Mál númer 202006390
- 30. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #768
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þverholt 25-27 þar sem kvöð er aflétt af lóðum.
Afgreiðsla 523. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 768. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum. Bæjarfulltrúi S-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni og bæjarfulltrúar C-, L- og M-lista sátu hjá.
- 28. september 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #523
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þverholt 25-27 þar sem kvöð er aflétt af lóðum.
Bókun fulltrúa S-Lista: Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd telur að með afléttingu kvaða sem hvíla á Þverholti 25 og 27 sé ekki verið að gæta langtíma hagsmuna íbúa í Mosfellsbæ hvað varðar uppbyggingu öruggs almenns langtímaleiguhúsnæðis í bænum. Fremur er hér verið að setja hagsmuni Verktakafyrirtækisins Bakka ofar þeim.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem hún telst minniháttar og með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins lóðarhafa og sveitarfélagið hagsmunaaðaila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Minnisblað bæjarstjóra og bæjarlögmanns um erindi Bakka varðandi endurskoðun kvaða.
Bókun S-lista:
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar greiðir atkvæði gegn þeim samningsdrögum sem hér liggja fyrir varðandi afléttingu kvaða af leiguíbúðum við Þverholt. Bæjarfulltrúinn telur að langtímahagsmunum bæjarbúa sé betur borgið með því að staðið sé við þá ákvörðun að styðja við uppbyggingu öruggs almenns langtímaleiguhúsnæðis í bænum samkvæmt þeim samningum sem nú eru í gildi. Vandi fyrirtækisins Bakka er ekki vandi íbúa Mosfellsbæjar.Bókun C-lista:
Bæjarfulltrúi C-lista getur ekki greitt atkvæði með tillögu meirihluta V og D lista um að ganga til samninga við Bakka um afléttingu kvaða að hluta á Þverholti 21-23 og 27-31.Bæjarfulltrúi C-lista bendir sérstaklega á að ekkert í fyrirliggjandi gögnum sýni að kannað hafi verið hvort að fjárstuðningur felist í þessari afléttingu og ef svo er hvort hann samræmist ákvæðum laga um evrópska efnahagssvæðið og banni við opinberan stuðning.
Bókun D- og V-lista:
Fulltrúar D- og V- lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkja breytingar á kvöðum á íbúðum við Þverholt 21-23 og 27-31.
Megin rökin fyrir samþykki er að miðað við þær veigamiklu breytingar sem hafa orðið á leigu- og húsnæðismarkaði frá því samningur um kvaðir var gerður árið 2016 og síðar breytt 2019, sé það jákvætt skref fyrir fasteignamarkaðinn í Mosfellsbæ að breyta gildandi kvöðum að hluta til.
Breytingar á leigumarkaði í Mosfellsbæ og húsnæðismarkaðnum almennt, sem byggja að stærstum hluta til á aðgerðum stjórnvalda, eru útskýrðar með greinargóðum hætti í minnisblaði bæjarlögmanns og bæjarstjóra.
Samþykktin felur einnig í sér að 12 litlar íbúðir í Þverholti 23 verða boðnar til leigu á hagstæðu verði til samræmis við markmið hins upphafslega samkomulags um að tryggja framboð á leiguhúsnæði í Mosfellsbæ.Afgreiðsla 1455. fundar bæjarráðs samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar C-, M- og S-lista greiddu atkvæði gegn málinu.
- 27. ágúst 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1455
Minnisblað bæjarstjóra og bæjarlögmanns um erindi Bakka varðandi endurskoðun kvaða.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að bæjarstjóra og lögmanni bæjarins verði falið að gera samkomulag við Bakka í samræmi við tillögu í minnisblaði bæjarstjóra og lögmanns. Fulltrúi S-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um erindi Bakka vegna óskar um endurskoðun kvaðar á Þverholti 21-2 og 27-31.
Afgreiðsla 1450.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Erindi Bakka - ósk um endurskoðun ákvörðunar um kvöð á 6 íbúðum við Þverholt 27-31 og 24 íbúðum við Þverholt 21-23.
Afgreiðsla 1449.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 2. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1450
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um erindi Bakka vegna óskar um endurskoðun kvaðar á Þverholti 21-2 og 27-31.
Bæjarráð samþykkir tillögu um að leiguverð íbúða í Þverholti 21-23 verði kr. 165.000 fyrir íbúðir að stærð 41 fm og kr. 169.000 fyrir íbúðir að stærð 45 fm. Leigufjárhæðir taki breytingum í samræmi við vísitölu leiguverðs.
Jafnframt samþykkt að fela bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að ræða við forsvarsmenn Bakka um erindi Bakka til bæjarráðs að öðru leyti.
- 25. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1449
Erindi Bakka - ósk um endurskoðun ákvörðunar um kvöð á 6 íbúðum við Þverholt 27-31 og 24 íbúðum við Þverholt 21-23.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að rita umsögn um erindið.