Mál númer 202006563
- 28. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #770
Lögð er fram samantekt, tímalína og fylgigögn í skipulagsmálum Esjumela á Kjalarnesi Reykjavíkur. Samantektin er unnin í samræmi við bókun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar frá 02.09.2020.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ sér ekki betur en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, sem sátu í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins á síðasta kjörtímabili (2014-2018), virðist hafa brugðist bæjarbúum með því að samþykkja á þeim vettvangi og gera ekki athugasemdir á þeim vettvangi við áform um þungaiðnað á Esjumelum.Það varð til þess að síðar rataði sú ákvörðun í gildandi deiliskipulag á svæðinu sem heimilar m.a. malbikunarstöð á svæðinu. Drög af þessum áformum fóru fyrir framangreinda sameiginlega nefnd sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á 82. og 83. fundi þeirrar nefndar.
Von undirritaðs er að þær kærur og sú málaleitan, sem nú er í gangi af hálfu Mosfellsbæjar, nái að bæta úr þeirri alvarlegu stöðu sem virðast ætla að verða afdrifarík gagnvart íbúum Mosfellsbæjar í bráð og lengd. Í 1. mgr. 22. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, er snýr að ábyrgð á gerð og afgreiðslu svæðisskipulags, segir:
,,Á svæðum þar sem sveitarfélög telja þörf á að setja fram sameiginlega stefnu um byggðaþróun eða einstaka þætti landnotkunar geta hlutaðeigandi sveitarfélög gert svæðisskipulag. Skulu þá hlutaðeigandi sveitarfélög skipa svæðisskipulagsnefnd, sbr. 9. gr.“ Vettvangurinn er þessi og þar virðist sem þessir fulltrúar Mosfellsbæjar hafi brugðist eftirlitsskyldum sínum hvað þetta mál varðar.
Bókun D- og V-lista:
Málflutningur og bókun bæjarfulltrúa M-lista í Mosfellsbæ varðandi störf fulltrúa Mosfellsbæjar í Svæðisskipulagsnefnd i mars 2018 á síðasta kjörtímabili eru í besta falli röng og ósmekkleg.Á fundi Svæðisskipulagsnefndar var tekin fyrir verkefnalýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur um iðnað og aðra landfreka starfsemi. Í verkefnalýsingu er sérstaklega tekið fram að á Esjumelum sé engin mengandi starfsemi, eins og lesa má úr ofangreindri verkefnalýsingu „Esjumelar- athafnasvæði við Vesturlandsveg, fyrst og fremst iðnaður og önnur starfsemi sem ekki hefur mengandi starfsemi í för með sér, svo sem verkstæði, gagnaver og vörugeymslur".
Við skorum á bæjarfulltrúa M-lista í Mosfellsbæ að standa með Mosfellingum í að verjast tilraunum Reykjavíkurborgar við að koma fyrir mengandi iðnaði á Esjumelum, í stað þess að reyna að slá pólitískar keilur um störf kjörinna fulltrúa sem eru að standa vörð um hagsmuni Mosfellsbæjar í þessu máli.
Bókun S-lista:
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar vísar á bug dylgjum Miðflokksins um að fulltrúi Samfylkingarinnar í svæðisskipulagsnefnd á síðasta kjörtímabili hafi unnið gegn hagsmunum Mosfellsbæjar í sínum störfum. Engin áform um þungaiðnað á Esjumelum komu inn á fund nefndarinnar á því kjörtímabili til afgreiðslu.Gagnbókun M-lista:
Hér er um að ræða bókun rökþrota bæjarfulltrúa meirihlutans í Mosfellsbæ, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hvers vegna var ferli málsins ekki hreinlega vaktað hjá Reykjavíkurborg og fylgst þar með fundum og fundargerðum? Það var ekki gert. Tvö erindi frá Reykjavíkurborg til Mosfellsbæjar, annað dagsett 28. mars 2019 og hitt 29. mars 2019, voru ekki tekin fyrir í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Erindin tengd þessu máli bárust Mosfellsbæ í miðju auglýsingaferli Reykjavíkurborgar á deiliskipulaginu ,,Esjumelar-Varmidalur" er stóð frá 27. mars til og með 8. maí 2019". Þar hefði gefist kjörið tækifæri til að fylgja málinu eftir og senda inn athugasemdir við auglýsta tillögu Reykjavíkurborgar fyrir Esjumela. Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ styður framsettar kærur af hálfu Mosfellsbæjar og styður Mosfellinga en ekki þá er sinna ekki hagsmunum þeirra svo vel sé.
