Mál númer 202006372
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Kosning nýs 1. varaforseta bæjarstjórnar í stað Valdimars Birgissonar
Fram kom tillaga um að Lovísa Jónsdóttir verði 1. varaforseta bæjarstjórnar til 26. febrúar 2021 meðan á leyfi Valdimars Birgissonar frá setu í bæjarstjórn stendur. Að þeim tíma liðnum taki Valdimar Birgisson við sem 1. varaforseti bæjarstjórnar á nýjan leik. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Lovísa Jónsdóttir því rétt kjörinn 1. varaforseti bæjarstjórnar til 26. febrúar 2021.
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Kosning forseta, 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar, skv. 7. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar.
Tilnefning kom fram um Bjarka Bjarnason sem forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til eins árs. Jafnframt kom fram tillaga um að Valdimar Birgisson verði 1. varaforseti og Kolbrún G. Þorsteinsdóttir 2. varaforseti til sama tíma. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Bjarki Bjarnason því rétt kjörinn forseti bæjarstjórnar, Valdimar Birgisson 1. varaforseti og Kolbrún G. Þorsteinsdóttir 2. varaforseti.