Mál númer 202008606
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Barion Háholti 4 - ósk um útiveitingar.
Afgreiðsla 1455. fundar bæjarráðs samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. ágúst 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1455
Barion Háholti 4 - ósk um útiveitingar.
Bæjarráð er jákvætt fyrir umsókn Barion um leyfi til að bæta við svæði fyrir útiveitingar. Bæjarráð telur rétt að slíkt leyfi verði í upphafi veitt til skamms tíma á meðan reynsla kemst á starfsemina, enda verði notkun svæðisins takmörkuð við að opnunartíma ljúki kl. 23. Vakin er athygli á því að samkvæmt teikningu sem fylgir umsókn, er svæðið sem fyrirhugað er að nýta fyrir útiveitingar nær alfarið á lóð Mosfellsbæjar. Áður en að starfseminni getur orðið er nauðsynlegt að samið verði við Mofellsbæ um afnot af lóðinni. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að gera samning við Barion um afnot af lóð Mosfellsbæjar (l 124698) til útiveitinga. Í samningi verði m.a. kveðið á um tímabundin afnot til reynslu og tímasetningar á notkun svæðisins.