Mál númer 202201442
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Niðurstöður könnunar vegna þjónustu við fatlað fólk, gerð 2022
Afgreiðsla 18. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
- 31. maí 2023
Notendaráð fatlaðs fólks #18
Niðurstöður könnunar vegna þjónustu við fatlað fólk, gerð 2022
Ráðið fór yfir helstu niðurstöður könnunarinnar vegna þjónstu við fatlaða í Mosfellsbæ. Þótti ráðsmönnum áhugavert að heyra niðurstöður könnunarinnar og telur könnunina gefa góða mynd af því hvar álagspunktar eru varðandi þjónustuþætti. Rætt var um hvernig verið sé að vinna með þá þætti í stjórnsýslunni. Ráðsmönnum þótti einnig gagnlegt að lesa yfir það sem fólk er ánægt með varðandi þjónustu í málaflokknum.
Borið var upp erindi frá íbúa í Mosfellsbæ sem sent hafði verið einum ráðsmanni í Notendaráði. Varðaði erindi áhyggjur hans á því að fatlað fólk í Mosfellsbæ þyrfti að sækja allt íþóttastarf út fyrir sveitarfélagið. Niðurstöður könnunarinnar sem málið varðar sýndu að meiri hluti svarenda séu ekki ánægðir með íþrótta-, tómstunda- og félagsstarf fyrir fatlað fólk/fötluð börn í Mosfellsbæ. Ráðið mun óska eftir samtali við íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar vegna þessarar stöðu í sveitarfélaginu.
- 1. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #822
Niðurstöður ítarkönnunar vegna málefna fatlaðs fólks ræddar að nýju í tengslum við niðurstöður þjónustukönnunar Gallup og minnisblað framkvæmdastjóra um aðgerðir í málaflokkinum lagt fram samhliða.
Afgreiðsla 4. fundar velferðarnefndar samþykkt á 822. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. febrúar 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #4
Niðurstöður ítarkönnunar vegna málefna fatlaðs fólks ræddar að nýju í tengslum við niðurstöður þjónustukönnunar Gallup og minnisblað framkvæmdastjóra um aðgerðir í málaflokkinum lagt fram samhliða.
Velferðarnefnd þakkar fyrir yfirferð á þeim aðgerðum sem farið hefur verið í í kjölfar könnunar sem lögð var fyrir notendur þjónustu í málaflokki fatlaðs fólks og ánægjulegt er að sjá að brugðist hefur verið við athugasemdum sem þar komu fram. Mikilvægt er þó að haldið verði áfram með þau verkefni sem fyrir liggja í málaflokknum.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Ráðið fjallar um niðurstöður rýnihópa Gallup vegna þjónustu við aldraða í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 31. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
- 30. nóvember 2022
Öldungaráð Mosfellsbæjar #31
Ráðið fjallar um niðurstöður rýnihópa Gallup vegna þjónustu við aldraða í Mosfellsbæ.
Framkvæmdastjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar kynnti niðurstöður rýnihópa Gallups vegna þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ. Ráðið leggur áherslu á að framkvæmd verði þjónustukönnun fyrir eldri borgara á árinu 2023. Til hliðsjónar verði nýtt tillaga öldungaráðs um efnisatriði könnunarinnar.
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021.
Afgreiðsla 321. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021.
Afgreiðsla 407. fundar fræðslunefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. júní 2022
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #321
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021.
Samantekt um þjónustu lögð fram og rædd. Fjölskyldunefnd óskar eftir að niðurstöður könnunarinnar verði nýttar til áframhaldandi vinnu og rýni á sviðinu.
- 15. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #807
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021. Málinu er vísað til kynningar nefndarinnar af 1535. fundi bæjarráðs. Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og staðgengill bæjarstjóra, kynnir gögn og niðurstöður.
Afgreiðsla 567. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
- 14. júní 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #407
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021.
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að sú vinna sem þegar er hafin við að skoða ábendingar haldi áfram og óskar eftir upplýsingum um framgang hennar inn á fræðslunefndarfund.
- 10. júní 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #567
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021. Málinu er vísað til kynningar nefndarinnar af 1535. fundi bæjarráðs. Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og staðgengill bæjarstjóra, kynnir gögn og niðurstöður.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd leggur til að forstöðumanni þjónustu- og samskiptamála verði falið að koma með tillögu að þjónustukönnun hjá þjónustuþegum Umhverfissviðs.
- 18. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #805
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021.
Afgreiðsla 1535. fundar bæjarráðs samþykkt á 805. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #805
Umfjöllun á vinnu við úrvinnslu rýnihópa fyrir fatlað fólk og eldri borgara samkvæmt beiðni fulltrúa Samfylkingarinnar.
Afgreiðsla 319. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 805. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1535
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021.
Mosfellsbær nýtur þeirrar stöðu að vera yfir landsmeðaltali í könnunum Gallup á umliðnum árum í meirihluta þeirra þjónustuþátta sem kannaðir hafa verið. Fyrirliggjandi gögn hafa verið nýtt til að þróa umbætur á þjónustunni þar sem umbóta er þörf og á sér sífellt stað skilvirkt samtal við íbúa um þróun og útfærslu þjónustu sveitarfélagsins á því vaxtarskeiði sem nú stendur. Bæjarráð þakkar fyrir kynningu samantektar á viðbrögðum stjórnenda og starfsfólks við þeim gögnum sem aflað hefur verið og felur framkvæmdastjórum sviða að kynna samantektina í fræðslunefnd, fjölskyldunefnd og skipulagsnefnd og vinna áfram að umbótum á grunni þeirra gagna sem aflað hefur verið.
- 10. maí 2022
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #319
Umfjöllun á vinnu við úrvinnslu rýnihópa fyrir fatlað fólk og eldri borgara samkvæmt beiðni fulltrúa Samfylkingarinnar.
Mál rætt.