Mál númer 201805043
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Ósk um að Mosfellsbær kaupi eignarlandið Óskotsland L125388. Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1454. fundar bæjarráðs samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. ágúst 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1454
Ósk um að Mosfellsbær kaupi eignarlandið Óskotsland L125388. Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna beiðni um að Mosfellsbær kaupi landið Óskosland (lnr. 125388)
- 16. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #747
Fyrirspurn varðandi eigarland í Óskotslandi
Afgreiðsla 1416. fundar bæjarráðs samþykkt á 747. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. október 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1416
Fyrirspurn varðandi eigarland í Óskotslandi
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að rita umsögn um erindið.
- 12. júlí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1360
Borist hefur erindi frá Þóreyju Svönu Þórisdóttur dags. 3. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir land við Hafravatn nr. 208-4792
Afgreiðsla 463. fundar Skipulagsnefndar samþykkt með 3 atkvæðum á 1360. fundi bæjarráðs.
- 6. júlí 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #463
Borist hefur erindi frá Þóreyju Svönu Þórisdóttur dags. 3. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir land við Hafravatn nr. 208-4792
Í kafla 4.11 í aðalskipulagi Mosfellsbæjar kemur ma. fram: Vegna landkosta og legu Hafravatns gagnvart þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu er það talið æskilegt til lengri tíma litið að þar geti þróast almennt útivistarsvæði. Til að girða frekar en orðið er fyrir möguleika á slíkri framtíðarþróun er frekari uppbygging frístundabyggðar við vatnið stöðvuð, þ.e. ekki verður heimiluð uppbygging umfram það sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Í ljósi þessara ákvæða í aðalskipulagi synjar nefndin erindinu.