Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202211420

 • 21. júní 2023

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #831

  Betri vinnu­tími og bætt­ar starfs­að­stæð­ur í leik­skóla

  Af­greiðsla 422. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 831. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 21. júní 2023

   Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #831

   Til­laga um inn­leið­ingu skrán­ing­ar­daga í leik­skól­um næsta haust sem hluta af út­færslu á betri vinnu­tíma hjá starfs­fólki leik­skóla. Er­indi vísað til bæj­ar­ráðs á fundi fræðslu­nefnd­ar á 422. fundi.

   Til­laga L lista:
   Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar legg­ur til að far­ið ver­ið heild­stætt yfir stöðu leik­skóla í bæn­um. Verk­efni leik­skóla­stig­ins eru mörg og krefj­andi og í lausn­inni felst að end­ur­hugsa þarf starf­ið og skipu­lag­ið. Yfir þessi verk­efni þarf að leggjast og koma með til­lög­ur að heild­rænni lausn og er lagt til að það sé gert með mynd­un starfs­hóps.

   Vinna þarf að og þróa verk­efn­ið betri vinnu­tíma. Skoða þarf mönn­un leik­skól­anna og hvern­ig er hægt að mæta lög­boðnu sum­ar­fríi starfs­manna. Sér­stak­lega þarf svo að skoða hvern­ig hægt er að gera leik­skóla Mos­fells­bæj­ar að að­lað­andi vinnu­stöð­um.

   ***
   Fund­ar­hlé hófst kl. 17:15. Fund­ur hófst aft­ur kl. 17:33.

   ***

   Til­lög­unni var hafn­að með sex at­kvæð­um B, C og S lista. Bæj­ar­full­trúi L lista greiddi at­kvæði með til­lög­unni. Bæj­ar­full­trú­ar D lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

   Bók­un B, C og S lista:
   Meiri­hluti B, C og S lista tek­ur und­ir að þörf er á að fara heild­stætt yfir stöðu leik­skóla í Mos­fells­bæ og lít­ur þann­ig á að sú vinna sé þeg­ar hafin.

   Engu að síð­ur er mik­il­vægt að taka ákvarð­an­ir strax sem varða inn­leið­ingu á Betri vinnu­tíma til að bregð­ast við þeim áskor­un­um sem stjórn­end­ur leik­skóla í Mos­fells­bæ hafa bent á.

   ***

   Af­greiðsla 1584. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 831. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 15. júní 2023

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1584

    Til­laga um inn­leið­ingu skrán­ing­ar­daga í leik­skól­um næsta haust sem hluta af út­færslu á betri vinnu­tíma hjá starfs­fólki leik­skóla. Er­indi vísað til bæj­ar­ráðs á fundi fræðslu­nefnd­ar á 422. fundi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um inn­leið­ingu skrán­ing­ar­daga í leik­skól­um næsta haust sem hluta af út­færslu á betri vinnu­tíma hjá starfs­fólki leik­skóla.

   • 6. júní 2023

    Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #422

    Betri vinnu­tími og bætt­ar starfs­að­stæð­ur í leik­skóla

    Mos­fells­bær stend­ur frammi fyr­ir því verk­efni að út­færa betri vinnu­tíma hjá starfs­fólki leik­skóla í sam­ræmi við markmið kjara­samn­inga og leit­ast við að tryggja um leið full­nægj­andi mönn­un í leik­skól­um bæj­ar­ins. Nauð­syn­legt er að grípa til að­gerða til að bæta starfs­um­hverfi leik­skól­anna og gera þá að eft­ir­sókn­ar­verð­um vinnu­stöð­um til að unnt verði að halda uppi þeirri metn­að­ar­fullu og mik­il­vægu þjón­ustu sem þar er veitt. Í ljósi þessa sam­þykk­ir fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar heim­ild fyr­ir leik­skóla bæj­ar­ins að hefja inn­leið­ingu skrán­ing­ar­daga frá og með næsta hausti og vís­ar mál­inu til bæj­ar­ráðs til sam­þykkt­ar. Skrán­ing­ar­dag­ar þýða að þá þarf að skrá börn sér­stak­lega ef óskað er eft­ir vist­un í við­kom­andi leik­skóla á skrán­ing­ar­degi. Sá tími sem um ræð­ir get­ur að há­marki orð­ið 10 dag­ar yfir árið í jóla- páska- og vetr­ar­frí­um grunn­skól­anna auk skrán­ing­ar frá kl. 14:00 alla föstu­daga. Leik­skóla­gjöld falli nið­ur sam­svar­andi færri nýtt­um tím­um og dög­um. Fræðslu­nefnd ít­rek­ar að leik­skól­um verð­ur ekki lokað á skrán­ing­ar­tím­um og dög­um komi til skrán­inga barna.

    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Bók­un D lista.
    Við í D lista erum efn­is­lega sam­mála til­lög­unni og kjós­um með henni. Við vilj­um þó koma því á fram­færi að máls­með­ferð­in hefði mátt vera með öðr­um hætti. Þetta er það stórt mál að það hefði þarfn­ast meiri um­ræðu og til­lög­unni snið­inn betri rammi og skýr­ari fram­tíð­ar­sýn.

    Bók­un B, S og C lista.
    Full­trú­ar B, S og C lista lýsa yfir ánægju sinni með sam­stöðu í nefnd­inni. Mál­ið hef­ur ver­ið unn­ið ít­ar­lega á vett­vangi fræðslu- og frí­stunda­sviðs en þó þyk­ir okk­ur mik­il­vægt að skilja eft­ir svigrúm til út­færslu og inn­leið­ing­ar hjá stjórn­end­um leik­skól­anna.

    • 10. maí 2023

     Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #827

     Til­laga að breyttu fyr­ir­komu­lagi í leik­skóla í tengsl­um við verk­efn­ið "Betri vinnu­tími"

     Af­greiðsla 420. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 827. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

     • 3. maí 2023

      Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #420

      Til­laga að breyttu fyr­ir­komu­lagi í leik­skóla í tengsl­um við verk­efn­ið "Betri vinnu­tími"

      Fræðslu­nefnd fel­ur fram­kvæmda­stjóra Fræðslu­sviðs að kynna til­lög­una fyr­ir stjórn­end­um leik­skóla, vinnu­hóp­um vegna stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar í hverj­um skóla og for­eldra­ráð­um. Að loknu því sam­ráði komi til­lag­an aft­ur fyr­ir nefnd­ina með þeim ábend­ing­um sem of­an­greind­ir að­il­ar leggja fram. Nefnd­in fellst á að mik­il­vægt sé að bregð­ast við til að bæta starfs­um­hverfi með það að mark­miði að við­halda stöð­ugu þjón­ustu­stigi og fag­legu starfi í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um

      • 7. desember 2022

       Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #817

       Leik­skóla­stjór­ar kynna fyr­ir fræðslu­nefnd helstu áskor­an­ir og tæki­færi sem leik­skól­inn stend­ur frammi fyr­ir um þess­ar mund­ir.

       Af­greiðsla 414. fund­ar fræðslu­nefnd sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

       • 30. nóvember 2022

        Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #414

        Leik­skóla­stjór­ar kynna fyr­ir fræðslu­nefnd helstu áskor­an­ir og tæki­færi sem leik­skól­inn stend­ur frammi fyr­ir um þess­ar mund­ir.

        Fræðslu­nefnd þakk­ar leik­skóla­stjór­um fyr­ir greina­góð­ar upp­lýs­ing­ar og mál­efna­legt sam­tal. Mos­fells­bær, ásamt öðr­um sveit­ar­fé­lög­um, stend­ur frammi fyr­ir mikl­um áskor­un­um þeg­ar kem­ur að því að manna stöð­ur og bjóða upp á að­lað­andi starfs­um­hverfi í leik­skól­um á sama tíma og leik­skóla­börn­um fjölg­ar og kraf­an um fag­lega þjón­ustu eykst. Fræðslu­nefnd legg­ur til að fram­kvæmda­stjóra Fræðslu- og frí­stunda­sviðs verði fal­ið að taka um­ræð­una áfram og leit­ast verði við að finna lausn­ir bæði með mið­læg­um hætti og einn­ig með sér­tæk­um hætti í hverj­um og ein­um skóla.