Afgreiðsla 1461. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 28. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #770
Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna breytinga á deiliskipulagi við Esjumela, lóðin Koparslétta 6-8. Jafnframt var kvartað yfir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi ekki talið Mosfellsbæ eiga aðild að kærumáli fyrir nefndinni.
Afgreiðsla 1461. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. október 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1461
Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna breytinga á deiliskipulagi við Esjumela, lóðin Koparslétta 6-8. Jafnframt var kvartað yfir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi ekki talið Mosfellsbæ eiga aðild að kærumáli fyrir nefndinni.
Kvörtun Mosfellsbæjar til Umboðsmanns Alþingis vegna breytinga á deiliskipiulagi við Esjumela vegna lóðarinnar Koparsléttu 6-8, lögð fram til kynningar. Í kvörtuninni er jafnframt kvartað yfir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi ekki talið Mosfellsbæ eiga aðild að kærumáli fyrir nefndinni.
- FylgiskjalKvörtun til UA - Esjumelar - 6. október 2020.pdfFylgiskjalSamantekt máls á Esjumelum.pdfFylgiskjalMinnisblað starfsmanns um efni samantektar Esjumela.pdfFylgiskjal1 - 26.02.2014 - Aðalskipulag fyrir Kjalarnes.pdfFylgiskjal2 - 08.07.2015 - Erindi.pdfFylgiskjal3a - 01.07.2015 - Bæjarstjórn 653.pdfFylgiskjal3b - 23.06.2015 - Skipulagsnefnd 392.pdfFylgiskjal4a - 28.10.2016 - Skipulagsuppdráttur.pdfFylgiskjal4b - 28.10.2016 - Greinargerð.pdfFylgiskjal5a - 09.01.2018 - Uppdráttur.pdfFylgiskjal5b - 09.01.2018 - Breyting.pdfFylgiskjal5c - 09.01.2018 - Greinargerð.pdfFylgiskjal5d - 09.01.2018 - Erindi.pdfFylgiskjal6a - 18.01.2018 - Umhverfisnefnd 185.pdfFylgiskjal6b - 15.01.2018 - Minnisblað starfsmanns.pdfFylgiskjal7 - 19.01.2018 - Skipulagsnefnd 453.pdfFylgiskjal8a - 27.02.2018 - Reykjavíkurborg iðnaður erindi.pdfFylgiskjal8b - 27.02.2018 - Verkefnalýsing.pdfFylgiskjal9 - 02.03.2018 - Svæðisskipulagsnefnd 82.pdfFylgiskjal10 - 16.03.2018 - Skipulagsnefnd 457.pdfFylgiskjal11 - 04.04.2018 - Svæðisskipulagsnefnd 83.pdfFylgiskjal12a - 10.04.2018 - Skipulagsnefnd 458.pdfFylgiskjal12b - 10.04.2018 - Iðnaðarsvæði lýsing.pdfFylgiskjal13a - 27.06.2018 - Erindi Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal13b - 27.06.2018 - Drög að breytingu aðalskipulags.pdfFylgiskjal13c - 27.06.2018 - Umhverfisskýrsla drög.pdfFylgiskjal14 - 06.07.2018 - Skipulagsnefnd 463.pdfFylgiskjal15 - 06.07.2018 - B-deild Stjórnartíðinda.pdfFylgiskjal16 - 31.08.2018 - Skipulagsnefnd 466.pdfFylgiskjal17 - 11.09.2018 - Skipulagsnefnd 467.pdfFylgiskjal18a - 28.03.2018 - Erindi.pdfFylgiskjal18b - 28.03.2019 - Deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjal19a - 29.03.2019 - Erindi Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal19b - 19.03.2019 - Esjumelar aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjal19c - 01.02.2019 - VSÓ umhverfisskýrsla.pdfFylgiskjal20 - 21.06.2019 - Fundargerð Svæðisskipulags.pdfFylgiskjal21a - 13.09.2019 - Deiliskipulagsbreyting B-deild.pdfFylgiskjal21b - 13.09.2019 - Kjalarnes, Esjumelar, yfirlit máls.pdfFylgiskjal21c - 21.07.2019 - Kjalarnes til Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal21d - Svar Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal22 - 16.09.2019 - Aðalskipulagsbreyting B-deild.pdfFylgiskjal23a - 20.01.2020 - Auglýsing á vef.pdfFylgiskjal23b - 20.01.2020 - Deiliskipulagsbreyting A.pdfFylgiskjal24a - 29.01.2020 - Deiliskipulagsbreyting Höfða.pdfFylgiskjal24b - 29.01.2020 - Reykjavíkurborg.pdfFylgiskjal25 - 15.02.2020 - Athugasemdir auglýsingar.pdfFylgiskjal26a - 28.02.2020 - Skipulagsnefnd 510.pdfFylgiskjal26b - 04.03.2020 - Bæjarstjórn 755.pdfFylgiskjal28a - 17.04.2020 - Fundur með Reykjavík.pdfFylgiskjal28b -24.04.2020 - Ósk um mál á dagskrá.pdfFylgiskjal28c - 24.04.2020 - Skipulagsnefnd 513.pdfFylgiskjal29 - 05.05.2020 - Fundargerð byggingarfulltrúa bls.4.pdfFylgiskjal30 - 13.05.2020 - Andmæli Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjal31a - 29.05.2020 - Koparslétta b-deild.pdfFylgiskjal31b - 29.05.2020 - Koparslétta deiliskipulag.pdfFylgiskjal32 - 26.06.2020 - Kæra.pdfFylgiskjal33 - 01.07.2020 - Skipulags- og samgönguráð RVK 77.pdfFylgiskjal34 - 02.07.2020 - Bæjarráð 1450.pdfFylgiskjal35 - 02.07.2020 - Svör Reykjavíkur við kæru.pdfFylgiskjal36 - 14.07.2020 - Athugasemdir við svör Reykjavíkur.pdfFylgiskjal37 - 04.08.2020 - Svarbréf Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal38a - 14.08.2020 - Skipulagsnefnd 520.pdfFylgiskjal38b - 07.07.2020 - Útskrift Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal39 - 16.08.2020 - Úrskurður ÚUA.pdfFylgiskjal40a - 20.08.2020 - Bæjarráð 1454.pdfFylgiskjal40b - 02.09.2020 - Bæjarstjórn 766.pdfFylgiskjal41 - 10.09.2020 - Deiliskipulagsbreyting í B-deild.pdfFylgiskjal42a - 06.10.2020 - Kvörtun til UA - Esjumelar.pdfFylgiskjal42b - 06.10.2020 - Móttaka UA.pdfFylgiskjal43a - 09.10.2020 Kæra til úrskurðarnefndar.pdfFylgiskjal43b - 09.10.2020 - Umboð Björgn og Rúnar Þór.pdfFylgiskjal43c - 09.10.2020 - Umboð íbúa Brynjólfur og Þorbjörg.pdfFylgiskjal43d - 09.10.2020 - bæjarráð RVK.pdf
- 15. október 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1461
Lögð er fram samantekt, tímalína og fylgigögn í skipulagsmálum Esjumela á Kjalarnesi Reykjavíkur. Samantektin er unnin í samræmi við bókun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar frá 02.09.2020.
Samantekt skipulagsfulltrúa ásamt fylgiskjölum um breytingar á skipulagi á Esjumelum lögð fram til kynningar og umræðu, í samræmi við tillögu sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar á 766. fundi 2. september 2020.
Bæjarráð Mosfellsbæjar mótmælir harðlega þeim yfirgangi sem Reykjavíkurborg hefur sýnt Mosfellingum við flutning á iðnaðarstarfsemi á Esjumela, m.a. með heimild til uppbyggingar tveggja malbikunarstöðva, án þess að tillit sé tekið til áhrifa á Mosfellsbæ og hagsmuni Mosfellinga. Bæjarráð Mosfellsbæjar telur áformin og aðalskipulag á Esjumelum á skjön við skipulagsreglugerð og mun leita allra leiða til að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar. Sveitarfélagið hefur nú í annað skipti neyðst til þess að kæra skipulag á Esjumelum til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála auk þess sem kvörtun hefur verið send til umboðsmanns Alþingis sem snýr að stjórnsýslu Reykjavíkurborgar á Esjumelum.
