Mál númer 201907002
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Skipulagsnefnd samþykkti á 515. fundi sínum afgreiðslu deiliskipulagsins í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afstöðu Minjastofnunar og húsaskráningu skorti sem meðfylgjandi gögn í máli. Lögð er fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 03.07.2020. Hjálögð er greinargerð um skráningu húsa í samræmi við 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglum um skráningu menningarminja nr. 620/2019. Meðfylgjandi er samþykki Minjastofnunar fyrir skráningunni, dags. 26.08.2020. Lögð er fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, dags. 16.07.2020. Greinargerð hefur verið lagfærð í samræmi við ábendingu. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndarinnar.
Afgreiðsla 521. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #521
Skipulagsnefnd samþykkti á 515. fundi sínum afgreiðslu deiliskipulagsins í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afstöðu Minjastofnunar og húsaskráningu skorti sem meðfylgjandi gögn í máli. Lögð er fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 03.07.2020. Hjálögð er greinargerð um skráningu húsa í samræmi við 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglum um skráningu menningarminja nr. 620/2019. Meðfylgjandi er samþykki Minjastofnunar fyrir skráningunni, dags. 26.08.2020. Lögð er fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, dags. 16.07.2020. Greinargerð hefur verið lagfærð í samræmi við ábendingu. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndarinnar.
Uppfærð deiliskipulagstillaga og húsaskráning samþykkt og skal að nýju hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Lögð eru fram svör við athugasemdum sem bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 09.03.2020, vegna auglýstrar breytingartillögu deiliskipulags. Deiliskipulagið lagt fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 515. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 762. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. maí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #515
Lögð eru fram svör við athugasemdum sem bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 09.03.2020, vegna auglýstrar breytingartillögu deiliskipulags. Deiliskipulagið lagt fram til afgreiðslu.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum.
Uppfærð deiliskipulagstillaga samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. - 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Lögð er fram til kynningar umsögn við auglýstri deiliskipulagsbreytingartillögu að frístundalóðum úr landi Miðdals. Umsagnarfrestur var til 10. apríl sl. Umsögn barst frá Umhverfisstofnun, dags. 9. mars 2020. Engar aðrar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 513. fundar skipurlagsnefndar samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. apríl 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #513
Lögð er fram til kynningar umsögn við auglýstri deiliskipulagsbreytingartillögu að frístundalóðum úr landi Miðdals. Umsagnarfrestur var til 10. apríl sl. Umsögn barst frá Umhverfisstofnun, dags. 9. mars 2020. Engar aðrar athugasemdir bárust.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum við innsendum athugasemdum og upplýsa málsaðila um efni umsagna.
- 21. ágúst 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #743
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillöga að breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt með fimm atkvæðum." Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags.
Afgreiðsla 492. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 743. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. ágúst 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #491
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillöga að breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt með fimm atkvæðum." Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Borist hefur erindi frá Hildigunni Haraldsdóttur ark. fh. lóðareigenda dags. 29. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi frístundalóða í landi Miðdals.
Afgreiðsla 489. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1406. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 5. júlí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #489
Borist hefur erindi frá Hildigunni Haraldsdóttur ark. fh. lóðareigenda dags. 29. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi frístundalóða í landi Miðdals.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillöga að breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt með fimm atkvæðum.