Mál númer 202209393
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda deiliskipulagsbreytingu fyrir Skeljatanga 10 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin byggir á að stækka byggingarreit og húsnæði, um 40 fermetra, til norðurs. Kynningarbréf og gögn grenndarkynningar voru send í nærliggjandi hús, Skeljatanga 8, 12, 36, 38 og Leirutanga 5. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2023 til og með 23.01.2023. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 583. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #583
Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda deiliskipulagsbreytingu fyrir Skeljatanga 10 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin byggir á að stækka byggingarreit og húsnæði, um 40 fermetra, til norðurs. Kynningarbréf og gögn grenndarkynningar voru send í nærliggjandi hús, Skeljatanga 8, 12, 36, 38 og Leirutanga 5. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2023 til og með 23.01.2023. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. sömu laga.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skeljatanga 10 í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar. Breytingin byggir á að stækka byggingarreit og húsnæði, um 40 fermetra, til norðurs í átt að Skeljatanga 12.
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #579
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skeljatanga 10 í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar. Breytingin byggir á að stækka byggingarreit og húsnæði, um 40 fermetra, til norðurs í átt að Skeljatanga 12.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Borist hefur erindi frá Henný Rut Kristinsdóttur, dags. 20.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeljatanga 10 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á húsi í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #573
Borist hefur erindi frá Henný Rut Kristinsdóttur, dags. 20.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeljatanga 10 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á húsi í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram fullunna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðbygging skal fylgja mörkum núverandi byggingarreits til austurs.
Samþykkt með fimm atkvæðum.