Mál númer 202211413
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Drög að atvinnustefnu Mosfellsbæjar lögð fram til umfjöllunar.
Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 5. september 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #7
Drög að atvinnustefnu Mosfellsbæjar lögð fram til umfjöllunar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir með fimm atkvæðum drög að atvinnustefnu Mosfellsbæjar með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum Mosfellsbæjar að ljúka vinnu við hönnun á útliti skjalsins til samræmis við aðrar stefnur Mosfellsbæjar og að undirbúa tillögur að mælikvörðum. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd mun árlega leggja mat á framkvæmd innleiðingarinnar.
- 29. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1586
Meginniðurstöður stefnumótunarfundar kynntar og næstu skref vinnunar rædd. Björn H. Reynisson kynnir.
Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
- 22. júní 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #6
Meginniðurstöður stefnumótunarfundar kynntar og næstu skref vinnunar rædd. Björn H. Reynisson kynnir.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Birni H. Reynissyni fyrir kynningu á niðurstöðum íbúafundar um atvinnu- og nýsköpunarmál og felur ráðgjafa og starfsmanni nefndarinnar að vinna að ritun draga að atvinnustefnu byggða á fyrirliggjandi greiningu og niðurstöðum íbúafundarins.
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Drög að áherslum atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. apríl 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #5
Drög að áherslum atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Birni H. Reynissyni fyrir kynningu á drögum að áherslum í atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar og fagnar því að vinna við undirbúning stefnumótunarinnar sé í góðum farvegi og miði vel áfram.
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Undirbúningur opins fundar nefndarinnar og ákvörðun um tímasetningu fundarins. Vinna með ráðgjafa að greiningu og stöðumati vegna undirbúnings mótunar atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. mars 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #4
Undirbúningur opins fundar nefndarinnar og ákvörðun um tímasetningu fundarins. Vinna með ráðgjafa að greiningu og stöðumati vegna undirbúnings mótunar atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir að halda opinn fund um atvinnu- og nýsköpunarmál til undirbúnings stefnumótunar 16. maí næstkomandi og þakkar Birni H Reynissyni fyrir kynningu á mögulegri skipulagningu fundarins.
- 1. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #822
Björn H. Reynisson ráðgjafi kynnir drög að greiningu vegna vinnu við gerð atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 822. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. febrúar 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #3
Björn H. Reynisson ráðgjafi kynnir drög að greiningu vegna vinnu við gerð atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Birni H Reynissyni fyrir kynninguna.
- 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Tillaga að næstu skrefum við gerð atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 2. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. janúar 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #2
Tillaga að næstu skrefum við gerð atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar
Samþykkt með fjórum atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að undirbúa gerð samnings við ráðgjafa vegna vinnu við mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar til samræmis við framlagt minnisblað.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Undirbúningur gagnaöflunar vegna vinnu við mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Afgreiðsla 1. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. nóvember 2022
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #1
Undirbúningur gagnaöflunar vegna vinnu við mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Nefndin ræddi fyrirhugaða vinnu við stefnumótun og voru fulltrúar sammála um mikilvægi þess að ráðast í hana sem fyrst. Samþykkt með fimm atkvæðum að fela starfsmanni nefndarinnar að hefja gagnaöflun varðandi núverandi atvinnurekstur í sveitarfélaginu. Er það nauðsynlegt fyrsta skref fyrir þá vinnu sem framundan til að fulltrúar nefndarinnar verði vel upplýstir um stöðu mála í þeim efnum. Því til viðbótar óskar nefndin eftir að fá greinargóða kynningu á atvinnusvæðum sveitarfélagsins, ásamt þeim áformum sem liggja fyrir samkvæmt núgildandi aðalskipulagi. Ofangreint verði kynnt á næsta fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar.