Mál númer 202211420
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Betri vinnutími og bættar starfsaðstæður í leikskóla
Afgreiðsla 422. fundar fræðslunefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Tillaga um innleiðingu skráningardaga í leikskólum næsta haust sem hluta af útfærslu á betri vinnutíma hjá starfsfólki leikskóla. Erindi vísað til bæjarráðs á fundi fræðslunefndar á 422. fundi.
Tillaga L lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar leggur til að farið verið heildstætt yfir stöðu leikskóla í bænum. Verkefni leikskólastigins eru mörg og krefjandi og í lausninni felst að endurhugsa þarf starfið og skipulagið. Yfir þessi verkefni þarf að leggjast og koma með tillögur að heildrænni lausn og er lagt til að það sé gert með myndun starfshóps.
Vinna þarf að og þróa verkefnið betri vinnutíma. Skoða þarf mönnun leikskólanna og hvernig er hægt að mæta lögboðnu sumarfríi starfsmanna. Sérstaklega þarf svo að skoða hvernig hægt er að gera leikskóla Mosfellsbæjar að aðlaðandi vinnustöðum.***
Fundarhlé hófst kl. 17:15. Fundur hófst aftur kl. 17:33.***
Tillögunni var hafnað með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti B, C og S lista tekur undir að þörf er á að fara heildstætt yfir stöðu leikskóla í Mosfellsbæ og lítur þannig á að sú vinna sé þegar hafin.Engu að síður er mikilvægt að taka ákvarðanir strax sem varða innleiðingu á Betri vinnutíma til að bregðast við þeim áskorunum sem stjórnendur leikskóla í Mosfellsbæ hafa bent á.
***
Afgreiðsla 1584. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1584
Tillaga um innleiðingu skráningardaga í leikskólum næsta haust sem hluta af útfærslu á betri vinnutíma hjá starfsfólki leikskóla. Erindi vísað til bæjarráðs á fundi fræðslunefndar á 422. fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um innleiðingu skráningardaga í leikskólum næsta haust sem hluta af útfærslu á betri vinnutíma hjá starfsfólki leikskóla.
- 6. júní 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #422
Betri vinnutími og bættar starfsaðstæður í leikskóla
Mosfellsbær stendur frammi fyrir því verkefni að útfæra betri vinnutíma hjá starfsfólki leikskóla í samræmi við markmið kjarasamninga og leitast við að tryggja um leið fullnægjandi mönnun í leikskólum bæjarins. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að bæta starfsumhverfi leikskólanna og gera þá að eftirsóknarverðum vinnustöðum til að unnt verði að halda uppi þeirri metnaðarfullu og mikilvægu þjónustu sem þar er veitt. Í ljósi þessa samþykkir fræðslunefnd Mosfellsbæjar heimild fyrir leikskóla bæjarins að hefja innleiðingu skráningardaga frá og með næsta hausti og vísar málinu til bæjarráðs til samþykktar. Skráningardagar þýða að þá þarf að skrá börn sérstaklega ef óskað er eftir vistun í viðkomandi leikskóla á skráningardegi. Sá tími sem um ræðir getur að hámarki orðið 10 dagar yfir árið í jóla- páska- og vetrarfríum grunnskólanna auk skráningar frá kl. 14:00 alla föstudaga. Leikskólagjöld falli niður samsvarandi færri nýttum tímum og dögum. Fræðslunefnd ítrekar að leikskólum verður ekki lokað á skráningartímum og dögum komi til skráninga barna.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Bókun D lista.
Við í D lista erum efnislega sammála tillögunni og kjósum með henni. Við viljum þó koma því á framfæri að málsmeðferðin hefði mátt vera með öðrum hætti. Þetta er það stórt mál að það hefði þarfnast meiri umræðu og tillögunni sniðinn betri rammi og skýrari framtíðarsýn.Bókun B, S og C lista.
Fulltrúar B, S og C lista lýsa yfir ánægju sinni með samstöðu í nefndinni. Málið hefur verið unnið ítarlega á vettvangi fræðslu- og frístundasviðs en þó þykir okkur mikilvægt að skilja eftir svigrúm til útfærslu og innleiðingar hjá stjórnendum leikskólanna. - 10. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #827
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi í leikskóla í tengslum við verkefnið "Betri vinnutími"
Afgreiðsla 420. fundar fræðslunefndar samþykkt á 827. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #420
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi í leikskóla í tengslum við verkefnið "Betri vinnutími"
Fræðslunefnd felur framkvæmdastjóra Fræðslusviðs að kynna tillöguna fyrir stjórnendum leikskóla, vinnuhópum vegna styttingu vinnuvikunnar í hverjum skóla og foreldraráðum. Að loknu því samráði komi tillagan aftur fyrir nefndina með þeim ábendingum sem ofangreindir aðilar leggja fram. Nefndin fellst á að mikilvægt sé að bregðast við til að bæta starfsumhverfi með það að markmiði að viðhalda stöðugu þjónustustigi og faglegu starfi í leikskólum Mosfellsbæjar. Samþykkt með fimm atkvæðum
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Leikskólastjórar kynna fyrir fræðslunefnd helstu áskoranir og tækifæri sem leikskólinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.
Afgreiðsla 414. fundar fræðslunefnd samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. nóvember 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #414
Leikskólastjórar kynna fyrir fræðslunefnd helstu áskoranir og tækifæri sem leikskólinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.
Fræðslunefnd þakkar leikskólastjórum fyrir greinagóðar upplýsingar og málefnalegt samtal. Mosfellsbær, ásamt öðrum sveitarfélögum, stendur frammi fyrir miklum áskorunum þegar kemur að því að manna stöður og bjóða upp á aðlaðandi starfsumhverfi í leikskólum á sama tíma og leikskólabörnum fjölgar og krafan um faglega þjónustu eykst. Fræðslunefnd leggur til að framkvæmdastjóra Fræðslu- og frístundasviðs verði falið að taka umræðuna áfram og leitast verði við að finna lausnir bæði með miðlægum hætti og einnig með sértækum hætti í hverjum og einum skóla.