Mál númer 202207104
- 1. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #822
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Krikahverfi í samræmi við athugasemdir sem kynntar voru á 538. fundi nefndarinnar. Innfærðar hafa verið á uppdrætti viðmiðunarkröfur um gerð hljóðmanar fyrir brettavöllinn. Hjálögð er umsögn athugasemda.
Afgreiðsla 585. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 822. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. febrúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #585
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Krikahverfi í samræmi við athugasemdir sem kynntar voru á 538. fundi nefndarinnar. Innfærðar hafa verið á uppdrætti viðmiðunarkröfur um gerð hljóðmanar fyrir brettavöllinn. Hjálögð er umsögn athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir uppfærða tillögu að deiliskipulagsbreytingu ásamt tillögu að svörun og umsögn innsendrar athugasemdar, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga vegna minniháttar uppfærslu á greinargerð.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda deiliskipulagsbreytingu fyrir Krikahverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin byggir á að festa í deiliskipulag heimild fyrir nýjum brettavelli á grænu svæði aðliggjandi skólalóð Krikaskóla. Breytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef mos.is. Kynningarbréf og gögn grenndarkynningar voru send í nærliggjandi húseigenda, Víðiteig 16, 18, 20, Stórateig 11, 13, 17 og 19. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2023 til og með 23.01.2023. Umsögn barst frá Gunnlaugu Pálsdóttur, dags. 04.01.2023.
Afgreiðsla 583. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #583
Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda deiliskipulagsbreytingu fyrir Krikahverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin byggir á að festa í deiliskipulag heimild fyrir nýjum brettavelli á grænu svæði aðliggjandi skólalóð Krikaskóla. Breytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef mos.is. Kynningarbréf og gögn grenndarkynningar voru send í nærliggjandi húseigenda, Víðiteig 16, 18, 20, Stórateig 11, 13, 17 og 19. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2023 til og með 23.01.2023. Umsögn barst frá Gunnlaugu Pálsdóttur, dags. 04.01.2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls í samræmi við umræður.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir nýjan hjólabrettavöll utan við lóð Krikaskóla í Krikahverfi. Hjálagt er minnisblað starfsmanna vegna tillögu.
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #579
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir nýjan hjólabrettavöll utan við lóð Krikaskóla í Krikahverfi. Hjálagt er minnisblað starfsmanna vegna tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.