsins.
Greiðsla hlutafjár verður með þeim hætti að Mosfellsbær innir af hendi kr. 51.847, með eingreiðslu í reiðufé til félagsins samhliða stofnun þess.
Í samræmi við framangreint samþykkir Mosfellsbær stofnsamning og hluthafasamkomulag fyrir Betri samgöngur ohf., sbr. hjálögð skjöl, og felur bæjarstjóra að undirrita þessi skjöl fyrir hönd Mosfellsbæjar.
- 27. ágúst 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1455
Samgöngusáttmáli - stofnun hlutafélags.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt í að stofna opinbert hlutafélag, Betri samgöngur ohf., um uppbyggingu samgönguinnviða með aðild ríkissjóðs, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, sbr. heimild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, og leggur félaginu til hlutafé við stofnun þess með áskrift hluta að nafnvirði kr. 51.847, í samræmi við fyrirhugaðan eignarhlut Mosfellsbæjar eða 1,296% af hlutafé félagsins.
Greiðsla hlutafjár verður með þeim hætti að Mosfellsbær innir af hendi kr. 51.847, með eingreiðslu í reiðufé til félagsins samhliða stofnun þess.
í samræmi við framangreint samþykkir Mosfellsbær stofnsamning og hluthafasamkomulag fyrir Betri samgöngur ohf., sbr. hjálögð skjöl, og felur bæjarstjóra að undirrita þessi skjöl fyrir hönd Mosfellsbæjar.Bæjarráð vísar tillögunni til staðfestingar bæjarstjórnar.