Mál númer 202209405
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn. Á 1552. fundi bæjarráðs var málinu vísað til umfjöllunar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 232. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. nóvember 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #232
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn. Á 1552. fundi bæjarráðs var málinu vísað til umfjöllunar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar.
Lagt fram og kynnt. Umhverfisnefnd tekur undir afgreiðslu frá 574. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, 21. okt. 2022, þar sem erindinu var vísað til yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar til þess að tryggja umfjöllun og staðsetningu hans innan stíganets Mosfellsbæjar.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að skilgreina þurfi verkefnið betur áður en hægt er að vinna það áfram. - 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 21.09.2022, varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn ofan byggðar höfuðborgarsvæðisins. Málinu var vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1552. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 574. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn. Frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 1552. fundar bæjarráðs samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 21.09.2022, varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn ofan byggðar höfuðborgarsvæðisins. Málinu var vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1552. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 574. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #574
Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 21.09.2022, varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn ofan byggðar höfuðborgarsvæðisins. Málinu var vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1552. fundi bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, er græni stígurinn skilgreindur sem hluti af græna vef og trefli höfuðborgarinnar. Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi vinnu endurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar til þess að tryggja umfjöllun og staðsetningu hans innan stíganets Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 13. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1552
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn. Frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
- 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn.
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1551
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn.
Frestað vegna tímaskorts.