Mál númer 202110122
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Öldungaráð heimsækir Eirhamra og félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 32. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar.
- 28. febrúar 2023
Öldungaráð Mosfellsbæjar #32
Öldungaráð heimsækir Eirhamra og félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ.
Í upphafi fundar fór Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður þjónustu á Eir vel yfir sitt verksvið og hvar áskoranir hafa verið í þjónustunni. Umræður voru um dagdvöl aldraðra í Mosfellsbæ og þá þjónustu sem þar er veitt. Í takt við stækkun sveitarfélags þykir mikilvægt að efla það starf sem dvölinni er ætlað að veita og virðist augljós þörf á því að auka við stöðugildi til að gera þjónustu dagdvalarinnar innihaldsríkari. Ljóst er að þörf er á því að fjölga enn frekar dagdvalarrýmum til að mæta þeirri þjónustuþörf sem nú er, sem og til framtíðar.
Umræða fundarins var einnig á þann veg að gott samstarf sé milli Eirar, félagsstarfs eldri borgara og Mosfellsbæjar og mikilvægt að samþætta þjónustu eins og best verður á kosið.
Meðlimir öldungaráðs fjölluðu einnig um hversu vel fundur fyrir eldri borgara sl. haust hafi gengið og þykir meðlimum ráðsins mikilvægt að efna aftur til slíks fundar, jafnvel með aðeins öðru sniði til að gefa eldri borgurum sveitarfélagsins góðar upplýsingar um þá þjónustu sem þeim býðst hér í sveitarfélaginu.Ráðið leggur til að endurskoðaður verði kynningarbæklingur sem gerður var varðandi þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu og hann gefinn út að nýju.
Að lokum fóru meðlimir öldungaráðs í skoðun um staðinn. - 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Farið yfir helstu þjónustuþætti sem veittir eru frá Eirhömrum.
Afgreiðsla 31. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
- 30. nóvember 2022
Öldungaráð Mosfellsbæjar #31
Farið yfir helstu þjónustuþætti sem veittir eru frá Eirhömrum.
Öldungaráð leggur til að farið verði í heimsókn á Eirhamra á næsta fundi öldungaráðs.
- 14. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #811
Umfjöllun um opinn kynningarfund fyrir eldri borgara á þjónustu sem stendur þeim til boða í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 30. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
- 1. september 2022
Öldungaráð Mosfellsbæjar #30
Umfjöllun um opinn kynningarfund fyrir eldri borgara á þjónustu sem stendur þeim til boða í Mosfellsbæ.
Dagskrá kynningarfundar fyrir eldri borgara rædd og almenn ánægja ráðsins með fyrirhugaðan fund.
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ tekin til umræðu.
Samþykkt að vísa niðurstöðu fundarins í þessu máli til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu.
Afgreiðsla 26. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
- 18. október 2021
Öldungaráð Mosfellsbæjar #26
Þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ tekin til umræðu.
Öldungaráð óskar eftir að endurskoðaður verði upphæð frístundastyrks eldri borgara fyrir árið 2022. Öldungaráð óskar eftir að styrkurinn verði hækkaður í samræmi við nágrannasveitarfélög. Bent er á að hjá Hafnarfjarðarbæ eru greiddar 4.000 kr. á mánuði, en tekjutengdur við 391.560 kr.
Rætt um heimsendingu á mat um helgar og fulltrúar ráðsins leggja áherslu á að Mosfellsbær taki að nýju upp samtal á heimsendingu á mat um helgar við Eir.
Öldungaráð leggur til við Fjölskyldunefnd og Bæjarstjórn að á árinu 2022 verði byrjað að vinna stöðumat samkvæmt gátlista WHO um aldursvænar borgir og bæi. Gátlistinn tekur til átta málefnasviða sem talin hafa afgerandi áhrif á það hversu aðlaðandi og aðgengilegar borgir (/bæir) séu fyrir eldri íbúa þeirra og hversu aldursvænar.
Um er að ræða eftrfarandi málefnasvið: útisvæði og byggingar, samgöngur, húsnæði, félagsleg þátttaka, virðing og félagsleg viðurkenning, virk samfélagsþátttaka og atvinnumöguleikar, fjarskipti og upplýsingar, samfélags- og heilbrigðisþjónusta.
Sjá nánari skilgreiningar málefnasviða á vefsíður varðandi aldursvænar borgir í viðhengi með 25. fundi öldungaráðs í lið 2 “Stefna í málefnum eldri borgara?.