- FylgiskjalKvörtun til UA - Esjumelar - 6. október 2020.pdfFylgiskjalSamantekt máls á Esjumelum.pdfFylgiskjalMinnisblað starfsmanns um efni samantektar Esjumela.pdfFylgiskjal1 - 26.02.2014 - Aðalskipulag fyrir Kjalarnes.pdfFylgiskjal2 - 08.07.2015 - Erindi.pdfFylgiskjal3a - 01.07.2015 - Bæjarstjórn 653.pdfFylgiskjal3b - 23.06.2015 - Skipulagsnefnd 392.pdfFylgiskjal4a - 28.10.2016 - Skipulagsuppdráttur.pdfFylgiskjal4b - 28.10.2016 - Greinargerð.pdfFylgiskjal5a - 09.01.2018 - Uppdráttur.pdfFylgiskjal5b - 09.01.2018 - Breyting.pdfFylgiskjal5c - 09.01.2018 - Greinargerð.pdfFylgiskjal5d - 09.01.2018 - Erindi.pdfFylgiskjal6a - 18.01.2018 - Umhverfisnefnd 185.pdfFylgiskjal6b - 15.01.2018 - Minnisblað starfsmanns.pdfFylgiskjal7 - 19.01.2018 - Skipulagsnefnd 453.pdfFylgiskjal8a - 27.02.2018 - Reykjavíkurborg iðnaður erindi.pdfFylgiskjal8b - 27.02.2018 - Verkefnalýsing.pdfFylgiskjal9 - 02.03.2018 - Svæðisskipulagsnefnd 82.pdfFylgiskjal10 - 16.03.2018 - Skipulagsnefnd 457.pdfFylgiskjal11 - 04.04.2018 - Svæðisskipulagsnefnd 83.pdfFylgiskjal12a - 10.04.2018 - Skipulagsnefnd 458.pdfFylgiskjal12b - 10.04.2018 - Iðnaðarsvæði lýsing.pdfFylgiskjal13a - 27.06.2018 - Erindi Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal13b - 27.06.2018 - Drög að breytingu aðalskipulags.pdfFylgiskjal13c - 27.06.2018 - Umhverfisskýrsla drög.pdfFylgiskjal14 - 06.07.2018 - Skipulagsnefnd 463.pdfFylgiskjal15 - 06.07.2018 - B-deild Stjórnartíðinda.pdfFylgiskjal16 - 31.08.2018 - Skipulagsnefnd 466.pdfFylgiskjal17 - 11.09.2018 - Skipulagsnefnd 467.pdfFylgiskjal18a - 28.03.2018 - Erindi.pdfFylgiskjal18b - 28.03.2019 - Deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjal19a - 29.03.2019 - Erindi Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal19b - 19.03.2019 - Esjumelar aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjal19c - 01.02.2019 - VSÓ umhverfisskýrsla.pdfFylgiskjal20 - 21.06.2019 - Fundargerð Svæðisskipulags.pdfFylgiskjal21a - 13.09.2019 - Deiliskipulagsbreyting B-deild.pdfFylgiskjal21b - 13.09.2019 - Kjalarnes, Esjumelar, yfirlit máls.pdfFylgiskjal21c - 21.07.2019 - Kjalarnes til Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal21d - Svar Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal22 - 16.09.2019 - Aðalskipulagsbreyting B-deild.pdfFylgiskjal23a - 20.01.2020 - Auglýsing á vef.pdfFylgiskjal23b - 20.01.2020 - Deiliskipulagsbreyting A.pdfFylgiskjal24a - 29.01.2020 - Deiliskipulagsbreyting Höfða.pdfFylgiskjal24b - 29.01.2020 - Reykjavíkurborg.pdfFylgiskjal25 - 15.02.2020 - Athugasemdir auglýsingar.pdfFylgiskjal26a - 28.02.2020 - Skipulagsnefnd 510.pdfFylgiskjal26b - 04.03.2020 - Bæjarstjórn 755.pdfFylgiskjal28a - 17.04.2020 - Fundur með Reykjavík.pdfFylgiskjal28b -24.04.2020 - Ósk um mál á dagskrá.pdfFylgiskjal28c - 24.04.2020 - Skipulagsnefnd 513.pdfFylgiskjal29 - 05.05.2020 - Fundargerð byggingarfulltrúa bls.4.pdfFylgiskjal30 - 13.05.2020 - Andmæli Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjal31a - 29.05.2020 - Koparslétta b-deild.pdfFylgiskjal31b - 29.05.2020 - Koparslétta deiliskipulag.pdfFylgiskjal32 - 26.06.2020 - Kæra.pdfFylgiskjal33 - 01.07.2020 - Skipulags- og samgönguráð RVK 77.pdfFylgiskjal34 - 02.07.2020 - Bæjarráð 1450.pdfFylgiskjal35 - 02.07.2020 - Svör Reykjavíkur við kæru.pdfFylgiskjal36 - 14.07.2020 - Athugasemdir við svör Reykjavíkur.pdfFylgiskjal37 - 04.08.2020 - Svarbréf Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal38a - 14.08.2020 - Skipulagsnefnd 520.pdfFylgiskjal38b - 07.07.2020 - Útskrift Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal39 - 16.08.2020 - Úrskurður ÚUA.pdfFylgiskjal40a - 20.08.2020 - Bæjarráð 1454.pdfFylgiskjal40b - 02.09.2020 - Bæjarstjórn 766.pdfFylgiskjal41 - 10.09.2020 - Deiliskipulagsbreyting í B-deild.pdfFylgiskjal42a - 06.10.2020 - Kvörtun til UA - Esjumelar.pdfFylgiskjal42b - 06.10.2020 - Móttaka UA.pdfFylgiskjal43a - 09.10.2020 Kæra til úrskurðarnefndar.pdfFylgiskjal43b - 09.10.2020 - Umboð Björgn og Rúnar Þór.pdfFylgiskjal43c - 09.10.2020 - Umboð íbúa Brynjólfur og Þorbjörg.pdfFylgiskjal43d - 09.10.2020 - bæjarráð RVK.pdf
