Mál númer 202005117
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Skýrslan Ungt fólk 2020 lögð fyrir. Máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 296. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #296
Skýrslan Ungt fólk 2020 lögð fyrir. Máli frestað frá síðasta fundi.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að lýsa yfir áhyggjum af niðurstöðum rannsóknarinnar og þeirri breytingu sem orðið hefur borið saman við fyrra ár. Nefndin leggur áherslu á að skýrslan verði kynnt foreldrasamfélaginu í Mosfellsbæ. Jafnframt ítrekar nefndin mikilvægi samvinnu þeirra sem að málum barna koma til að sporna gegn þessari þróun.
- 13. ágúst 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1453
Niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2020 lagðar fram til kynningar.
Afgreiðsla 295. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1453. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 21. júlí 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #295
Niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2020 lagðar fram til kynningar.
Frestað til næsta fundar.
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Niðurstöður rannsóknar frá Rannsókn og greiningu sem gerð var meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2020
Afgreiðsla 377. fundar fræðslunefndar samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Niðurstöður rannsóknar frá Rannsókn og greiningu sem gerð var meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2020
Samþykkt með níu atkvæðum að fresta afgreiðslu 377. fundar fræðslunefndar til næsta fundar bæjarstjórnar.
- 9. júní 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #377
Niðurstöður rannsóknar frá Rannsókn og greiningu sem gerð var meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2020
Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr rannsókninni „Ungt fólk niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8,.9. og 10. bekk árið 2020". Niðurstöður verða kynntar á vegum Rannsóknar og Greiningar fyrir nefndum og ráðum, starfsfólki skóla og félagsmiðstöðvar, foreldrum, íþrótta- og tómstundafélögum á rafrænum kynningarfundi þann 15.júní nk. kl.17:30. Samþykkt tillaga frá fulltrúa foreldra grunnskólabarna um að niðurstöðurnar verði jafnframt kynntar á aðalfundum foreldrafélaga í haust.