Mál númer 202205548
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Tillaga að leiðréttingu á ráðningarsamningi við bæjarstjóra.
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Tillaga að leiðréttingu á ráðningarsamningi við bæjarstjóra.
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1559
Tillaga að leiðréttingu á ráðningarsamningi við bæjarstjóra.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, víkur af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
***
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum leiðréttingu á ráðningarsamningi við bæjarstjóra og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Um er að ræða breytingu á samsetningu heildarlauna sem eru þau sömu og í fyrri samningi. - 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Tillaga um ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur í starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2022-2026 í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarsamning, sbr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga og 47. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 14. júlí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1542
Tillaga um ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur í starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2022-2026 í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarsamning, sbr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga og 47. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur í starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2022-2026 í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarsamning. Formanni bæjarráðs er falið að undirrita ráðningarsamninginn fyrir hönd Mosfellsbæjar. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar bjóða Regínu Ásvaldsdóttur velkomna til starfa og vænta góðs samstarfs og samvinnu á kjörtímabilinu. - 1. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #806
Ráðning bæjarstjóra, sbr. 47. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar.
Meirihluti B-, C- og S-lista lagði til að formanni bæjarráðs yrði falið að undirbúa ráðningu bæjarstjóra. Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum B-, C-, L- og S-lista. Bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Enn fremur var lagt til að Arnar Jónsson staðgengill bæjarstjóra gegni starfi bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn. Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi tillögu með sjö atkvæðum B-, C-, L- og S-lista. Bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.