Mál númer 202211358
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum ásamt viðauka auk tilnefninga ráðsmanna lagður fram til kynningar í samræmi við ákvörðun bæjarráðs.
Afgreiðsla 2. fundar velferðarnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. janúar 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #2
Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum ásamt viðauka auk tilnefninga ráðsmanna lagður fram til kynningar í samræmi við ákvörðun bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Erindi frá SSH þar sem lagt er til að samningur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum, ásamt viðauka, verði samþykktur. Jafnframt er lagt til að tilnefning ráðsmanna í umdæmisráð verði samþykkt.
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Erindi frá SSH þar sem lagt er til að samningur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum, ásamt viðauka, verði samþykktur. Jafnframt er lagt til að tilnefning ráðsmanna í umdæmisráð verði samþykkt.
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1559
Erindi frá SSH þar sem lagt er til að samningur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum, ásamt viðauka, verði samþykktur. Jafnframt er lagt til að tilnefning ráðsmanna í umdæmisráð verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum þátttöku Mosfellsbæjar í rekstri umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum í samræmi við fyrirliggjandi samning og viðauka við hann. Jafnframt er samþykkt tilnefning ráðsmanna í samræmi við fyrirliggjandi drög að skipunarbréfum. Bæjarstjóra er falið að undirrita samninginn og viðauka við hann ásamt skipunarbréfi ráðsmanna fyrir hönd Mosfellsbæjar. Jafnframt er samþykkt að vísa erindinu til kynningar í velferðarnefnd.