Mál númer 202005002
- 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir nýja aðkomu að Gljúfrasteini og bílastæði við Jónstótt. Athugasemdafrestur tillögu var frá 10.07.2020 til og með 24.08.2020. Meðfylgjandi eru drög að svari við innsendri athugasemd.
Afgreiðsla 527. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 771. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. nóvember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #527
Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir nýja aðkomu að Gljúfrasteini og bílastæði við Jónstótt. Athugasemdafrestur tillögu var frá 10.07.2020 til og með 24.08.2020. Meðfylgjandi eru drög að svari við innsendri athugasemd.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemd.
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 519. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir bílastæði og nýja aðkomu að Jónstótt og Gljúfrasteini yrði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 10.07.2020 til og með 24.08.2020. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 23.07.2020, Kjartani Jónssyni, dags. 23.08.2020 og Vegagerðinni, dags. 26.08.2020. Veitur skiluðu ekki inn umsögn.
Afgreiðsla 521. fundar bskipulagsnefndar samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #521
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 519. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir bílastæði og nýja aðkomu að Jónstótt og Gljúfrasteini yrði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 10.07.2020 til og með 24.08.2020. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 23.07.2020, Kjartani Jónssyni, dags. 23.08.2020 og Vegagerðinni, dags. 26.08.2020. Veitur skiluðu ekki inn umsögn.
Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls í samráði við málsaðila.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Lögð er fram til kynningar tillaga Ríkiseigna að deiliskipulagsbreytingu við Þingvallarveg vegna uppbyggingar við Jónstótt fyrir safnið að Gljúfrasteini.
Afgreiðsla 519. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 1451. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Lögð er fram til kynningar tillaga Ríkiseigna að deiliskipulagsbreytingu við Þingvallarveg vegna uppbyggingar við Jónstótt fyrir safnið að Gljúfrasteini.
- 3. júlí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #519
Lögð er fram til kynningar tillaga Ríkiseigna að deiliskipulagsbreytingu við Þingvallarveg vegna uppbyggingar við Jónstótt fyrir safnið að Gljúfrasteini.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem um er að ræða minniháttar stækkun deiliskipulagsmarka Þingvallavegar, stækkun á bílaplani varðar eign umsækjanda. Lítil byggð er á svæðinu og breytingin er innan stofnanareits. Tillaga verður kynnt nærliggjandi hagsmunaaðilum.