Mál númer 202108920
- 1. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #822
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Háeyri 1-2 í samræmi við athugasemdir sem kynntar voru á 538. fundi nefndarinnar. Aðkomu húsa frá Reykjalundarvegi hefur verið breytt og nýta áfram núverandi vegtengingu, samnýtt með Eyri og Sveinseyri. Hjálögð er umsögn athugasemda auk greinargerðar vegna óverulegrar breytingar aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030.
Afgreiðsla 585. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 822. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. febrúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #585
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Háeyri 1-2 í samræmi við athugasemdir sem kynntar voru á 538. fundi nefndarinnar. Aðkomu húsa frá Reykjalundarvegi hefur verið breytt og nýta áfram núverandi vegtengingu, samnýtt með Eyri og Sveinseyri. Hjálögð er umsögn athugasemda auk greinargerðar vegna óverulegrar breytingar aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030.
Skipulagsnefnd samþykkir uppfærða tillögu að deiliskipulagsbreytingu ásamt tillögu að svörun og umsögnum innsendra athugasemda, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga vegna minniháttar uppfærslu á greinargerð auk tilfærslu á aðkomu húsa þar sem um sömu aðkomu er að ræða og þegar tengir Háeyri 1 við Reykjalundarveg.
Skipulagsnefnd samþykkir einnig að meðhöndla breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi gögnum. Aðeins er verið að fjölga íbúðum innan 0,3 ha svæðis Háeyri 330-Íb í töflu greinargerðar aðalskipulagsins Mosfellsbæjar 2011-2030 um tvær íbúðir. Breytingin getur talist óveruleg og hafa forsendur hennar verið kynntar í deiliskipulagsbreytingunni sjálfri og meðferð auglýsingar í samræmi við ákvæði laganna.
Málsaðili og eða landeigandi ber ábyrgð á og kostnað af gerð nýrra mæliblaða lóða. Framkvæmdaaðili skal kosta og framkvæma aðkomu innan lóða og tengingu húsa við Reykjalundarveg, auk þess að greiða hugsanlega annan þann kostnað sem af breytingunni hlýst.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda deiliskipulagsbreytingu fyrir Háeyri 1 og 2 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin byggir á að fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar með breytingu einbýlishúsalóða í parhúsalóðir. Aðkomu húsa er einnig breytt. Breytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef mos.is. Kynningarbréf og gögn voru einnig send í nærliggjandi hagaðila, Sveinsstaði, Sveinseyri, Káraleyni og SÍBS-Reykjalund. Breytingin kallar á óverulega breytingu aðalskipulags fyrir reit ÍB-330. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2023 til og með 23.01.2023. Umsagnir bárust frá Gunnari Löve, framkvæmdastjóra SÍBS, dags. 19.01.2023 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 23.01.2023.
Afgreiðsla 583. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #583
Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda deiliskipulagsbreytingu fyrir Háeyri 1 og 2 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin byggir á að fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar með breytingu einbýlishúsalóða í parhúsalóðir. Aðkomu húsa er einnig breytt. Breytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef mos.is. Kynningarbréf og gögn voru einnig send í nærliggjandi hagaðila, Sveinsstaði, Sveinseyri, Káraleyni og SÍBS-Reykjalund. Breytingin kallar á óverulega breytingu aðalskipulags fyrir reit ÍB-330. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2023 til og með 23.01.2023. Umsagnir bárust frá Gunnari Löve, framkvæmdastjóra SÍBS, dags. 19.01.2023 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 23.01.2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls í samræmi við umræður. Mikilvægt er að sameiginleg sátt og sýn náist um aðkomu breytts deiliskipulags milli málsaðila og landeiganda Reykjalundavegar, SÍBS.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir, með einni sameiginlegri aðkomu frá Reykjalundarvegi. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #579
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir, með einni sameiginlegri aðkomu frá Reykjalundarvegi. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem aukning um tvær íbúðir í töflu greinargerð aðalskipulagsins innan 0,3 ha svæðis Háeyri 330-Íb getur talist óveruleg í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir, með einni sameiginlegri aðkomu frá Reykjalundarvegi.
Afgreiðsla 578. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #578
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir, með einni sameiginlegri aðkomu frá Reykjalundarvegi.
Frestað vegna tímaskorts.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 574. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 574. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #574
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd synjar ósk um breytingu skipulagsins þar sem útfærsla er ekki í samræmi við leiðbeiningar til málsaðila og hönnuðar varðandi aðkomur og umferðaröryggi.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir.
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #573
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir.
Frestað.
- 9. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #798
Lögð er fram tillaga að aðal- deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á einbýlishúsalóðum í parhúsalóðir.
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. febrúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #558
Lögð er fram tillaga að aðal- deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á einbýlishúsalóðum í parhúsalóðir.
Erindinu vísað til frekari skoðunar á umhverfissviði hvað varðar umferðar- og aðkomumál.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa, vegna erindis um deiliskipulagsbreytingu fyrir Háeyri 1-2, í samræmi við afgreiðslu á 549. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 552. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. október 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #552
Lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa, vegna erindis um deiliskipulagsbreytingu fyrir Háeyri 1-2, í samræmi við afgreiðslu á 549. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd heimilar málsaðila að vinna áfram tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa. Erindinu er vísað til bæjarráðs vegna samninga um gjaldtöku á fjölgun íbúða.
- 15. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #789
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni, f.h. lóðareiganda, dags. 25.08.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Háeyri 1 og 2 úr einbýlishúsum í parhús. Hjálögð er tillaga að breytingu.
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá.
- 10. september 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #549
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni, f.h. lóðareiganda, dags. 25.08.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Háeyri 1 og 2 úr einbýlishúsum í parhús. Hjálögð er tillaga að breytingu.
Erindinu er vísað til umsagnar á umhverfissviði vegna innviða á svæðinu og vegtengingar. Samþykkt með þremur atkvæðum.
Fulltrúi M-lista, Miðflokks, Sveinn Óskar Sigurðsson situr hjá.