Mál númer 202007345
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Óskað er eftir endurskoðun skilmála fyrir frístundabyggð við norðanvert Hafravatn og heimild fengin til að byggja á skráðum frístundahúsalóðum.
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Óskað er eftir endurskoðun skilmála fyrir frístundabyggð við norðanvert Hafravatn og heimild fengin til að byggja á skráðum frístundahúsalóðum.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar við endurskoðun aðalskipulagsins er talin þörf á því að endurskoða og laga ákvæði gildandi skipulags hvað varðar byggð og frístundahús við Hafravatn. Þannig verði heimilt að byggja ný frístundahús á óbyggðum lóðum sem í gildandi aðalskipulagi eru skilgreindar sem frístundahúsalóðir, í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Óskað er eftir uppbyggingarheimild á landi L-125485 við norðanvert Hafravatn.
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #538
Óskað er eftir uppbyggingarheimild á landi L-125485 við norðanvert Hafravatn.
Lagt fram og kynnt.
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Borist hefur erindi frá Kristínu Norðdahl, f.h. eiganda af L125485, dags. 28.07.2020, með ósk um byggingu og viðhalds sumarhúsa á þrískiptu landi við Hafravatn.
Afgreiðsla 521. fundar bskipulagsnefndar samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #521
Borist hefur erindi frá Kristínu Norðdahl, f.h. eiganda af L125485, dags. 28.07.2020, með ósk um byggingu og viðhalds sumarhúsa á þrískiptu landi við Hafravatn.
Skipulagsnefnd getur ekki heimilað uppbyggingu frístundahúsa við norðanvert Hafravatn þar sem að slíkt er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag (bls. 45-46 í greinargerð). Umsækjanda er þó heimilt að byggja við núverandi eign og stækka hana upp í 90 m2. Skipulagsnefnd vísar erindi um frekari uppbyggingu til yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags.