Mál númer 202208793
- 13. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #582
Durgur ehf. Laxatungu 41 sækir um leyfi stækkun turnbyggingar hesthúss á lóðinni Skuggabakki nr.10, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 16,8 m² , 37,9 m³.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Durgur ehf. Laxatungu 41 sækir um leyfi stækkun turnbyggingar hesthúss á lóðinni Skuggabakki nr.10, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 16,8 m² , 37,9 m³.
Afgreiðsla 486. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
- 2. desember 2022
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #486
Durgur ehf. Laxatungu 41 sækir um leyfi stækkun turnbyggingar hesthúss á lóðinni Skuggabakki nr.10, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 16,8 m² , 37,9 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
- 28. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #812
Lögð er fram til umsagnar og afgreiðslu erindi frá Drungur ehf., dags. 30.8.2022, vegna framkvæmda við stækkun turnbyggingar hesthúss að Skuggabakka 10. Turnbygging samræmist ekki að öllu gildandi skilmálum deiliskipulags. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir og undirritað samþykki meðeigenda húss. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 572. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 812. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. september 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #572
Lögð er fram til umsagnar og afgreiðslu erindi frá Drungur ehf., dags. 30.8.2022, vegna framkvæmda við stækkun turnbyggingar hesthúss að Skuggabakka 10. Turnbygging samræmist ekki að öllu gildandi skilmálum deiliskipulags. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir og undirritað samþykki meðeigenda húss. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla frávik skilmála deiliskipulags um lengd turnbygginga í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með undirrituðu samþykki húseigenda teljast grenndarhagsmunir nágranna ekki skertir hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.