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Úrskurður úrskurðarnefndar. Máli vísað frá.
Tillaga L-lista:
Í ljósi þeirra umræðna sem hér hafa farið fram um þetta mál samþykkir bæjarstjórn að fela embættismönnum bæjarins að taka saman tímalínu málsins ásamt öllum fylgigögnum og skila niðurstöðu sinni til bæjarráðs svo fljótt sem verða má.Samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
----
Bókun M-lista:
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ vill árétta að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála bendir réttilega á að: ,,Samráð nágrannasveitarfélaga um sameiginleg hagsmunamál á vettvangi skipulagsmála fer fram við gerð svæðisskipulags". Á 82. fundi svæðisskipulagnefndar höfuðborgarsvæðisins 2. mars 2018 mætti einn fulltrúi fyrir hönd Mosfellsbæjar og samþykkti áform Reykjavíkurborgar um þungaiðnað á Esjumelum. Því hefur augljóslega verið sett upp leikrit fyrir íbúa af hálfu meirihlutans í Mosfellsbæ bæði nú og á árum áður, þ.e. fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar.Bókun D- og V-lista:
Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa mótmælt kröftuglega áformum Reykjavíkur um breytingu á skipulagi á Esjumelum úr athafnasvæði í iðnaðarsvæði frá því þau komu fyrst fram.Það er skoðun lögmanna að sú aðferð Reykjavíkur að fara ekki með málið fyrir svæðisskipulagsnefnd og breyta aðalskipulagi heldur aðlaga deiliskipulag sé óheimilt samkvæmt skipulagslögum. Það var því aldrei kosið um málið á réttum vettvangi sem er Svæðisskipulagsnefnd Höfuðborgarsvæðisins.
Það er ástæða fyrir því að Mosfellsbær sá sig knúinn eftir mörg samtöl við fulltrúa Reykjavíkur að kæra þessi áform Borgarinnar.
Þrátt fyrir að úrskurðarnefndin hafi vísað málinu frá á tæknilegum forsendum, er Mosfellsbær að skoða önnur ráð til þess að fá úrskurðarnefndina til þess að taka afstöðu í þessu mikilvæga máli fyrir Mosfellsbæ. Sú vinna í fullum gangi.
Bókun og málflutningur bæjarfulltrúa Miðflokksins í þessu máli er fullur af vísvitandi rangindum og er ekki svaraverður.
Afgreiðsla 1454. fundar bæjarráðs samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. - 20. ágúst 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1454
Úrskurður úrskurðarnefndar. Máli vísað frá.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 56/2020, kæra á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 2. apríl 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu, lagður fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra, lögmanni Mosfellsbæjar og skipulagsfulltrúa að skoða næstu skref í málinu.
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Kæra Mosfellsbæjar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi á Esjumelum.
Afgreiðsla 1450.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 2. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1450
Kæra Mosfellsbæjar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi á Esjumelum.
Bæjarráð krefst þess að ákvörðun borgarráðs frá 2. apríl 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6.-8. Við Koparsléttu, sem öðlast gildi 29. maí 2020, verði felld úr gildi.